Fleiri fréttir Þar sem heiðni og kristni mættust Við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal fer fram mikill fornleifauppgröftur, en þar hafa fundist mannvistarleifar allt frá upphafi byggðar hér. Vísbendingar í Egilssögu urðu til þess að Jesse Byock, fornleifafræðingur og norrænufræðingur við Kaliforníuháskóla, fann þar eina af elstu kirkjum landsins, frá þjóðveldisöld. 6.8.2004 00:01 Hættuástand við Kárahnjúka Hættuástand skapaðist við Kárahnjúkavirkjun í gærkvöld þegar Jökla fann sér leið í gegnum varnarstíflu sem á að verja vinnusvæði ofan í gljúfrinu. Vatnshæðin komst í um fjóra metra á svæði þar sem á annan tug starfsmanna var við vinnu. Forstjóri Landsvirkjunar segir sína menn þó litlar áhyggjur hafa. 6.8.2004 00:01 Útsendingar RÚV lágu niðri Útsendingar Ríkisútvarpsins lágu niðri í stundarfjórðung á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Deildarstjóri hljóðdeildar segir neyðaráætlun hafa farið í gang. 6.8.2004 00:01 Drengur lést í Bláa lóninu Hörmulegur atburður átti sér stað í Bláa lóninu í dag þegar 14 ára gamall piltur af erlendum uppruna lést. Sjúkrabílar frá Reykjavík og Keflavík voru kallaðir út ásamt lögreglu á þriðja tímanum í dag. Drengurinn var fluttur í skyndi á bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut en lífgunartilraunir báru ekki árangur. 6.8.2004 00:01 Áfrýjar fimm ára fangelsisdómi ;Við höfum tekið ákvörðun um að áfrýja dómnum," segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður Fanta Sillah 26 ára gamallar barnshafandi konu frá Sierra Leone, sem dæmd var í fimm ára fangelsi þann 23. júlí síðastliðinn. Fanta Sillah var tekin með um 5034 e-töflur á Keflavíkurflugvelli í sumar en töflurnar voru vandlega faldar í bakpoka sem hún bar. 6.8.2004 00:01 Mest tekið af amfetamíni 46 fíkniefnamál komu upp á Akureyri um verslunarmannahelgina og 43 í Vestmannaeyjum. Á báðum stöðum fundust þrjár tegundir fíkniefna, amfetamín, e-töflur og hass 6.8.2004 00:01 Lést af höggunum Ljóst er að Hákon Eydal veitti Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður, nokkur högg með kúbeini, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að Sri hafi verið látin þegar hann kom henni fyrir í þröngri hraunsprungu í Almenningi sunnan við Hafnarfjörð. 6.8.2004 00:01 Úrskurðaður í farbann Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Ragnari Sigurjónssyni, 62 ára fyrrum skreiðarútflytjanda, en hann kom til landsins á sunnudagskvöld eftir að hafa verið á flótta í Taílandi í fimm ár. 6.8.2004 00:01 Nefndarlaun upp á yfirborðið Stjórnarandstaðan er sammála um að það þurfi að breyta lögum til þess að ekki sé hægt að halda því leyndu hvað menn fá borgað fyrir að sitja í nefndum á vegum ríkisins. Raunar telja sumir þingmenn að úrskurðarnefnd upplýsingamála mistúlki lögin. 6.8.2004 00:01 Banaslys í Bláa lóninu Fjórtán ára drengur frá Sviss var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann við Hringbraut í gærdag en hann hafði verið með fjölskyldu sinni í Bláa lóninu. 6.8.2004 00:01 Stal bílum og skemmdi Stolnum bíl var ekið á ljósastaur á Austurvegi í Grindavík í fyrrinótt. Ökumaður bílsins var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Nítján ára piltur sem passaði við lýsingu á ökumanninum var handtekinn í Þórkötlustaðahverfi skömmu síðar. 6.8.2004 00:01 Á gjörgæslu eftir bílbruna Maður brenndist mikið eftir að kviknað hafði í bíl hans við Svartsengisfell skammt frá Hitaveitu Suðurnesja í gærmorgun. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Að sögn vakthafandi læknis er líðan mannsins eftir atvikum ágæt. 6.8.2004 00:01 Samar á Íslandi Menning lifir ekki nema hún fái að þróast segja Samar sem eru hér á landi til að kynna þjóð sína og land. Þeir óttast ekki að þjóðareinkenni glatist á meðan unga fólkið finnur nýjar leiðir til að vinna úr því gamla. 6.8.2004 00:01 Steinn frá Híroshíma við tjörnina Geislavirkur friðarsteinn frá Híroshíma var afhjúpaður við tjörnina í Reykjavík síðdegis í dag. Steinninn á að tákna löngun mannsins eftir friði. Áttatíu og átta lönd hafa fengið slíkan stein að gjöf en það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem tók við honum fyrir hönd Íslendinga. 6.8.2004 00:01 Hættan liðin hjá í bili Ólgumikil Jökulsá skapaði hættuástand á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í fyrrakvöld en hafði sig hægari í gærkvöld. Varnargarðurinn hefur verið styrktur verulega og brúin yfir Jökulsá er enn á sínum stað. 6.8.2004 00:01 Deilt um bremsur flutningabílsins Flutningabíllinn sem ekið var út af brúnni yfir Laxá í Dölum átti að koma í endurskoðun vegna bilunar í bremsubúnaði. Eigandi bílsins segir að reynt hafi verið að láta skoða bílinn daginn sem slysið varð. Of mikið hafi verið að gera í skoðuninni og flutningabílnum vísað frá. Fullyrðir að bremsur hafi verið í lagi. </font /></b /> 5.8.2004 00:01 16 ára piltar brutust inn á bar Fyrirhugað partí þriggja sextán ára pilta í Breiðholti, með gnægð vínfanga, endaði með þurri nótt í fangageymslum lögreglunnar. Piltarnir brutust inn í Nikkabar í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt, birgðu sig upp af víni og héldu heimleiðis. 5.8.2004 00:01 Skemmdir á brúnni vegna árinnar Talsverðar skemmdir urðu á brúnni yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka í gærkvöldi þegar áin flæddi yfir hana. Möl og grjóti var ekið út á brúargólfið til þess að það flyti ekki upp. Vegna lokunar brúarinnar eru flutningar að vinnusvæðinu tafsamari en ella eftir lengri leið. 5.8.2004 00:01 Gistinóttum fjölgaði um 11% Gistinóttum fjölgaði um 11% í júní samkvæmt tölum Hagstofunnar og fjölgaði þeim í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Gistinætur í mánuðinum voru tæplega 112 þúsund. Aukningin var mest á Suðurlandi, eða 18%, og á Norðurlandi var hún 14%. 5.8.2004 00:01 Sleppa líklega um 6000 löxum Búast má við að laxveiðimenn sleppi aftur um það bil 6.000 löxum sem þeir veiða í sumar ef sleppihlutfallið verður álíka og í fyrra. Þá var tæplega sextán prósentum veiðinnar sleppt aftur eða rösklega 5.300 löxum. Ef hlutfallið verður það sama í ár verður talan hærri því heildarveiðin er talsvert meiri í ár en í fyrra. 5.8.2004 00:01 Varnarliðið greiðir launahækkanir Starfsmannahald varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur fengið heimild til að greiða starfsfólki sínu launahækkanir sem voru innifaldar í kjarasamningum frá árinu 2000 samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Þar verða greiddar upp hækkanir frá marsmánuði og launaskrið frá nóvember síðastliðnum. 5.8.2004 00:01 Bílabrennuvargurinn ófundinn Brennuvargur sem kveikti í fjórum bílum í Vesturbænum í fyrrinótt er enn ófundinn. Finnist hann ekki er hætt við því að einhverjir bílaeigendanna verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni. 5.8.2004 00:01 Hjónin enn í lífshættu Líðan hjóna á sjötugsaldri sem slösuðust í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á mánudaginn er enn óbreytt. Þau liggja þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og eru enn í lífshættu. Þeim er báðum haldið sofandi og í öndunarvél. 5.8.2004 00:01 Vinna við Kárahnjúka stöðvast Vinna við undirstöðu Kárahnjúkastíflu hefur legið niðri síðan í gærkvöldi þar sem vatn hefur lekið í gegnum varnargarð og inn á vinnusvæðið. Þar er nú dælt af svæðinu með öflugum dælum en ekki munu hafa orðið skemmdir á þeim mannvirkjum sem þegar eru komin þrátt fyrir að vatnið hafi orðið allt að þriggja metra djúpt í nótt. 5.8.2004 00:01 Nýnemum án stúdentsprófs fækkar Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólanum hafi verið gert skylt að fækka nýnemum sem fá inngöngu í skólann án stúdentsprófs. Á árunum 2002 og 2003 voru 36% nýnema metnir inn á grundvelli þroska og þekkingar en líklega verður þetta hlutfall undir 20% í haust. 5.8.2004 00:01 Skjár einn til Bolungarvíkur? Bolvíkingar ætla að efna til samskota í bænum til að fjármagna uppsetningu á búnaði sem gerir þeim kleift að fylgjast með útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins. Forsvarsmenn Skjás eins buðust nýverið til þess að setja upp sendi á Bolungarvík ef heimamenn kostuðu hann til hálfs á móti stöðinni að því er fram kemur á fréttavefnum vikari.is. 5.8.2004 00:01 2,5 milljarða halli sveitarfélaga Sveitarfélögin í landinu voru rekin með rúmlega tveggja og hálfs milljarðs króna halla í fyrra eftir 700 milljóna króna hagnað árið áður samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri, eða það fjármagn sem sveitarfélögin hafa til ráðstöfunar í fjárfestingar, lækkar úr 5,7 milljörðum árið 2002 í 4,3 milljarða í fyrra. 5.8.2004 00:01 Samfylkingin mótmælir takmörkunum Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir eindreginni andstöðu við þær fjöldatakmarkanir sem eru nú teknar upp í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri og telur að þær vinni beint gegn þeim markmiðum að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Nú sé fólki vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. 5.8.2004 00:01 Nýtt met í jarðgangagerð Verktakar við gerð jarðganga undir Almannaskarð, skammt frá Höfn í Hornafirði, hafa sett glæsilegt Íslandsmet í gerð tvíbreiðra vegganga að því fram kemur á fréttavef Hornafirðinga. Fyrra metið átti Ístak, í Hvalfjarðargöngum og í Fáskrúðsfjarðargöngum, og Impreglio í aðgöngum Kárahnjúkavirkjunar, um það bil 80 metrar á viku. 5.8.2004 00:01 Sameining á Austurlandi Sameining Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs var í gærkvöldi formlega ákveðin og undirrituðu oddvitar sveitarfélaganna beiðni um formlega staðfestingu félagsmálaráðuneytisins. Stefnt er að kosningum til nýrrar sveitarstjórnar 16. október næstkomandi og að sameiningin taki gildi 1. nóvember. 5.8.2004 00:01 Vatnsborðið nálgast burðarbitana Vatnsborðið í Jökulsá á Dal er nú að nálgast burðarbitana undir brúnni og er fastlega búist við að áin flæði aftur yfir brúna eins og í gærkvöldi. Við það laskaðist brúin talsvert og skekktist og hefur verið unnið að því í dag að styrkja hana og lagfæra skemmdir frá í gærkvöldi. 5.8.2004 00:01 Davíð útskrifaður af gjörgæslu Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og er líðan hans sögð góð. Að missa skjaldkirtilinn hefur lítil áhrif á líf fólks, segir sérfræðingur í efnaskiptum. 5.8.2004 00:01 Kom ekki í endurskoðun í vor Eigandi vörubílsins sem gjöreyðilagðist þegar hann fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal fékk mánaðarfrest til að láta gera við hemlunarbúnað eftir aðalskoðun. Það var í apríl en þegar slysið varð hafði ekki enn verið komið með bílinn í endurskoðun. 5.8.2004 00:01 Vandi færður milli borgarhluta Ákvörðun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um að fjarlægja aðra færanlega kennslustofu af tveimur sem Brosbær, frístundaheimili Engjaskóla, hefur til umráða, raskar starfsemi leikjanámskeiða sem nú fara fram á staðnum. 5.8.2004 00:01 Hverfandi áhrif vegna háspennulína Umhverfisnefnd Austur-Héraðs berst á næstunni svar frá Landsvirkjun varðandi athugasemdir Sigurðar Arnarsonar, bónda á Eyrarteigi í Skriðdal, vegna deiliskipulags við bæinn þar sem Fljótsdalslínur 3 og 4 liggja. Sigurður segir nálægð við línustæðið gera hús hans óíbúðarhæft og verðlaust. 5.8.2004 00:01 Unnið í kapp við tímann Miklir vatnavextir eru í Jökulsá á Dal, þriðja daginn í röð, og þeir mestu hingað til. Flæðir nú vel yfir brúna. Unnið er í kapp við tímann að hækka varnarstíflu við vinnusvæðið en vinna lagðist niður eftir að vatn lak í gegnum stífluna. Nokkrar skemmdir urðu í gærkvöldi á brúnni. Búast má við flóðum næstu daga. 5.8.2004 00:01 5.8.2004 00:01 Afskipti stjórnvalda auka vandann Kjarasamningar milli útvegsmanna og sjómanna taka ekki mið af aukinni afkastagetu og tækninýjungum nýrra fiskiskipa, segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. 5.8.2004 00:01 Athugasemdir gerðar við hemlabúnað Flutningabíllinn, sem ekið var út af brúnni í Laxá í Laxárdal á þriðjudaginn, stóðst ekki skoðun í apríl vegna athugasemda sem meðal annars voru gerðar við aksturshemla og stýrisbúnað, að sögn Jóns Hjalta Ásmundssonar, tæknistjóra ökutækjasviðs Frumherja. 5.8.2004 00:01 Afstýri deilum við stjórnarkjör Nýjar reglur hafa verið settar um inntöku nýrra félaga í Sjálfstæðisflokkinn eftir að hluti Heimdellinga kærði meðferð stjórnar á inntökubeiðnum nýrra félaga í aðdraganda aðalfundar og kosninga í stjórn félagsins í fyrra. </font /> 5.8.2004 00:01 Haglél seinkar Sumarferðum Seinkun varð á flugi ferðaskrifstofunnar Sumarferða til og frá Alicante á Spáni vegna hagléls á Spáni. Flugvélin sem átti að flytja farþega á milli Spánar og Íslands fékk á sig haglél í fyrradag þannig að lakk á nefi flugvélarinnar flagnaði af. 212 farþegar áttu að fara með sömu vél til Spánar í hádeginu í gær. 5.8.2004 00:01 Vörubíll varð alelda Vörubíll varð alelda á Snæfellsnesvegi vestan við Stykkishólm um miðjan dag í gær. Tveir menn voru í bílnum. Þeir drápu á vél bílsins og forðuðu sér út þegar þeir urðu varir við reyk í húsi bílsins. Þar biðu þeir eftir hjálp. 5.8.2004 00:01 Kveikti í tveimur húsum Húsráðendur á Vopnafirði sáu að kveikt hafði verið í gardínum í svefnherberginu þegar þeir komu heim úr ferðalagi í fyrrakvöld. 5.8.2004 00:01 Stefnir í stórslys við Geysi "Það stefnir í stórslys við Geysi ef ekki verða settar upp nákvæmar merkingar á svæðinu," sagði Harpa Harðar leiðsögumaður og starfsmaður í Goethestofnuninni í Reykjavík. Hún kveðst hafa orðið vitni að því að fólk hafi beinlínis sett sig í lífshættu við að standa of nærri Geysi í Haukadal, sem hafi þá gosið, öllum að óvörum. 5.8.2004 00:01 Óttaðist um líf sonar síns daglega Sólbjörg Linda Reynisdóttir, móðir fjögurra ára drengs með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum, óttaðist á hverjum degi í tvö ár um líf sonar síns, Arnþórs Birkis Sigurðssonar. Hún telur vítamíndropa hafa vakið ofnæmið en segist heldur vera farin að slaka á núna. 5.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Þar sem heiðni og kristni mættust Við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal fer fram mikill fornleifauppgröftur, en þar hafa fundist mannvistarleifar allt frá upphafi byggðar hér. Vísbendingar í Egilssögu urðu til þess að Jesse Byock, fornleifafræðingur og norrænufræðingur við Kaliforníuháskóla, fann þar eina af elstu kirkjum landsins, frá þjóðveldisöld. 6.8.2004 00:01
