Innlent

Miðlæg bólusetningarskrá

Miðlæg bólusetningarskrá er það sem koma skal, nái tillögur stýrihóps á vegum sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra fram að ganga.  Tilraunaverkefni sem verið hefur í gangi hér á landi gerir ráð fyrir að upplýsingar um bólusetningar flytjist sjálfvirkt með rafrænum hætti inn í miðlæga skrá. Einnig er fyrirhugað að starfsmenn einstakra heilbrigðisstofnana geti sótt upplýsingar um bólusetningar einstaklinga í grunninn með rafrænum hætti. Miðlæg bólusetningarskrá er þannig úr garði gerð að fyllsta öryggis um persónuupplýsingar hinna bólusettu skal gætt í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×