Innlent

Vísitala neysluverðs fer hækkandi

Vísitala neysluverðs hækkaði um núll komma sjötíu og eitt prósent í júní frá fyrra mánuði og hefur hækkað um samtals 2,8 prósent á 12 mánuðum. Hækkunin síðustu þrjá mánuði jafngildir ársverðbólgu upp á eitt og hálft prósent. Til marks um það hversu hækkun húsnæðisverðs vegur þungt í vísitölunni, þá væri engin verðbólga ef húsnæði yrði tekið út úr vísitölunni,- þvert á móti væri þá verðhjöðnun upp á rúm tvö prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×