Fleiri fréttir Árekstur á Gjábakkavegi Árekstur varð á milli rútu og jepplings um klukkan þrjú í dag á Gjábakkavegi. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðum áttum. Selfosslögregla segir tvo af fjórum farþegum jeppans hafa meiðst lítillega, en aðra ekki. Jeppinn er mikið skemmdur en rútan ók af vettvangi full farþegum. 8.8.2004 00:01 Listasumar í Súðavík Listasumri í Súðavík var slitið í dag. Síðustu fjóra daga hafa þjóðþekktir og heimsþekktir listamenn tekið þátt í fjölskylduskemmtun með heimamönnum. Listasumarið var sett á fimmtudagskvöld og hefur staðið yfir alla helgina. 8.8.2004 00:01 Litrík indversk list Þrír af þekktustu myndlistamönnum Indlands eru staddir hér á landi. Óvenjumikil litagleði ríkir í verkum þeirra sem þeir skýra með því að landið sjálft sé fullt af litum og andstæðum, bæði í landslagi og menningu. 8.8.2004 00:01 Margir gripir fundist að Hólum Um tíu þúsund gripir hafa fundist við fornleifauppgröft við Hóla í Hjaltadal í sumar. Sjötíu fornleifafræðingar víða að úr heiminum sóttu ráðstefnu um Hólarannsóknina um helgina. Þetta er þriðja sumar Hólarannsóknar og hefur uppgröfturinn fætt af sér ýmsar merkar niðurstöður. 8.8.2004 00:01 Vill jákvæða kosningabaráttu Helga Árnadóttir, sem býður sig fram til formanns Heimdallar, segir mikilvægt að kosningabaráttan verði háð á jákvæðum nótum, en mótframbjóðandi hennar fór hörðum orðum um félagið í gær og segir það fámenna valdaklíku. 8.8.2004 00:01 Fjallað um hlaup í bók Ómars Í bók Ómars Ragnarssonar, Kárahnjúkar með og á móti, er fjallað um svokölluð hamfarahlaup á svæðinu en þeim fylgja miklir vatnavextir í Jöklu. Skiptar skoðanir eru á því hvort stíflurnar á svæðinu standist slík áhlaup. 8.8.2004 00:01 Ráðherra ekki heyrt af óánægju Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa heyrt af óánægju innan SÁÁ með þann þjónustusamning sem er í gildi við ríkið. Stjórn samtakanna hefur gagnrýnt heilbrigðisyfirvöld fyrir að taka engan þátt í kostnaði við meðferð ungra sprautufíkla. 8.8.2004 00:01 Vilja öll Norðurlönd í ESB Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga. 8.8.2004 00:01 Davíð líklega útskrifaður á morgun Búist er við að forsætisráðherra verði útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun. Hann þarf ekki að undirgangast geisla- eða lyfjameðferð vegna þeirra illkynja æxla sem fjarlægð voru. Líklegast er talið að hann taki sæti í ríkisstjórn á ný. 8.8.2004 00:01 Stunginn í Hafnarstræti 19 ára piltur var stunginn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Meiðsli hans voru ekki talin það alvarleg að ástæða þætti til að leggja hann inn. 7.8.2004 00:01 Opinber heimsókn forsætisráðherra Opinber heimsókn forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, hingað til lands hefst í dag. Hún hefst með hádegisverði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu en eftir hádegi verður farið með Vanhanen og eiginkonu hans í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. 7.8.2004 00:01 Eldur í hlöðu í Hólmatungu Eldur kom upp í hlöðu í Hólmatungu í Jökulsárhlíð laust fyrir klukkan átta í morgun. Slökkvilið Vopnafjarðar og Egilsstaða voru kvödd á staðinn ásamt björgunarsveitarmönnum. Eldurinn kom upp í ópökkuðum heyrúllum í hlöðunni og gekk afar erfiðlega að slökkva eldinn að sögn Egilsstaðalögreglu. 7.8.2004 00:01 Gay Pride gangan í dag Búist er við um 20 þúsund manns í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar gleðiganga Hinsegin daga fer niður Laugaveginn. Hinsegin dagar, eða Gay Pride, eru haldnir hátíðlegir víða um heim um þetta leiti árs. Hápunkturinn hér á landi er Gleðigangan niður Laugaveg, 7.8.2004 00:01 SÁÁ segir ástandið óviðundandi Heilbrigðisyfirvöld taka engan þátt í kostnaði við meðferð ungra sprautufíkla, sem háðir eru ópíumefnum eins og morfíni og heróíni, og sækja meðferð á göngudeild við Sjúkrahúsið Vog. SÁÁ segir ástandið óviðunandi. 7.8.2004 00:01 Fiskidagurinn mikli á Dalvík í dag Fiskidagurinn mikli er haldinn með pompi og pragt á Dalvík í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Dalvíkingar halda þennan dag á hafnarsvæðinu. Júlíus Júlíusson er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hann segir að allt gangi eins og í fallegu ævintýri, logn og sól sé á Dalvík í dag og allir séu glaðir. 7.8.2004 00:01 Búist við auknum flóðum Búist er við að flóðin í Jöklu aukist eftir helgi. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun segir að ástandið eystra sé þó gott núna miðað við síðustu daga. Hann segir að talsvert hafi sjatnað í ánni. Minna væri í henni í gær en í fyrradag og minna í dag en í gær. 7.8.2004 00:01 Ekkert að bremsunum Ekkert var að öryggisbúnaði vörubifreiðarinnar sem fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal fyrr í vikunni. Tæknifræðingar Frumherja hafa rannsakað bifreiðina og að sögn Jóhannesar B. Björgvinssonar, lögregluvarðstjóra í Búðardal, var hemlabúnaður bílsins nýlegur, þrátt fyrir að dregist hefði að fara með bílinn í endurskoðun. 7.8.2004 00:01 Nýr jarðbor tekinn í notkun Jarðboranir hafa tekið í notkun nýjan hátæknibor sem er sá stærsti hér á landi. Kaupverðið ásamt fullum búnaði er um 600 milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Jarðborunum segir að kaupin á bornum komi til vegna vaxandi verkefna innanlands sem utan og mikilvægi þess að standast fjölþjóðlega samkeppni. 7.8.2004 00:01 Aldrei jafn margir á Gay-pride Talið er að um 40.000 þúsund manns séu samankomnir í miðborg Reykjavíkur á hátíðahöldum Hinsegin daga. Fyrr í dag gengu þúsundir manna í skrúðgöngu frá Hlemmi og niður á Lækjartorg þar sem hátíðardagskrá hefur staðið yfir síðan rúmlega fjögur. 7.8.2004 00:01 Aðsóknarmet á fiskidegi Aðsóknarmet var sett á Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Um þrjátíu þúsund manns voru á staðnum og framkvæmdastjórinn segir það aldrei hafa staðið tæpara með að eiga mat ofan í alla. Fiskidagurinn á Dalvík var haldinn í fjórða sinn. Fiskverkendur í Dalvíkurbyggð standa að þessum fjölskyldudegi 7.8.2004 00:01 Bitist um formannssæti Heimdallar Tveir ætla að bítast um formannsstólinn í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Helga Árnadóttir gæti verið annar kvenkynsformaðurinn í sögu félagsins, en Bolli Thoroddsen segir Heimdall klíku örfárra sem breyti reglum eins og hentar 7.8.2004 00:01 Tryggingamiðstöðin áfrýjar dómi Tryggingamiðstöðin hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að félagið skuli greiða út líftryggingu konu, sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum fyrir um tveimur árum. 7.8.2004 00:01 Spáð enn meira rennsli í Jökulsá Veðurstofan spáir enn meira rennsli í Jökulsá á Dal eftir helgi. Menn við Kárahnjúka búa sig undir það versta og hafa bætt hraustlega ofan á varnarstífluna. Verulega hefur dregið úr rennsli í ánni síðasta sólarhring. 7.8.2004 00:01 Hátt í 40 þúsund manns í göngunni Hátt í fjörtíu þúsund manns tóku þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga niður Laugaveg í dag og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Mikil samkennd ríkti í göngunni og segja hommar og lesbíur viðhorf samfélagsins gagnvart þeim hafa gjörbreyst á síðastliðnum árum. 7.8.2004 00:01 Ræddi Evrópumál við Halldór Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. 7.8.2004 00:01 Varnargarður stenst vatnavexti Vinnu við að styrkja og breikka varnargarðinn við Kárahnjúkastíflu sem óttast var á tímabili að léti undan er nú lokið. 7.8.2004 00:01 Grjót þeyttist við sprengingu Möl og grjót þeyttust út á þjóðveginn á austanverðu Tjörnesi í nótt þegar sprengisérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengdu í grenndinni tuttugu og fimm kíló af mjög öflugu sprengiefni sem vegfarandi hafði rekist þar á í grennd við þjóðveginn. 6.8.2004 00:01 Eldur kviknaði í vörubíl Tveir menn sluppu ómeiddir þegar eldur kviknaði í vörubíl sem þeir voru á rétt fyrir utan Stykkishólm undir kvöld í gær. Þeir urðu varir við reyk og komu sér strax út úr bílnum en rétt í því urðu vélarhúsið og ökumannshúsið alelda. 6.8.2004 00:01 Tólf ára á Ólympíuleikana Tólf ára gömul íslensk stúlka, Esther Viktoría Ragnarsdóttir, er á leiðinni á Ólympíuleikana í Aþenu nú í ágúst. Esther vann myndasamkeppnina „Ólympíuleikar ímyndunaraflsins“ sem haldin var á vegum Visa International fyrr á þessu ári en tuttugu og níu börn frá sautján löndum fá að fara á Ólympíluleikana í fylgd forráðamanns í kjölfar þátttöku sinnar í keppninni. 6.8.2004 00:01 Vinna liggur enn niðri Hættuástand skapaðist við Kárahnjúkavirkjun í gærkvöldi þegar vatn úr Jöklu fór að streyma í gegnum varnarstífluna sem á að verja vinnusvæðið ofan í gljúfrinu. Starfsmenn yfirgáfu svæðið í skyndingu og liggur vinna enn niðri vegna vatnsaga. Nokkru síðar var þar orðið fjögurra metra djúpt vatn. 6.8.2004 00:01 Mannleg reisn með vasapeningum Rauði krossinn telur hælisleitendur hér á landi frekar viðhalda mannlegri reisn fái þeir úthlutað vasapeningum sem var hætt að úthluta þegar Reykjanesbær tók við umsjá hælisleitenda af Rauða krossinum. Félagsmálastjóri Reykjanesbæjar segir koma til greina að setja einhver skilyrði fyrir greiðslu vasapeninga. 6.8.2004 00:01 Eins konar síldarævintýri Síld veður nú í yfirborði sjávar víða fyrir norðan land en slíkt hefur ekki gerst áratugum saman. Að sögn Sverris Ólafssonar á trillunni Gyðu Jónsdóttur stekkur síldin í hundruða þúsunda tali upp úr yfirborðinu og lætur sig detta niður á hliðina þannig að til að sjá er eins og sjórinn kraumi. 6.8.2004 00:01 Rás 1 og 2 lágu niðri Bilun í spennugjafa í útsendingarborði Rásar 2 í morgun varð til þess að útsendingar beggja rása Ríkisútvarpsins lágu niðri í fimmtán mínútur á höfuðborgarsvæðinu. Deildarstjóri hljóðdeildar RÚV telur ekki þörf á frekari aðgreiningu rafkerfisins. Útsendingarrofið hefði verið minna ef rafmagn hefði farið af öllu húsnæðinu. 6.8.2004 00:01 114 húsbílar í hópferð Á þriðja hundrað útlendinga á 114 húsbílum eru lagðir upp í þriggja vikna hópferð um landið og er stefnt að því að efna til svona ferða árlega. Fólk og bílar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær og í gærkvöldi var safnast saman á knattspyrnuvellinum í Fellabæ þar sem fólkið gisti í bílum sínum. 