Stefnir í upplausn R-listans 30. júní 2005 00:01 Auknar líkur eru á að störfum viðræðunefndar flokka R-listans ljúki með því að listinn verði leystur upp, segir heimildarmaður Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna. Það er ágreiningur Vinstri grænna og Samfylkingar um fjölda fulltrúa hvers flokks á listanum sem gæti riðið R-listanum að fullu. Sá ágreiningur byggist á því að Samfylkingin vill fá fjóra til fimm borgarfulltrúa eða láta kjósa inn á listann í opnu prófkjöri meðan Vinstri grænir vilja tryggja jafna aðkomu flokkanna. Heimildarmaður blaðsins segir enn fremur að greina megi á mörgum Samfylkingarmönnum að þeir líti á Vinstri græna sem olnbogabarn sem gott væri að losa sig við eftir að þeir reyndust Samfylkingunni erfiður ljár í þúfu, bæði þegar Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri og í Landsvirkjunarmálinu. Sverrir Jakobsson, varamaður Vinstri grænna í viðræðunefnd um R-listann , segir að ef ekki náist sátt um málið muni flokkarnir bjóða fram hver í sínu lagi en þó ganga bundnir til kosninga. Annar heimildarmaður Vinstri grænna telur hins vegar litlar líkur á því að Samfylkingin sjái hag sinn í því þar sem flokkurinn muni reyna að ná fylgi frá hægri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aldrei hafi verið jafnt hlutfall fulltrúa flokkanna á listanum heldur hafi alltaf verið litið til fylgis flokkanna enda sé það lýðræðislegt. Hún segir Samfylkinguna síður en svo líta á VG sem olnbogabarn þótt flokkarnir hafi tekist á sem samstarfsflokkar. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu vilja Framsóknarmenn hins vegar í fremstu lög halda samstarfinu áfram og hafa í þeirri viðleitni rætt það lauslega að láta Orkuveituna í hendur Vinstri grænna. Fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni segist ekki kannast við að fulltrúar samstarfsflokkanna tveggja séu farnir að hóta því að bjóða fram einir. Hann segir Orkuveituna ekki heilagt vígi Framsóknarmanna. Viðræðunefndin kemur aftur saman á mánudaginn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Auknar líkur eru á að störfum viðræðunefndar flokka R-listans ljúki með því að listinn verði leystur upp, segir heimildarmaður Fréttablaðsins úr röðum Vinstri grænna. Það er ágreiningur Vinstri grænna og Samfylkingar um fjölda fulltrúa hvers flokks á listanum sem gæti riðið R-listanum að fullu. Sá ágreiningur byggist á því að Samfylkingin vill fá fjóra til fimm borgarfulltrúa eða láta kjósa inn á listann í opnu prófkjöri meðan Vinstri grænir vilja tryggja jafna aðkomu flokkanna. Heimildarmaður blaðsins segir enn fremur að greina megi á mörgum Samfylkingarmönnum að þeir líti á Vinstri græna sem olnbogabarn sem gott væri að losa sig við eftir að þeir reyndust Samfylkingunni erfiður ljár í þúfu, bæði þegar Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri og í Landsvirkjunarmálinu. Sverrir Jakobsson, varamaður Vinstri grænna í viðræðunefnd um R-listann , segir að ef ekki náist sátt um málið muni flokkarnir bjóða fram hver í sínu lagi en þó ganga bundnir til kosninga. Annar heimildarmaður Vinstri grænna telur hins vegar litlar líkur á því að Samfylkingin sjái hag sinn í því þar sem flokkurinn muni reyna að ná fylgi frá hægri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aldrei hafi verið jafnt hlutfall fulltrúa flokkanna á listanum heldur hafi alltaf verið litið til fylgis flokkanna enda sé það lýðræðislegt. Hún segir Samfylkinguna síður en svo líta á VG sem olnbogabarn þótt flokkarnir hafi tekist á sem samstarfsflokkar. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu vilja Framsóknarmenn hins vegar í fremstu lög halda samstarfinu áfram og hafa í þeirri viðleitni rætt það lauslega að láta Orkuveituna í hendur Vinstri grænna. Fulltrúi Framsóknarflokksins í viðræðunefndinni segist ekki kannast við að fulltrúar samstarfsflokkanna tveggja séu farnir að hóta því að bjóða fram einir. Hann segir Orkuveituna ekki heilagt vígi Framsóknarmanna. Viðræðunefndin kemur aftur saman á mánudaginn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira