Halldór vísar á Ríkisendurskoðun 30. júní 2005 00:01 Forsætisráðherra hefur ekkert að segja um pantað lögfræðiálit stjórnarandstöðunnar, eins og það er orðað. Hann vísar á Ríkisendurskoðun sem sé sjálfstæð eftirlitsstofnun Alþingis. Lögfræðingar sem unnu nýtt álit fyrir stjórnarandstöðuna segja að ráðherrann hafi verið starfsmaður ráðherranefndar um einkavæðingu í skilningi stjórnsýslulaga og hefði því átt að vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Eins og við sögðum frá í fréttum í gær, er það álit lögfræðinganna sem fjölluðu um minnisblað Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbanka til S-hópsins að það væri verulegum annmörkum háð. Ef stofnunin hefði ætlað að fjalla um hæfi ráðherrans hefði hún átt að gera það í úttektinni á sölu ríkisbankanna 2003. Lögfræðingarnir, Sif Konráðsdóttir og Björn L. Bergsson telja að Ríkisendurskoðun hefði átt að vera kunnugt um eignarhlut Skinneyjar Þinganess í Hesteyri þrátt fyrir rangar upplýsingar S hópsins. Og þrátt fyrir að forsætisráðherra segi að honum hafi verið ókunnugt um aðild ættingja sinna að félaginu. Ítarlega hafi verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Lögfræðingarnir líta svo á að við mat á fjárhagslegum hagsmunum Halldórs og ættingja hans beri að líta til helmings eignarhlutar Hesteyrar í Keri frá 16 ágúst 2002 til 19. nóvember 2002 þegar fjölskyldan hafi átt að minnsta kosti þrjátíu og sex prósent. Á þessum tíma fór fram valið á S hópnum sem kaupanda en Ker var hluti af honum. Þeir segja hinsvegar að hann hafi, í skilningi stjórnsýslulaga, verið starfsmaður nefndarinnar sem varaformaður hennar. Honum hafi því borið að vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Þá ráði veikindi Halldórs í október og nóvember 2002 engum úrslitum um hæfi hans, þar sem málið hafi hafist í lok júní 2002 og staðið fram í miðjan janúar 2003. Þá hefði Ríkisendurskoðun, segja lögfræðingarnir ef hún hefði ætlað að gera heildarúttekt, þurft að skoða, tengsl Halldórs Ásgrímsssonar við einstaklinga sem voru í forsvari fyrir S-hópinn. Þar kemur sterkur inn Finnur Ingólfsson sem hefur verið náinn samstarfsmaður, aðstoðarmaður og vinur Halldórs Ásgrímssonar í meira en þrjá áratugi. Finnur Ingólfsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Ríkisendurskoðandi lét ekki ná í sig í dag. Þær upplýsingar fengust hjá ritara að hann væri á fjöllum. Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Forsætisráðherra hefur ekkert að segja um pantað lögfræðiálit stjórnarandstöðunnar, eins og það er orðað. Hann vísar á Ríkisendurskoðun sem sé sjálfstæð eftirlitsstofnun Alþingis. Lögfræðingar sem unnu nýtt álit fyrir stjórnarandstöðuna segja að ráðherrann hafi verið starfsmaður ráðherranefndar um einkavæðingu í skilningi stjórnsýslulaga og hefði því átt að vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Eins og við sögðum frá í fréttum í gær, er það álit lögfræðinganna sem fjölluðu um minnisblað Ríkisendurskoðunar um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbanka til S-hópsins að það væri verulegum annmörkum háð. Ef stofnunin hefði ætlað að fjalla um hæfi ráðherrans hefði hún átt að gera það í úttektinni á sölu ríkisbankanna 2003. Lögfræðingarnir, Sif Konráðsdóttir og Björn L. Bergsson telja að Ríkisendurskoðun hefði átt að vera kunnugt um eignarhlut Skinneyjar Þinganess í Hesteyri þrátt fyrir rangar upplýsingar S hópsins. Og þrátt fyrir að forsætisráðherra segi að honum hafi verið ókunnugt um aðild ættingja sinna að félaginu. Ítarlega hafi verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Lögfræðingarnir líta svo á að við mat á fjárhagslegum hagsmunum Halldórs og ættingja hans beri að líta til helmings eignarhlutar Hesteyrar í Keri frá 16 ágúst 2002 til 19. nóvember 2002 þegar fjölskyldan hafi átt að minnsta kosti þrjátíu og sex prósent. Á þessum tíma fór fram valið á S hópnum sem kaupanda en Ker var hluti af honum. Þeir segja hinsvegar að hann hafi, í skilningi stjórnsýslulaga, verið starfsmaður nefndarinnar sem varaformaður hennar. Honum hafi því borið að vekja athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu. Þá ráði veikindi Halldórs í október og nóvember 2002 engum úrslitum um hæfi hans, þar sem málið hafi hafist í lok júní 2002 og staðið fram í miðjan janúar 2003. Þá hefði Ríkisendurskoðun, segja lögfræðingarnir ef hún hefði ætlað að gera heildarúttekt, þurft að skoða, tengsl Halldórs Ásgrímsssonar við einstaklinga sem voru í forsvari fyrir S-hópinn. Þar kemur sterkur inn Finnur Ingólfsson sem hefur verið náinn samstarfsmaður, aðstoðarmaður og vinur Halldórs Ásgrímssonar í meira en þrjá áratugi. Finnur Ingólfsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag. Ríkisendurskoðandi lét ekki ná í sig í dag. Þær upplýsingar fengust hjá ritara að hann væri á fjöllum.
Fréttir Innlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira