Innlent

Íslensk hryssa dvelur með kengúrum

Eigandi hrossanna heitir Estelle Hobbins en hún kynntist íslenska hestinum fyrst 1997, þegar hún fór í ferð yfir Kjöl með Íshestum. Í bréfi sem hún sendir Einari Bollasyni forstjóra, ásamt kengúrumyndinni, kveðst hún telja að hún hafi verið fyrsti Ástralíubúinn til að fara slíka ferð. Eftir ferðina segist Estella hafa fengið hestabakteríuna og verið harðákveðin í að kaupa sér íslenskan hest. Þeir eru nú reyndar orðnir þrír, sem hún keypti með talsverðri fyrirhöfn og fyrir mikla peninga, segir hún. Þar sem enga slíka var að finna í Ástralíu, þurfi hún að leita til annarra landa. Hún keypti tvö íslensk hross frá Nýja Sjálandi, tólf vetra hryssuna Gránu og fimm vetra hest sem heitir Silfri. Dana er hins vegar fjögurra vetra og fædd í Ástralíu. Estella ætlar að skella sér í hrossaræktun og segist vera farin að leggja drög að annarri ferð með Íshestum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×