Fleiri fréttir

Gamli sáttmáli víst gamall

Sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur efasemdir um að Gamli sáttmáli, helsta plagg sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, sé yngri en talið var eins og haldið er fram í nýrri doktorsritgerð. Þar er því haldið fram að Gamli sáttmáli sé seinni tíma tilbúningur.

Hlutabréf seld í Íslandsbanka

Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í gær fyrir níu og hálfan milljarð króna, en rösklega fimm prósent hlutabréfa í bankanum skiptu um eigendur í gær.

2 daga fangelsi fyrir lakkrís

Árni Emanúelsson, ríflega fertugur Hafnfirðingur, segist jafnvel hafa í hyggju að sitja af sér dóm sem hann hlaut fyrir tilraun til smygls á 7,3 kílóum af sælgæti, mestmegnis lakkrís og hlaupi, 5,45 kílóum af skinku og 20 dósum af pepsí.

Fimmtán ára akandi og próflaus

Reykjavíkurlögreglan stöðvaði fimmtán ára ungling þar sem hann var að aka um Holtahverfi í nótt. Hann var að sjálfsögðu próflaus og hafði hann stolið bílnum.

Kærð fyrir húsbrot

Ríkissaksóknari hefur gefið út á ákærur á hendur þremenningunum sem mótmæltu með skyrskvettum á alþjóðlegu álráðstefnunni á Hótel Nordica fyrir skemmstu. Ákæran beinist gegn þeim Ólafi Páli Sigurðssyni, Paul Gill og loks Örnu Ösp Magnúsardóttur fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll.

Feðraorlof breytir fjölskyldulífi

Feðraorlof er að gjörbreyta fjölskyldulífi á Íslandi og í Danmörku, segir í fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Þar er fullyrt að á síðasta ári hafi nærri allir íslenskir feður tekið sér feðraorlof með nýfæddum börnum.

Matvöruverð aftur hækkandi

Íslenskir neytendur geta átt von á enn frekari hækkunum á matvöruverði á næstu mánuðum. Vísitala neysluverðs hækkaði um tvö prósent síðast þegar hún var mæld og gert er ráð fyrir enn frekari hækkun þegar vísitalan verður birt í næsta mánuði. 

Hans Markús fluttur til í starfi

Séra Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn verður fluttur til í starfi. Þetta er niðurstaða áfrýjunarnefndar kirkjunnar. Séra Hans Markús hefur stefnt biskupi Íslands fyrir hönd Þjóðkirkjunnar og krefst þess að niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar verði ógild.

Flugherinn tekur við varnarstöð

Flugherinn tekur við rekstri varnarstöðvarinnar í Keflavík á næsta ári. Þetta fullyrðir fréttavefur Víkurfrétta í Keflavík í frétt sem birtist í dag. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins mun flugherinn taka við rekstri stöðvarinnar þann 1. október á næsta ári.

Neytendasamtökin höfða mál

Neytendasamtökin hafa ákveðið að höfð mál á hendur olíufélaginu Esso, fyrir hönd eins félagsmanns samtakanna. Er krafist bóta vegna samráðs olíufélaganna. Kröfurnar sem settar eru fram eru á bilinu 300 til 400 þúsund krónur.

Fæst banaslys á Austurlandi

Flest banaslys á Íslandi á árunum 2001 til 2004 urðu á suður- suðvestur og norðurlandi. Fæst banaslys á þessum tíma urðu á Austurlandi. Rannsóknarnefnd umferðarslysa kynnti í morgun skýrslu um umferðarslys á Íslandi á árunum 2001 til 2004.

Stjórnsýsluúttekt á MÍ

Stjórn félags framhaldsskólakennara vonast til að niðurstaða úttektar menntamálaráðuneytisins á stjórnarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði, verði til þess að ráða bót á þeim vandamálum sem þar eru uppi á borðum.

Vilja samræma opnunartíma

Kaupmenn við Laugaveg í Reykjavík vilja langflestir samræma opnunartíma verslana í miðbænum samkvæmt könnun sem Þróunarfélag miðborgarinnar framkvæmdi nýlega.

Yfirfara hálendisvegi

Slysavarnarsvið Landsbjargar hyggst gera úttekt á vegum um hálendi landsins í sumar en tilefnið er að björgunarsveitum bárust að meðaltali tvö útköll hvern einasta dag síðasta sumar þar sem ferðamenn höfðu lent í erfiðleikum.

Samskip bætir við flotann

Skipafélagið GEEST north sea line, sem er dótturfélag Samskipa, hefur gengið frá samningi um leigu á fjórum nýjum gámaskipum sem verða afhent á næsta ári. Tvö skipanna verða eingöngu notuð á siglingaleiðum félagsins til Bretlands.

