Innlent

Nýr jarðbor tekinn í notkun

Jarðboranir hafa tekið í notkun nýjan hátæknibor sem er sá stærsti hér á landi. Kaupverðið ásamt fullum búnaði er um 600 milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Jarðborunum segir að kaupin á bornum komi til vegna vaxandi verkefna innanlands sem utan og mikilvægi þess að standast fjölþjóðlega samkeppni. Borinn er mannaður sex mönnum hverju sinni en heildarfjöldi starfsmanna á bornum verða 18. Fyrsta verkefni borsins er fyrir Orkuveitu Reykjvavíkur í tengslum við Hellisheiðarvirkjun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×