6.8.2004 00:01 Niðurstaða skoðunar send lögreglu Lögreglunni í Búðardal verður í dag send niðurstaða skoðunar sérfræðinga Frumherja á bremsubúnaði vörubílsins sem gjöreyðilagðist þegar hann fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal á þriðjudaginn. Jón Hjalti Ásmundsson, tæknistjóri ökutækjasviðs Frumherja, skoðaði bílinn í gær ásamt skoðunarmanni í Borgarnesi. 6.8.2004 00:01 Stíflan komin í 488 metra Bráðabirgðastífla við Kárahnjúka, sem lak meðfram í gær inn á vinnusvæðið í gljúfrinu fyrir neðan, er komin í 488 metra. Stefnt er að því að hún verði komin í 490 metra á næsta sólarhring en verkið er tímafrekt þar sem stíflan er tuttugu og fimm metra breið. 6.8.2004 00:01 Forsætisráðherra Finna í heimsókn Forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen og frú, koma í opinbera heimsókn til Íslands á morgun. Í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu verður svokallaður vinnuhádegisverður og svo fara þau í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. 6.8.2004 00:01 Fjármunaeign 57% meiri Á fimm árum hefur fjármunaeign landsmanna aukist um 57 prósent, eða um tæpan milljarð króna. Hagstofan birti nýjar tölu í morgun um fjármunaeign og ef aðeins er litið til íbúðarhúsnæðis er sú tala í rúmum 1,1 milljarði og hefur hún aukist um tæpa 500 milljarða króna á verðlagi hvers árs. 6.8.2004 00:01 Vinnutap upp á 10 daga Áætlað er að vinnutap vegna vatnavaxta í Jöklu við Kárahnjúkavirkjun nemi tíu dögum. Er þá litið til þeirra tafa sem hafa orðið og munu verða á næstunni en nú er unnið hörðum höndum að því að hækka bráðabirgðastífluna sem lak meðfram inn á vinnusvæðið í gær. 6.8.2004 00:01 Áhafnaskipti við Svalbarða Ný tuttugu og sex manna áhöfn fór um borð í Samherjatogarann Vilhelm Þorsteinsson við Svalbarða í síðustu viku. Leiguflugvél frá Flugfélagi Íslands flaug með áhöfnina frá Akureyri til Longerbyen á Svalbarða og sparaðist með því átta hundruð mílna sigling til Íslands. 6.8.2004 00:01 Hafnarfjarðarhöfn lokað Nú er verið að vinna að því að loka Hafnarfjarðarhöfn en þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi lög um siglingavernd sem stuðla m.a. að því að loka þarf hafnarsvæðum til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar eða hlutir komist að skipum. Ennfremur verður haftasvæðum hafna lokað þar sem farmur er geymdur til útflutnings. 6.8.2004 00:01 Gæsluvarðhaldsúrskurður ógiltur Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Ragnari Sigurjónssyni sem nýverið var framseldur frá Tælandi eftir að hafa farið huldu höfði í fimm ár. Honum er hins vegar gert að sæta farbanni til 23. ágúst næstkomandi. 6.8.2004 00:01 Hvaða ráðherra kveður? Staða Jóns Kristjánssonar innan ríkisstjórnarinnar þykir síst sterkari en Sivjar Friðleifsdóttur. Enn mega þau þó bíða þess að Halldór Ásgrímsson deili ákvörðun sinni því ólíklegt er að hún verði tilkynnt þennan mánuðinn. 6.8.2004 00:01 Spara tíma og peninga Áhafnarskipti voru gerð á fjölveiðiskipinu Vilhelmi Þorsteinssyni EA 11 á Svalbarða í síðustu viku. Í tilkynningu frá Samherja hf. sem gerir út skipið, er þetta í fyrsta skipti sem send er leiguflugvél til Longerbyen á Svalbarða í þessum erindagjörðum. 6.8.2004 00:01 Útsending RÚV Útsendingar Rásar 1 og Rásar 2 rofnuðu rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun vegna rafmagnsbilunar. Gripið var til neyðaráætlunar Útvarpsins og var útsending á samtengdum rásum komin á FM-kerfið utan Reykjavíkur og á langbylgju um allt land fimm mínútum síðar. 6.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Árekstur á Gjábakkavegi Árekstur varð á milli rútu og jepplings um klukkan þrjú í dag á Gjábakkavegi. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðum áttum. Selfosslögregla segir tvo af fjórum farþegum jeppans hafa meiðst lítillega, en aðra ekki. Jeppinn er mikið skemmdur en rútan ók af vettvangi full farþegum. 8.8.2004 00:01
Listasumar í Súðavík Listasumri í Súðavík var slitið í dag. Síðustu fjóra daga hafa þjóðþekktir og heimsþekktir listamenn tekið þátt í fjölskylduskemmtun með heimamönnum. Listasumarið var sett á fimmtudagskvöld og hefur staðið yfir alla helgina. 8.8.2004 00:01
Litrík indversk list Þrír af þekktustu myndlistamönnum Indlands eru staddir hér á landi. Óvenjumikil litagleði ríkir í verkum þeirra sem þeir skýra með því að landið sjálft sé fullt af litum og andstæðum, bæði í landslagi og menningu. 8.8.2004 00:01
Margir gripir fundist að Hólum Um tíu þúsund gripir hafa fundist við fornleifauppgröft við Hóla í Hjaltadal í sumar. Sjötíu fornleifafræðingar víða að úr heiminum sóttu ráðstefnu um Hólarannsóknina um helgina. Þetta er þriðja sumar Hólarannsóknar og hefur uppgröfturinn fætt af sér ýmsar merkar niðurstöður. 8.8.2004 00:01
Vill jákvæða kosningabaráttu Helga Árnadóttir, sem býður sig fram til formanns Heimdallar, segir mikilvægt að kosningabaráttan verði háð á jákvæðum nótum, en mótframbjóðandi hennar fór hörðum orðum um félagið í gær og segir það fámenna valdaklíku. 8.8.2004 00:01
Fjallað um hlaup í bók Ómars Í bók Ómars Ragnarssonar, Kárahnjúkar með og á móti, er fjallað um svokölluð hamfarahlaup á svæðinu en þeim fylgja miklir vatnavextir í Jöklu. Skiptar skoðanir eru á því hvort stíflurnar á svæðinu standist slík áhlaup. 8.8.2004 00:01
Ráðherra ekki heyrt af óánægju Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa heyrt af óánægju innan SÁÁ með þann þjónustusamning sem er í gildi við ríkið. Stjórn samtakanna hefur gagnrýnt heilbrigðisyfirvöld fyrir að taka engan þátt í kostnaði við meðferð ungra sprautufíkla. 8.8.2004 00:01
Vilja öll Norðurlönd í ESB Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga. 8.8.2004 00:01
Davíð líklega útskrifaður á morgun Búist er við að forsætisráðherra verði útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun. Hann þarf ekki að undirgangast geisla- eða lyfjameðferð vegna þeirra illkynja æxla sem fjarlægð voru. Líklegast er talið að hann taki sæti í ríkisstjórn á ný. 8.8.2004 00:01
Stunginn í Hafnarstræti 19 ára piltur var stunginn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Meiðsli hans voru ekki talin það alvarleg að ástæða þætti til að leggja hann inn. 7.8.2004 00:01
Opinber heimsókn forsætisráðherra Opinber heimsókn forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, hingað til lands hefst í dag. Hún hefst með hádegisverði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu en eftir hádegi verður farið með Vanhanen og eiginkonu hans í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. 7.8.2004 00:01
Eldur í hlöðu í Hólmatungu Eldur kom upp í hlöðu í Hólmatungu í Jökulsárhlíð laust fyrir klukkan átta í morgun. Slökkvilið Vopnafjarðar og Egilsstaða voru kvödd á staðinn ásamt björgunarsveitarmönnum. Eldurinn kom upp í ópökkuðum heyrúllum í hlöðunni og gekk afar erfiðlega að slökkva eldinn að sögn Egilsstaðalögreglu. 7.8.2004 00:01
