Innlent

Íþróttafélög semja við borgina

Sextán íþróttafélög skrifuðu undir samstarfssamninga við Reykjavíkurborg, Íþrótta og tómstundarráð, og Íþróttabandalag Reykjavíkur um stuðning við félögin og er heildarfjárhæð samningsins 4,4 milljarðar króna. Samningarnir ná yfir árin 2005 til 2008 og eiga að vera til stuðnings við ráðningar íþróttafulltrúa hjá félögum auk ýmissa annarra styrkja. Reykjavíkurborg segir, að markmið með samningunum sé að koma í fastara form öllum samskiptum íþróttahreyfingarinnar í borginni við borgaryfirvöld og skilgreina betur hlutverk hvers aðila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×