Innlent

Lögreglumenn sekta sem aldrei fyrr

Lögreglumenn um allt land biðu ekki boðana í gær, eftir að skrifað hafði verið undir samning Ríkislögreglustjóra og Umferðarstofu um stórhert eftirlit á þjóðvegunum næstu þrjá mánuðina, og stöðvuðu og sektuðu tugi ökumanna. Selfosslögreglan stöðvaði þrettán, Akureyrarlögreglan fimmtán, Borgarneslögreglan tólf og Blönduóslögreglan þrjátíu, svo dæmi séu tekin. Eitt versta dæmið var þó að lögreglan á Snæfellsnesi stöðvaði lítinn hópferðabíl með farþegum í, eftir að hann hafði mælst á tæplega 120 kílómetra hraða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×