Innlent

OR utan við staðsetningardeilur

Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki blanda sér í umræður um staðsetningu nýrra álvera á landsbyggðinni þegar forstjóranum var meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu við Norðurál um orkusölu til nýs álvers í Helguvík. Orkuveitan skrifaði í gær undir 60 milljarða króna samning við Alcan á Íslandi og full sátt var um málið innan stjórnar Orkuveitunnar. Stjórnarformaðurinn segir eðlismun á málunum. Forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur var á síðustu stundu meinað að skrifa undir viljayfirlýsingu um álver í Helguvík í síðasta mánuði. Ástæðan var ágreiningur innan R-listans um málið, en orkuveitan hafði unnið að undirbúningi málsins með Norðuráli, Reykjanesbæ og Hitaveitu Suðurnesja. Nú bregður hinsvegar öðruvísi við, því í gær skrifaði orkuveitan undir 60 milljarða krónu orkusölusamning til Alcan á Íslandi vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Aðspurður um það hvað hafi breyst segir Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, að það sé mikill eðlismunur á því hvort verið sé að selja orku í nýtt álver eins og í Helguvík eða hvort verið sé að selja orku til stækkunar álvers sem þegar er fyrir, eins og í Straumsvík. Hann segir muninn vera þann að Borgarfulltrúar R-listans voru sammála um það á sínum tíma að ekki væri rétt að borgaryfirvöld væru að blanda sér í staðsetningu á nýju álveri. Hvort það yrði reist í Helgu eða fyrir norðan. Hann sagði að hér væri um stækkun að ræða á álveri sem er fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir þessa stækkun skipta máli fyrir atvinnulífið á svæðinu auk þess sem orkuveitan muni fá góðan hagnað af þessu. Hann segir ástæðu þess að ekki var samið um orkusölu við vera þá að að orkuveitan vildi ekki blanda sér í deilur um staðsetningu álversins í Helguvík. Hann sagði jafnframt að full sátt hefði verið um samninginn sem gerður var við Alcan. Hann sagði jafnframt að allir stjórnarmenn hefðu skrifað undir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×