Merki um leiðbeinandi hraða

Vegagerðin hefur ákveðið að setja upp merki sem sýna leiðbeinandi hámarkshraða og verða þau sett upp við stofnvegi landsins. Þetta er eitt verkefna umferðaröryggisáætlunar til ársins 2008, sem var samþykkt á Alþingi á síðastliðð vor.

Börn geta ekki notað netbanka KB

Börn á aldrinum 11 til 18 ára þurfa að gera sérstaka samninga við KB Banka til að geta millifært og notað netbanka bankans. Foreldrar þurfa að skrifa undir samninginn sem forráðamenn barnsins.

Straumsvík gerir samning við OR

Álverið í Straumsvík tryggði sér í dag tæplega helminginn af þeirri orku sem til þarf vegna stækkunar álversins með samningi við Orkuveitu Reykjavíkur. Í samningnum felst að Alcan á Íslandi kaupi 200 megawött af Orkuveitunni. 

Duran Duran lentir

Meðlimir bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli klukkan þrjú í dag. Hljómsveitin heldur tónleika í Egilshöll annað kvöld. Klukkan fjögur hélt hljómsveitin blaðamannafund og verður nánar verður greint frá honum í fréttum stöðvar tvö í kvöld.

Skyrsletturum birt ákæra á morgun

Þremenningunum, Paul Gill, Arna Ösp Magnúsardóttir og Ólafur Páll Sigurðsson sem slettu grænleitu skyri á fundi Landsvirkjunar um miðjan mánuðinn verður birt ákæra á morgun. Skaðabótakrafa Nordica Hótel hljóðar upp á um 2,8 milljónir króna á þremenningana eða tæp ein milljón króna á hvern og einn.

Fyrsti metanknúði sorpbíllinn

Í gær var fyrsti metanknúni sorpbíll landsins tekinn í notkun, en hann er mun hljóðlátari en hefðbundnir díselbílar og veldur 80 % minni sótmengun, auk þess sem útblástur köfnunarefnisoxíðs er 60 % minni en í venjulegum sorpbílum.

Grunur um fíkniefnasölu

Rúmlega fertugur maður var í dag handtekinn í Reykjavík vegna gruns um fíkniefnasölu. Lögreglan gerði húsleit á tveimur stöðum og var lagt hald á fleiri en eina tegund fíkniefna.

Beltin bjarga

Í skýrslum Rannsóknarnefndar umferðarslysa um banaslys í umferðinni 2004 og umferðarslys erlendra ferðamanna á Íslandi sama ár kom fram að fækka mætti banaslysum á Íslandi um fimmtung ef bílbelti væru ávallt notuð.

Veiðimenn tregir að sleppa

Laxveiði hefur farið rólega af stað í ár ef undan er skilin veiði í Norðurá þar sem yfir fjögur hundruð laxar hafa komið á land, að sögn Páls Þórs Ármanns formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Laxá í Kjós hefur ekki reynst gjöful og þar hafa aðeins veiðst um sjötíu laxar það sem af er sumri en áin virðist þó vera að taka við sér.

Á sjötta þúsund að Gljúfrasteini

"Aðsóknin hefur verið nokkuð góð frá því að safnið var opnað," segir Guðný Dóra Gestsdóttir, forstöðumaður Gljúfrasteins, safns sem tileinkað er minningu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness.

Mælt með Sjöfn Þór

Ákveðið var á valnefndarfundi í Reykhólaprestakalli að leggja til að Sjöfn Þór guðfræðingur yrði skipuð sóknarprestur. Valnefndin hefur því lokið störfum en kirkjumálaráðherra skipar í embættið samkvæmt niðurstöðu hennar. Sjö aðrir umsækjendur voru um embættið.<font face="Helv"></font>

Styrktu hvalveiðimenn í banni

Sjávarútvegsráðuneytið veitti Félagi hrefnuveiðimanna átta milljóna króna styrk á ári frá árinu 1998 til ársins 2001en hrefnuveiðar voru bannaðar á þessum árum. Samtals námu styrkirnir 32 milljónum sem félagið fékk frá ráðuneytinu á þessum fjórum árum.

Lögfræðiálit um Ríkisendurskoðun

Lögfræðiálit sem stjórnarandstaðan kallaði eftir vegna einkavæðingar ríkisbankanna og aðkomu forsætisráðherra að henni verður kynnt á morgun. Lögfræðingarnir draga í efa að Ríkisendurskoðun hafi sinnt hlutverki sínu.

Verðhækkun á díselolíu

Menn eru farnir að hamstra dísilolíu. Næsta föstudag verður lítrinn af dísilolíu nánast jafndýr og bensínlítrinn. Einstaklingum er leyfilegt að kaupa 5000 lítra af olíu án þess að borga af henni þungaskatt og hafa margir nýtt sér það. Þungaskattur verður aflagður á föstudaginn næsta og olíugjald tekið upp í staðinn.