Gay Pride gangan í dag Búist er við um 20 þúsund manns í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar gleðiganga Hinsegin daga fer niður Laugaveginn. Hinsegin dagar, eða Gay Pride, eru haldnir hátíðlegir víða um heim um þetta leiti árs. Hápunkturinn hér á landi er Gleðigangan niður Laugaveg, 7.8.2004 00:01
SÁÁ segir ástandið óviðundandi Heilbrigðisyfirvöld taka engan þátt í kostnaði við meðferð ungra sprautufíkla, sem háðir eru ópíumefnum eins og morfíni og heróíni, og sækja meðferð á göngudeild við Sjúkrahúsið Vog. SÁÁ segir ástandið óviðunandi. 7.8.2004 00:01
Fiskidagurinn mikli á Dalvík í dag Fiskidagurinn mikli er haldinn með pompi og pragt á Dalvík í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Dalvíkingar halda þennan dag á hafnarsvæðinu. Júlíus Júlíusson er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hann segir að allt gangi eins og í fallegu ævintýri, logn og sól sé á Dalvík í dag og allir séu glaðir. 7.8.2004 00:01
Búist við auknum flóðum Búist er við að flóðin í Jöklu aukist eftir helgi. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun segir að ástandið eystra sé þó gott núna miðað við síðustu daga. Hann segir að talsvert hafi sjatnað í ánni. Minna væri í henni í gær en í fyrradag og minna í dag en í gær. 7.8.2004 00:01
Ekkert að bremsunum Ekkert var að öryggisbúnaði vörubifreiðarinnar sem fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal fyrr í vikunni. Tæknifræðingar Frumherja hafa rannsakað bifreiðina og að sögn Jóhannesar B. Björgvinssonar, lögregluvarðstjóra í Búðardal, var hemlabúnaður bílsins nýlegur, þrátt fyrir að dregist hefði að fara með bílinn í endurskoðun. 7.8.2004 00:01
Nýr jarðbor tekinn í notkun Jarðboranir hafa tekið í notkun nýjan hátæknibor sem er sá stærsti hér á landi. Kaupverðið ásamt fullum búnaði er um 600 milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Jarðborunum segir að kaupin á bornum komi til vegna vaxandi verkefna innanlands sem utan og mikilvægi þess að standast fjölþjóðlega samkeppni. 7.8.2004 00:01
Aldrei jafn margir á Gay-pride Talið er að um 40.000 þúsund manns séu samankomnir í miðborg Reykjavíkur á hátíðahöldum Hinsegin daga. Fyrr í dag gengu þúsundir manna í skrúðgöngu frá Hlemmi og niður á Lækjartorg þar sem hátíðardagskrá hefur staðið yfir síðan rúmlega fjögur. 7.8.2004 00:01
Aðsóknarmet á fiskidegi Aðsóknarmet var sett á Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Um þrjátíu þúsund manns voru á staðnum og framkvæmdastjórinn segir það aldrei hafa staðið tæpara með að eiga mat ofan í alla. Fiskidagurinn á Dalvík var haldinn í fjórða sinn. Fiskverkendur í Dalvíkurbyggð standa að þessum fjölskyldudegi 7.8.2004 00:01
Bitist um formannssæti Heimdallar Tveir ætla að bítast um formannsstólinn í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Helga Árnadóttir gæti verið annar kvenkynsformaðurinn í sögu félagsins, en Bolli Thoroddsen segir Heimdall klíku örfárra sem breyti reglum eins og hentar 7.8.2004 00:01
Tryggingamiðstöðin áfrýjar dómi Tryggingamiðstöðin hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að félagið skuli greiða út líftryggingu konu, sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum fyrir um tveimur árum. 7.8.2004 00:01
Spáð enn meira rennsli í Jökulsá Veðurstofan spáir enn meira rennsli í Jökulsá á Dal eftir helgi. Menn við Kárahnjúka búa sig undir það versta og hafa bætt hraustlega ofan á varnarstífluna. Verulega hefur dregið úr rennsli í ánni síðasta sólarhring. 7.8.2004 00:01
