Innlent

Feðrum í fæðingarorlofi fjölgar

Feðrum í orlofi hefur hlutfallslega fjölgað meira en mæðrum milli ára og kynjamunurinn er orðinn hverfandi. 50.5 prósent þeirra sem fengu greitt úr Fæðingarorlofssjóði í fyrra voru mæður en 49.5 prósent feður. Árið áður voru feður 46.3 prósent en mæður 53.7 prósent. Alls voru 10.663 foreldrar á vinnumarkaði í fæðingarorlofi á síðasta ári og hafði fjölgað milli ára um 1.083. Samtals greiddi Fæðingarorlofssjóður rúmlega sex milljarða króna til foreldra á síðasta ári, tæplega 3.4 milljónir til mæðra og rúmlega 2.8 milljónir til feðra. Fæðingarorlofssjóður greiðir enn fremur fæðingarstyrk til foreldra utan vinnumarkaðar og þeirra sem eru í námi. Þar fengu 1.570 foreldrar fæðingarstyrk á árinu 2004, 1.218 mæður og 352 feður. Í árslok 2004 nam skuld Fæðingarorlofssjóðs við ríkissjóð rúmum einum milljarði króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×