Vilja milljónirnar endurgreiddar

Mál Kers hf. á hendur íslenska ríkinu og samkeppnisyfirvöldum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fyrirtækið krefst þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í janúar verði felldur úr gildi, en til vara að sektargreiðslur fyrirtækisins verði stórlega lækkaðar.

Tökum þátt í 27 verkefnum

Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins hefur úthlutað 272 milljónum króna í fjögur verkefni sem Íslendingar taka þátt í. Nýverið fengu fimm verkefni vilyrði um styrk. Alls tekur Ísland þátt í 27 verkefnum sem í gangi eru á vegum Norðurslóðaáætlunarinnar.

Þrefaldur munur á boði og áætlun

Orkuveita Reykjavíkur hefur hafnað öllum tilboðum í lagningu ljósleiðara á Akranesi og Seltjarnarnesi þar sem þau voru langt yfir kostnaðaráætlunum fyrirtækisins. Stjórnarmaður í Orkuveitunni gagnrýnir fyrirtækið fyrir ranga áætlanagerð.

Beltin bjarga

Fjórir til fimm deyja í bílslysum á hverju ári vegna þess að þeir notuðu ekki bílbelti. Hert viðurlög og meiri forvarnir gætu orðið til þess að fækka banaslysum um fimmtung að mati rannsóknarnefndar umferðarslysa. Einungis eitt banaslys varð á austurlandi á síðasta ári en Suður og suðvestur hornið er slysamesta svæðið.

Stækkun Norðuráls á Grundartanga

Framkvæmdir við stækkun Norðuráls á Grundartanga ganga mjög vel. Nýtt fimmtíu metra hátt súráls-síló hefur verið reist á mettíma og vinna við kerskála hefur gengið vonum framar.

Hans Markús kærir biskup

"Strax í kjölfar niðurstöðu áfrýjunarnefndar sem birtist stefndi ég biskupi, fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, og öðrum málsaðilum fyrir Héraðsdóm Reykjaness til að krefjast ógildingar þess að Hans Markúsi skuli gert að færa sig til í starfi," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður Hans Markúsar Hafsteinssonar sóknarprests í Garðasókn.

FF fagnar rannsókn

Stjórn Félags framhaldskólakennara (FF) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að fram eigi að fara opinber rannsókn á stjórnarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði.

Fá 60 milljarða fyrir orkusölu

Fulltrúar Alcan á Íslandi og Orkuveitu Reykjavíkur hafa skrifað undir samkomulag um að Alcan kaupi af Orkuveitunni 200 MW af raforku vegna hugsanlegrar stækkunar álversins í Straumsvík.

Engin afstaða til Finns og Halldórs

Tveir hæstaréttarlögmenn hafa skilað álitsgerð sem þeir voru fengnir til að vinna að beiðni stjórnarandstöðunnar. Þeir telja margt í minnisblaði Ríkisendurskoðunar frá því um miðjan mánuðinn verulegum annmörkum háð. Bent er á sterk tengsl Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar.

S-hópurinn tengdist Halldóri

Efasemdir um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hlutu að vakna um leið og S-hópurinn svokallaði skilaði inn tilkynningu um áhuga á kaupum á hlut í bankanum.

Olís og Esso hækkuðu um krónu

Olíufélögin Olís og Esso hækkuðu bensínið um eina krónu lítrann í gær og er það þriðja hækkunin á tæpum mánuði. Búist er við að Skeljungur hækki verð í dag.

VG ræða framboðsmál í Reykjavík

Félagsmenn Vinstri grænna í Reykjavík ætla í kvöld að fjalla um framboðsmál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar en sem kunnugt er eru Vinstri grænir hluti R-listans. Líklegt er talið að Vinstri grænir muni velja frambjóðendur sína með innanflokksprófkjöri.

Fundað um myndatöku í Krísuvík

Það ræðst væntanlega á næstu klukkustundum hvort kvikmynda megi atriði í myndinni Flags of Our Fathers í Krísuvík. Í morgun hófst fundur í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar þar sem endanleg ákvörðun verður tekin.

Tvö ár til að laga fjárlagahallann

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun á morgun tilkynna Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, að Ítalir hafi tvö ár til að koma fjárlagahalla ríkisins undir þriggja prósenta mörkin sem Evrópusambandsríkin hafa sett sér.

Meiri svikastarfsemi á sumrin

Á sumrin lifnar yfir svikastarfsemi sem beinist að því að svíkja út fé af fyrirtækjum. Svo virðist sem þeim sem stunda þessa iðju treysti því að auðveldara sé að villa um fyrir sumarafleysingafólki heldur en starfsmönnum sem hafa meiri reynslu. Þetta kemur fram á vef Samtaka verslunar og þjónustu.

Sjá næstu 50 fréttir