Hátt í 40 þúsund manns í göngunni Hátt í fjörtíu þúsund manns tóku þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga niður Laugaveg í dag og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Mikil samkennd ríkti í göngunni og segja hommar og lesbíur viðhorf samfélagsins gagnvart þeim hafa gjörbreyst á síðastliðnum árum. 7.8.2004 00:01
Ræddi Evrópumál við Halldór Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. 7.8.2004 00:01
Varnargarður stenst vatnavexti Vinnu við að styrkja og breikka varnargarðinn við Kárahnjúkastíflu sem óttast var á tímabili að léti undan er nú lokið. 7.8.2004 00:01
Grjót þeyttist við sprengingu Möl og grjót þeyttust út á þjóðveginn á austanverðu Tjörnesi í nótt þegar sprengisérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengdu í grenndinni tuttugu og fimm kíló af mjög öflugu sprengiefni sem vegfarandi hafði rekist þar á í grennd við þjóðveginn. 6.8.2004 00:01
Eldur kviknaði í vörubíl Tveir menn sluppu ómeiddir þegar eldur kviknaði í vörubíl sem þeir voru á rétt fyrir utan Stykkishólm undir kvöld í gær. Þeir urðu varir við reyk og komu sér strax út úr bílnum en rétt í því urðu vélarhúsið og ökumannshúsið alelda. 6.8.2004 00:01
Tólf ára á Ólympíuleikana Tólf ára gömul íslensk stúlka, Esther Viktoría Ragnarsdóttir, er á leiðinni á Ólympíuleikana í Aþenu nú í ágúst. Esther vann myndasamkeppnina „Ólympíuleikar ímyndunaraflsins“ sem haldin var á vegum Visa International fyrr á þessu ári en tuttugu og níu börn frá sautján löndum fá að fara á Ólympíluleikana í fylgd forráðamanns í kjölfar þátttöku sinnar í keppninni. 6.8.2004 00:01
Vinna liggur enn niðri Hættuástand skapaðist við Kárahnjúkavirkjun í gærkvöldi þegar vatn úr Jöklu fór að streyma í gegnum varnarstífluna sem á að verja vinnusvæðið ofan í gljúfrinu. Starfsmenn yfirgáfu svæðið í skyndingu og liggur vinna enn niðri vegna vatnsaga. Nokkru síðar var þar orðið fjögurra metra djúpt vatn. 6.8.2004 00:01
Mannleg reisn með vasapeningum Rauði krossinn telur hælisleitendur hér á landi frekar viðhalda mannlegri reisn fái þeir úthlutað vasapeningum sem var hætt að úthluta þegar Reykjanesbær tók við umsjá hælisleitenda af Rauða krossinum. Félagsmálastjóri Reykjanesbæjar segir koma til greina að setja einhver skilyrði fyrir greiðslu vasapeninga. 6.8.2004 00:01
Eins konar síldarævintýri Síld veður nú í yfirborði sjávar víða fyrir norðan land en slíkt hefur ekki gerst áratugum saman. Að sögn Sverris Ólafssonar á trillunni Gyðu Jónsdóttur stekkur síldin í hundruða þúsunda tali upp úr yfirborðinu og lætur sig detta niður á hliðina þannig að til að sjá er eins og sjórinn kraumi. 6.8.2004 00:01
Rás 1 og 2 lágu niðri Bilun í spennugjafa í útsendingarborði Rásar 2 í morgun varð til þess að útsendingar beggja rása Ríkisútvarpsins lágu niðri í fimmtán mínútur á höfuðborgarsvæðinu. Deildarstjóri hljóðdeildar RÚV telur ekki þörf á frekari aðgreiningu rafkerfisins. Útsendingarrofið hefði verið minna ef rafmagn hefði farið af öllu húsnæðinu. 6.8.2004 00:01
114 húsbílar í hópferð Á þriðja hundrað útlendinga á 114 húsbílum eru lagðir upp í þriggja vikna hópferð um landið og er stefnt að því að efna til svona ferða árlega. Fólk og bílar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær og í gærkvöldi var safnast saman á knattspyrnuvellinum í Fellabæ þar sem fólkið gisti í bílum sínum. 6.8.2004 00:01
