Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 09:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hefur verið dómsmálaráðherra síðan í desember 2024. Vísir/Anton Brink Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. Frá þessu greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í aðsendri grein á Vísi, þar sem hún ber upp sjö staðreyndir í útlendingamálum. Á dögunum greindi Þorbjörg frá því í annarri grein að hún hygðist herða reglur í dvalarleyfismálum, sem vísað hefur verið til sem „norsku leiðarinnar“. Þar vakti hún athygli á að umsóknir um dvalarleyfi hefðu margfaldast síðustu ár og að fólksfjölgun hér á landi hefði verið meiri en innviðir og velferð landsins þoli. Ísland auglýst sem „auðvelt land“ Aðgerðir Þorbjargar koma í kjölfar ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa hér á landi. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar og verkalýðshreyfingarinnar hafa sýnt aðgerðunum stuðning, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í greininni kemur fram að hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafi borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Við einfalda leit á netinu sjáist að Ísland sé núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóði fram ráðgjöf og selji aðstoð sína í þeim efnum. Þorbjörg ræddi umfjöllunarefnið nánar í Bítinu. Hún segir frá því að fjórðungur innflytjenda setjist að á grundvelli dvalarleyfis á meðan um þrír fjórðu hlutar komi á grundvelli EES-samningsins. Umræddur fjórðungur þurfi sem fyrr segir að borga sextán þúsund krónur fyrir dvalarleyfið hér á landi en færi hann til annarra Norðurlanda þyrfti hann að borga allt að 170 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra segir í aðsendri grein að Ísland sé auglýst í Nígeríu sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóði fram ráðgjöf og selji aðstoð sína í þeim efnum.Vísir/Vilhelm „Mér fannst mest sláandi að upplifa að þessi niðurstaða er ekki byggð á stefnu, að manni virðist. Það er engin stefna sem fór aflaga. Hún er byggð á stefnuleysi. Afleiðing þessa stefnuleysis er ákveðið stjórnleysi og við ætlum að vinda ofan af því.“ segir Þorbjörg Sigríður. Bætir við ákvæði um ítrekuð brot Þá segir hún frá frumvarpinu sem hún hyggst afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Í því er ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar ef menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Hún segir að gæta verði skynsemi í þeim málum. „Segjum að unglingsstelpa sé tekin fyrir búðarhnupl. Þýðir það að hún missi alþjóðlegu verndina? Ég segi nei. Við viljum vera skynsöm í þessu.“ En ofbeldisbrot? „Ofbeldisbrot, kynferðisbrot, alvarleg brot. Hiklaust já. Og það sem ég er að skoða og ætla að bæta við frumvarpið er að geta líka náð utan um skipulögð brot. Þó í því samhengi að þetta eru brot sem eru ekki ein og sér ekki svo alvarleg. En það er einhver tröppugangur í brotahegðun, ítrekuð brot. Við erum að tala um alvarleg brot annars vegar og ítrekuð brot hins vegar.“ Aðspurð segir Þorbjörg raunhæft að ná tökum á slíkum málum og fá afbrotamönnum vísað úr landi með nokkrum tækjum. „Eitt er afgerandi og markviss stefna stjórnvalda um að horfast í augu við að skipulögð brotastarfsemi hefur náð að festa rætur á Íslandi. Viðbragðið verður að vera í samræmi við það. Við erum að fara dálítið markvisst inn í það. Hitt er að á Suðurnesjunum sé hægt að frávísa fólki þegar það kemur til landsins þannig að það komi ekki inn til landsins,“ segir Þorbjörg. „Hitt er síðan það að geta brottvísað mönnum í kjölfar þess að þeir gerast sekir um afbrot. Þar erum við líka að skoða aðgerðir gegn EES-borgurum hvað þetta varðar. “ Noregur ekki með töfralausnina Í grein Þorbjargar síðan í morgun er Ísland ýmist borið saman við Noreg eða öll hin Norðurlöndin. Markmiðið í útlendingamálum hér á landi sé að hafa þau með sambærilegum hætti og í Norðurlöndunum en það sé ekki töfralausn að gera allt eins og í Noregi. „En varðandi dvalarleyfin kallar þetta á mann. Þessi mikli munur á gjaldtöku, til dæmis, er mjög sláandi hvað varðar Noreg. Þar finnst mér heillandi þessi hugmyndafræði að skoða, hvað er það sem atvinnulífið er að kalla á? Hvernig stuðlum við að virkni þeirra sem hingað koma? Og gerum kröfur til okkar sjálfra um að móttökur séu með sómasamlegum hætti.“ Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Frá þessu greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í aðsendri grein á Vísi, þar sem hún ber upp sjö staðreyndir í útlendingamálum. Á dögunum greindi Þorbjörg frá því í annarri grein að hún hygðist herða reglur í dvalarleyfismálum, sem vísað hefur verið til sem „norsku leiðarinnar“. Þar vakti hún athygli á að umsóknir um dvalarleyfi hefðu margfaldast síðustu ár og að fólksfjölgun hér á landi hefði verið meiri en innviðir og velferð landsins þoli. Ísland auglýst sem „auðvelt land“ Aðgerðir Þorbjargar koma í kjölfar ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa hér á landi. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar og verkalýðshreyfingarinnar hafa sýnt aðgerðunum stuðning, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Í greininni kemur fram að hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafi borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Við einfalda leit á netinu sjáist að Ísland sé núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóði fram ráðgjöf og selji aðstoð sína í þeim efnum. Þorbjörg ræddi umfjöllunarefnið nánar í Bítinu. Hún segir frá því að fjórðungur innflytjenda setjist að á grundvelli dvalarleyfis á meðan um þrír fjórðu hlutar komi á grundvelli EES-samningsins. Umræddur fjórðungur þurfi sem fyrr segir að borga sextán þúsund krónur fyrir dvalarleyfið hér á landi en færi hann til annarra Norðurlanda þyrfti hann að borga allt að 170 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra segir í aðsendri grein að Ísland sé auglýst í Nígeríu sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóði fram ráðgjöf og selji aðstoð sína í þeim efnum.Vísir/Vilhelm „Mér fannst mest sláandi að upplifa að þessi niðurstaða er ekki byggð á stefnu, að manni virðist. Það er engin stefna sem fór aflaga. Hún er byggð á stefnuleysi. Afleiðing þessa stefnuleysis er ákveðið stjórnleysi og við ætlum að vinda ofan af því.“ segir Þorbjörg Sigríður. Bætir við ákvæði um ítrekuð brot Þá segir hún frá frumvarpinu sem hún hyggst afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Í því er ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar ef menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Hún segir að gæta verði skynsemi í þeim málum. „Segjum að unglingsstelpa sé tekin fyrir búðarhnupl. Þýðir það að hún missi alþjóðlegu verndina? Ég segi nei. Við viljum vera skynsöm í þessu.“ En ofbeldisbrot? „Ofbeldisbrot, kynferðisbrot, alvarleg brot. Hiklaust já. Og það sem ég er að skoða og ætla að bæta við frumvarpið er að geta líka náð utan um skipulögð brot. Þó í því samhengi að þetta eru brot sem eru ekki ein og sér ekki svo alvarleg. En það er einhver tröppugangur í brotahegðun, ítrekuð brot. Við erum að tala um alvarleg brot annars vegar og ítrekuð brot hins vegar.“ Aðspurð segir Þorbjörg raunhæft að ná tökum á slíkum málum og fá afbrotamönnum vísað úr landi með nokkrum tækjum. „Eitt er afgerandi og markviss stefna stjórnvalda um að horfast í augu við að skipulögð brotastarfsemi hefur náð að festa rætur á Íslandi. Viðbragðið verður að vera í samræmi við það. Við erum að fara dálítið markvisst inn í það. Hitt er að á Suðurnesjunum sé hægt að frávísa fólki þegar það kemur til landsins þannig að það komi ekki inn til landsins,“ segir Þorbjörg. „Hitt er síðan það að geta brottvísað mönnum í kjölfar þess að þeir gerast sekir um afbrot. Þar erum við líka að skoða aðgerðir gegn EES-borgurum hvað þetta varðar. “ Noregur ekki með töfralausnina Í grein Þorbjargar síðan í morgun er Ísland ýmist borið saman við Noreg eða öll hin Norðurlöndin. Markmiðið í útlendingamálum hér á landi sé að hafa þau með sambærilegum hætti og í Norðurlöndunum en það sé ekki töfralausn að gera allt eins og í Noregi. „En varðandi dvalarleyfin kallar þetta á mann. Þessi mikli munur á gjaldtöku, til dæmis, er mjög sláandi hvað varðar Noreg. Þar finnst mér heillandi þessi hugmyndafræði að skoða, hvað er það sem atvinnulífið er að kalla á? Hvernig stuðlum við að virkni þeirra sem hingað koma? Og gerum kröfur til okkar sjálfra um að móttökur séu með sómasamlegum hætti.“
Innflytjendamál Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. 5. ágúst 2025 07:33