Hættuástand við Kárahnjúka Hættuástand skapaðist við Kárahnjúkavirkjun í gærkvöld þegar Jökla fann sér leið í gegnum varnarstíflu sem á að verja vinnusvæði ofan í gljúfrinu. Vatnshæðin komst í um fjóra metra á svæði þar sem á annan tug starfsmanna var við vinnu. Forstjóri Landsvirkjunar segir sína menn þó litlar áhyggjur hafa. 6.8.2004 00:01
Útsendingar RÚV lágu niðri Útsendingar Ríkisútvarpsins lágu niðri í stundarfjórðung á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Deildarstjóri hljóðdeildar segir neyðaráætlun hafa farið í gang. 6.8.2004 00:01
Drengur lést í Bláa lóninu Hörmulegur atburður átti sér stað í Bláa lóninu í dag þegar 14 ára gamall piltur af erlendum uppruna lést. Sjúkrabílar frá Reykjavík og Keflavík voru kallaðir út ásamt lögreglu á þriðja tímanum í dag. Drengurinn var fluttur í skyndi á bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut en lífgunartilraunir báru ekki árangur. 6.8.2004 00:01
Áfrýjar fimm ára fangelsisdómi ;Við höfum tekið ákvörðun um að áfrýja dómnum," segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður Fanta Sillah 26 ára gamallar barnshafandi konu frá Sierra Leone, sem dæmd var í fimm ára fangelsi þann 23. júlí síðastliðinn. Fanta Sillah var tekin með um 5034 e-töflur á Keflavíkurflugvelli í sumar en töflurnar voru vandlega faldar í bakpoka sem hún bar. 6.8.2004 00:01
Mest tekið af amfetamíni 46 fíkniefnamál komu upp á Akureyri um verslunarmannahelgina og 43 í Vestmannaeyjum. Á báðum stöðum fundust þrjár tegundir fíkniefna, amfetamín, e-töflur og hass 6.8.2004 00:01
Lést af höggunum Ljóst er að Hákon Eydal veitti Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður, nokkur högg með kúbeini, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að Sri hafi verið látin þegar hann kom henni fyrir í þröngri hraunsprungu í Almenningi sunnan við Hafnarfjörð. 6.8.2004 00:01
Úrskurðaður í farbann Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Ragnari Sigurjónssyni, 62 ára fyrrum skreiðarútflytjanda, en hann kom til landsins á sunnudagskvöld eftir að hafa verið á flótta í Taílandi í fimm ár. 6.8.2004 00:01
Nefndarlaun upp á yfirborðið Stjórnarandstaðan er sammála um að það þurfi að breyta lögum til þess að ekki sé hægt að halda því leyndu hvað menn fá borgað fyrir að sitja í nefndum á vegum ríkisins. Raunar telja sumir þingmenn að úrskurðarnefnd upplýsingamála mistúlki lögin. 6.8.2004 00:01
Banaslys í Bláa lóninu Fjórtán ára drengur frá Sviss var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann við Hringbraut í gærdag en hann hafði verið með fjölskyldu sinni í Bláa lóninu. 6.8.2004 00:01
Stal bílum og skemmdi Stolnum bíl var ekið á ljósastaur á Austurvegi í Grindavík í fyrrinótt. Ökumaður bílsins var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Nítján ára piltur sem passaði við lýsingu á ökumanninum var handtekinn í Þórkötlustaðahverfi skömmu síðar. 6.8.2004 00:01
Á gjörgæslu eftir bílbruna Maður brenndist mikið eftir að kviknað hafði í bíl hans við Svartsengisfell skammt frá Hitaveitu Suðurnesja í gærmorgun. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Að sögn vakthafandi læknis er líðan mannsins eftir atvikum ágæt. 6.8.2004 00:01
Samar á Íslandi Menning lifir ekki nema hún fái að þróast segja Samar sem eru hér á landi til að kynna þjóð sína og land. Þeir óttast ekki að þjóðareinkenni glatist á meðan unga fólkið finnur nýjar leiðir til að vinna úr því gamla. 6.8.2004 00:01
Steinn frá Híroshíma við tjörnina Geislavirkur friðarsteinn frá Híroshíma var afhjúpaður við tjörnina í Reykjavík síðdegis í dag. Steinninn á að tákna löngun mannsins eftir friði. Áttatíu og átta lönd hafa fengið slíkan stein að gjöf en það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem tók við honum fyrir hönd Íslendinga. 6.8.2004 00:01
Hættan liðin hjá í bili Ólgumikil Jökulsá skapaði hættuástand á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í fyrrakvöld en hafði sig hægari í gærkvöld. Varnargarðurinn hefur verið styrktur verulega og brúin yfir Jökulsá er enn á sínum stað. 6.8.2004 00:01
Deilt um bremsur flutningabílsins Flutningabíllinn sem ekið var út af brúnni yfir Laxá í Dölum átti að koma í endurskoðun vegna bilunar í bremsubúnaði. Eigandi bílsins segir að reynt hafi verið að láta skoða bílinn daginn sem slysið varð. Of mikið hafi verið að gera í skoðuninni og flutningabílnum vísað frá. Fullyrðir að bremsur hafi verið í lagi. </font /></b /> 5.8.2004 00:01
16 ára piltar brutust inn á bar Fyrirhugað partí þriggja sextán ára pilta í Breiðholti, með gnægð vínfanga, endaði með þurri nótt í fangageymslum lögreglunnar. Piltarnir brutust inn í Nikkabar í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt, birgðu sig upp af víni og héldu heimleiðis. 5.8.2004 00:01
Skemmdir á brúnni vegna árinnar Talsverðar skemmdir urðu á brúnni yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka í gærkvöldi þegar áin flæddi yfir hana. Möl og grjóti var ekið út á brúargólfið til þess að það flyti ekki upp. Vegna lokunar brúarinnar eru flutningar að vinnusvæðinu tafsamari en ella eftir lengri leið. 5.8.2004 00:01
Gistinóttum fjölgaði um 11% Gistinóttum fjölgaði um 11% í júní samkvæmt tölum Hagstofunnar og fjölgaði þeim í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Gistinætur í mánuðinum voru tæplega 112 þúsund. Aukningin var mest á Suðurlandi, eða 18%, og á Norðurlandi var hún 14%. 5.8.2004 00:01
Sleppa líklega um 6000 löxum Búast má við að laxveiðimenn sleppi aftur um það bil 6.000 löxum sem þeir veiða í sumar ef sleppihlutfallið verður álíka og í fyrra. Þá var tæplega sextán prósentum veiðinnar sleppt aftur eða rösklega 5.300 löxum. Ef hlutfallið verður það sama í ár verður talan hærri því heildarveiðin er talsvert meiri í ár en í fyrra. 5.8.2004 00:01
Varnarliðið greiðir launahækkanir Starfsmannahald varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur fengið heimild til að greiða starfsfólki sínu launahækkanir sem voru innifaldar í kjarasamningum frá árinu 2000 samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Þar verða greiddar upp hækkanir frá marsmánuði og launaskrið frá nóvember síðastliðnum. 5.8.2004 00:01
Bílabrennuvargurinn ófundinn Brennuvargur sem kveikti í fjórum bílum í Vesturbænum í fyrrinótt er enn ófundinn. Finnist hann ekki er hætt við því að einhverjir bílaeigendanna verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni. 5.8.2004 00:01
Hjónin enn í lífshættu Líðan hjóna á sjötugsaldri sem slösuðust í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á mánudaginn er enn óbreytt. Þau liggja þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og eru enn í lífshættu. Þeim er báðum haldið sofandi og í öndunarvél. 5.8.2004 00:01
Vinna við Kárahnjúka stöðvast Vinna við undirstöðu Kárahnjúkastíflu hefur legið niðri síðan í gærkvöldi þar sem vatn hefur lekið í gegnum varnargarð og inn á vinnusvæðið. Þar er nú dælt af svæðinu með öflugum dælum en ekki munu hafa orðið skemmdir á þeim mannvirkjum sem þegar eru komin þrátt fyrir að vatnið hafi orðið allt að þriggja metra djúpt í nótt. 5.8.2004 00:01
Nýnemum án stúdentsprófs fækkar Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólanum hafi verið gert skylt að fækka nýnemum sem fá inngöngu í skólann án stúdentsprófs. Á árunum 2002 og 2003 voru 36% nýnema metnir inn á grundvelli þroska og þekkingar en líklega verður þetta hlutfall undir 20% í haust. 5.8.2004 00:01
Skjár einn til Bolungarvíkur? Bolvíkingar ætla að efna til samskota í bænum til að fjármagna uppsetningu á búnaði sem gerir þeim kleift að fylgjast með útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins. Forsvarsmenn Skjás eins buðust nýverið til þess að setja upp sendi á Bolungarvík ef heimamenn kostuðu hann til hálfs á móti stöðinni að því er fram kemur á fréttavefnum vikari.is. 5.8.2004 00:01
2,5 milljarða halli sveitarfélaga Sveitarfélögin í landinu voru rekin með rúmlega tveggja og hálfs milljarðs króna halla í fyrra eftir 700 milljóna króna hagnað árið áður samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri, eða það fjármagn sem sveitarfélögin hafa til ráðstöfunar í fjárfestingar, lækkar úr 5,7 milljörðum árið 2002 í 4,3 milljarða í fyrra. 5.8.2004 00:01
Samfylkingin mótmælir takmörkunum Þingflokkur Samfylkingarinnar lýsir eindreginni andstöðu við þær fjöldatakmarkanir sem eru nú teknar upp í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri og telur að þær vinni beint gegn þeim markmiðum að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Nú sé fólki vísað frá frekari menntun, þeim og þjóðinni til skaða. 5.8.2004 00:01
Nýtt met í jarðgangagerð Verktakar við gerð jarðganga undir Almannaskarð, skammt frá Höfn í Hornafirði, hafa sett glæsilegt Íslandsmet í gerð tvíbreiðra vegganga að því fram kemur á fréttavef Hornafirðinga. Fyrra metið átti Ístak, í Hvalfjarðargöngum og í Fáskrúðsfjarðargöngum, og Impreglio í aðgöngum Kárahnjúkavirkjunar, um það bil 80 metrar á viku. 5.8.2004 00:01
Sameining á Austurlandi Sameining Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs var í gærkvöldi formlega ákveðin og undirrituðu oddvitar sveitarfélaganna beiðni um formlega staðfestingu félagsmálaráðuneytisins. Stefnt er að kosningum til nýrrar sveitarstjórnar 16. október næstkomandi og að sameiningin taki gildi 1. nóvember. 5.8.2004 00:01
Vatnsborðið nálgast burðarbitana Vatnsborðið í Jökulsá á Dal er nú að nálgast burðarbitana undir brúnni og er fastlega búist við að áin flæði aftur yfir brúna eins og í gærkvöldi. Við það laskaðist brúin talsvert og skekktist og hefur verið unnið að því í dag að styrkja hana og lagfæra skemmdir frá í gærkvöldi. 5.8.2004 00:01
Davíð útskrifaður af gjörgæslu Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og er líðan hans sögð góð. Að missa skjaldkirtilinn hefur lítil áhrif á líf fólks, segir sérfræðingur í efnaskiptum. 5.8.2004 00:01
Kom ekki í endurskoðun í vor Eigandi vörubílsins sem gjöreyðilagðist þegar hann fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal fékk mánaðarfrest til að láta gera við hemlunarbúnað eftir aðalskoðun. Það var í apríl en þegar slysið varð hafði ekki enn verið komið með bílinn í endurskoðun. 5.8.2004 00:01
Vandi færður milli borgarhluta Ákvörðun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur um að fjarlægja aðra færanlega kennslustofu af tveimur sem Brosbær, frístundaheimili Engjaskóla, hefur til umráða, raskar starfsemi leikjanámskeiða sem nú fara fram á staðnum. 5.8.2004 00:01
Hverfandi áhrif vegna háspennulína Umhverfisnefnd Austur-Héraðs berst á næstunni svar frá Landsvirkjun varðandi athugasemdir Sigurðar Arnarsonar, bónda á Eyrarteigi í Skriðdal, vegna deiliskipulags við bæinn þar sem Fljótsdalslínur 3 og 4 liggja. Sigurður segir nálægð við línustæðið gera hús hans óíbúðarhæft og verðlaust. 5.8.2004 00:01
Unnið í kapp við tímann Miklir vatnavextir eru í Jökulsá á Dal, þriðja daginn í röð, og þeir mestu hingað til. Flæðir nú vel yfir brúna. Unnið er í kapp við tímann að hækka varnarstíflu við vinnusvæðið en vinna lagðist niður eftir að vatn lak í gegnum stífluna. Nokkrar skemmdir urðu í gærkvöldi á brúnni. Búast má við flóðum næstu daga. 5.8.2004 00:01
Afskipti stjórnvalda auka vandann Kjarasamningar milli útvegsmanna og sjómanna taka ekki mið af aukinni afkastagetu og tækninýjungum nýrra fiskiskipa, segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. 5.8.2004 00:01
Athugasemdir gerðar við hemlabúnað Flutningabíllinn, sem ekið var út af brúnni í Laxá í Laxárdal á þriðjudaginn, stóðst ekki skoðun í apríl vegna athugasemda sem meðal annars voru gerðar við aksturshemla og stýrisbúnað, að sögn Jóns Hjalta Ásmundssonar, tæknistjóra ökutækjasviðs Frumherja. 5.8.2004 00:01
Afstýri deilum við stjórnarkjör Nýjar reglur hafa verið settar um inntöku nýrra félaga í Sjálfstæðisflokkinn eftir að hluti Heimdellinga kærði meðferð stjórnar á inntökubeiðnum nýrra félaga í aðdraganda aðalfundar og kosninga í stjórn félagsins í fyrra. </font /> 5.8.2004 00:01
Haglél seinkar Sumarferðum Seinkun varð á flugi ferðaskrifstofunnar Sumarferða til og frá Alicante á Spáni vegna hagléls á Spáni. Flugvélin sem átti að flytja farþega á milli Spánar og Íslands fékk á sig haglél í fyrradag þannig að lakk á nefi flugvélarinnar flagnaði af. 212 farþegar áttu að fara með sömu vél til Spánar í hádeginu í gær. 5.8.2004 00:01
Vörubíll varð alelda Vörubíll varð alelda á Snæfellsnesvegi vestan við Stykkishólm um miðjan dag í gær. Tveir menn voru í bílnum. Þeir drápu á vél bílsins og forðuðu sér út þegar þeir urðu varir við reyk í húsi bílsins. Þar biðu þeir eftir hjálp. 5.8.2004 00:01
Kveikti í tveimur húsum Húsráðendur á Vopnafirði sáu að kveikt hafði verið í gardínum í svefnherberginu þegar þeir komu heim úr ferðalagi í fyrrakvöld. 5.8.2004 00:01
Stefnir í stórslys við Geysi "Það stefnir í stórslys við Geysi ef ekki verða settar upp nákvæmar merkingar á svæðinu," sagði Harpa Harðar leiðsögumaður og starfsmaður í Goethestofnuninni í Reykjavík. Hún kveðst hafa orðið vitni að því að fólk hafi beinlínis sett sig í lífshættu við að standa of nærri Geysi í Haukadal, sem hafi þá gosið, öllum að óvörum. 5.8.2004 00:01
Óttaðist um líf sonar síns daglega Sólbjörg Linda Reynisdóttir, móðir fjögurra ára drengs með bráðaofnæmi fyrir jarðhnetum, óttaðist á hverjum degi í tvö ár um líf sonar síns, Arnþórs Birkis Sigurðssonar. Hún telur vítamíndropa hafa vakið ofnæmið en segist heldur vera farin að slaka á núna. 5.8.2004 00:01