Niðurstaða skoðunar send lögreglu Lögreglunni í Búðardal verður í dag send niðurstaða skoðunar sérfræðinga Frumherja á bremsubúnaði vörubílsins sem gjöreyðilagðist þegar hann fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal á þriðjudaginn. Jón Hjalti Ásmundsson, tæknistjóri ökutækjasviðs Frumherja, skoðaði bílinn í gær ásamt skoðunarmanni í Borgarnesi. 6.8.2004 00:01
Stíflan komin í 488 metra Bráðabirgðastífla við Kárahnjúka, sem lak meðfram í gær inn á vinnusvæðið í gljúfrinu fyrir neðan, er komin í 488 metra. Stefnt er að því að hún verði komin í 490 metra á næsta sólarhring en verkið er tímafrekt þar sem stíflan er tuttugu og fimm metra breið. 6.8.2004 00:01
Forsætisráðherra Finna í heimsókn Forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen og frú, koma í opinbera heimsókn til Íslands á morgun. Í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu verður svokallaður vinnuhádegisverður og svo fara þau í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. 6.8.2004 00:01
Fjármunaeign 57% meiri Á fimm árum hefur fjármunaeign landsmanna aukist um 57 prósent, eða um tæpan milljarð króna. Hagstofan birti nýjar tölu í morgun um fjármunaeign og ef aðeins er litið til íbúðarhúsnæðis er sú tala í rúmum 1,1 milljarði og hefur hún aukist um tæpa 500 milljarða króna á verðlagi hvers árs. 6.8.2004 00:01
Vinnutap upp á 10 daga Áætlað er að vinnutap vegna vatnavaxta í Jöklu við Kárahnjúkavirkjun nemi tíu dögum. Er þá litið til þeirra tafa sem hafa orðið og munu verða á næstunni en nú er unnið hörðum höndum að því að hækka bráðabirgðastífluna sem lak meðfram inn á vinnusvæðið í gær. 6.8.2004 00:01
Áhafnaskipti við Svalbarða Ný tuttugu og sex manna áhöfn fór um borð í Samherjatogarann Vilhelm Þorsteinsson við Svalbarða í síðustu viku. Leiguflugvél frá Flugfélagi Íslands flaug með áhöfnina frá Akureyri til Longerbyen á Svalbarða og sparaðist með því átta hundruð mílna sigling til Íslands. 6.8.2004 00:01
Hafnarfjarðarhöfn lokað Nú er verið að vinna að því að loka Hafnarfjarðarhöfn en þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi lög um siglingavernd sem stuðla m.a. að því að loka þarf hafnarsvæðum til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar eða hlutir komist að skipum. Ennfremur verður haftasvæðum hafna lokað þar sem farmur er geymdur til útflutnings. 6.8.2004 00:01
Gæsluvarðhaldsúrskurður ógiltur Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Ragnari Sigurjónssyni sem nýverið var framseldur frá Tælandi eftir að hafa farið huldu höfði í fimm ár. Honum er hins vegar gert að sæta farbanni til 23. ágúst næstkomandi. 6.8.2004 00:01
Hvaða ráðherra kveður? Staða Jóns Kristjánssonar innan ríkisstjórnarinnar þykir síst sterkari en Sivjar Friðleifsdóttur. Enn mega þau þó bíða þess að Halldór Ásgrímsson deili ákvörðun sinni því ólíklegt er að hún verði tilkynnt þennan mánuðinn. 6.8.2004 00:01
Spara tíma og peninga Áhafnarskipti voru gerð á fjölveiðiskipinu Vilhelmi Þorsteinssyni EA 11 á Svalbarða í síðustu viku. Í tilkynningu frá Samherja hf. sem gerir út skipið, er þetta í fyrsta skipti sem send er leiguflugvél til Longerbyen á Svalbarða í þessum erindagjörðum. 6.8.2004 00:01
Útsending RÚV Útsendingar Rásar 1 og Rásar 2 rofnuðu rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun vegna rafmagnsbilunar. Gripið var til neyðaráætlunar Útvarpsins og var útsending á samtengdum rásum komin á FM-kerfið utan Reykjavíkur og á langbylgju um allt land fimm mínútum síðar. 6.8.2004 00:01