Maersk Air í eigu Íslendinga 30. júní 2005 00:01 Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Um leið er orðið til fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Það var eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, sem keypti Maersk Air af A.P. Möller. Flugfloti félagsins fylgir þó ekki með í kaupunum en vélarnar verða leigðar nýjum eigendum Maersk í allt að sex ár. Ekki stendur þó til að A.P. Möller eigi vélarnar lengi. Ástæða sölunnar eru sú að rekstur Maersk hefur ekki gengið sérlega vel, og segja talsmenn A.P. Möller smæð félagsins lykilatriði í því samhengi. Nú sé það nátengt Sterling og því verði hægt að skapa hagstæðari rekstrareiningu sem getur keppt á samkeppnismarkaði. Sterling og Maersk mynda nú langstærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda og hið fjórða stærsta í Evrópu. Kaupin eru háð samþykki danskra samkeppnisyfirvalda en búist er við því innan tveggja mánaða. Maersk Air var stofnað árið 1970 og hóf þá þegar farþegaflug, bæði áætlunar- og leiguflug. Flogið er til þrjátíu og eins áfangastaðar frá Kaupmannahöfn og átta frá Billund. Flugflotin samanstendur mestmegnis af Boeign 737 og 757 vélum, sem ýmist eru í eigu A.P. Möller eða í leigu. Tólfhundruð manns starfa hjá félaginu, en búist er við uppsögnum í kjölfar samruna við Sterling, einkum í yfirstjórn félagsins. Eftir sameininguna verða þrjátíu vélar í flota Sterling, samkvæmt tilkynningu frá Sterling, og flogið verður til áttatíu áfangastaða. Almar Örn Hilmarsson, núverandi framkvæmdastjóri Sterling, verður framkvæmdastjóri sameinaða félagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Danska flugfélagið Maersk Air er komið í eigu Íslendinga. Um leið er orðið til fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Það var eignarhaldsfélagið Fons, sem á meðal annars Iceland Express og danska flugfélagið Sterling, sem keypti Maersk Air af A.P. Möller. Flugfloti félagsins fylgir þó ekki með í kaupunum en vélarnar verða leigðar nýjum eigendum Maersk í allt að sex ár. Ekki stendur þó til að A.P. Möller eigi vélarnar lengi. Ástæða sölunnar eru sú að rekstur Maersk hefur ekki gengið sérlega vel, og segja talsmenn A.P. Möller smæð félagsins lykilatriði í því samhengi. Nú sé það nátengt Sterling og því verði hægt að skapa hagstæðari rekstrareiningu sem getur keppt á samkeppnismarkaði. Sterling og Maersk mynda nú langstærsta lággjaldaflugfélag Norðurlanda og hið fjórða stærsta í Evrópu. Kaupin eru háð samþykki danskra samkeppnisyfirvalda en búist er við því innan tveggja mánaða. Maersk Air var stofnað árið 1970 og hóf þá þegar farþegaflug, bæði áætlunar- og leiguflug. Flogið er til þrjátíu og eins áfangastaðar frá Kaupmannahöfn og átta frá Billund. Flugflotin samanstendur mestmegnis af Boeign 737 og 757 vélum, sem ýmist eru í eigu A.P. Möller eða í leigu. Tólfhundruð manns starfa hjá félaginu, en búist er við uppsögnum í kjölfar samruna við Sterling, einkum í yfirstjórn félagsins. Eftir sameininguna verða þrjátíu vélar í flota Sterling, samkvæmt tilkynningu frá Sterling, og flogið verður til áttatíu áfangastaða. Almar Örn Hilmarsson, núverandi framkvæmdastjóri Sterling, verður framkvæmdastjóri sameinaða félagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira