Innlent

Varnargarður stenst vatnavexti

Vinnu við að styrkja og breikka varnargarðinn við Kárahnjúkastíflu sem óttast var á tímabili að léti undan er nú lokið. Unnið var af fullum krafti og er garðurinn nú nægjanlega hár og breiður að mati framkvæmdaraðila til að standast frekari vatnavexti, en búist er við að flæði Jöklu geti farið yfir eitt þúsund rúmsentímetra gangi veðurspár um aukin hlýindi eftir. Á fimmtudagskvöld var vatnsrennsli Jöklu 740 til 760 rúmsentímetrar á sekúndu og hækkaði yfirborð hennar um tæpa tíu metra í kjölfarið. Þegar hafa verið pantaðar öflugar vatnsdælur erlendis frá til að dæla burt því vatni sem lekið hefur í gegn að undanförnu og tafið vinnu við sjálfa Kárahnjúkavirkjun. Standa vonir til að vinna geti hafist á ný eftir um það bil viku. Ekki mun vera þörf á sérstöku umhverfismati fyrir varnargarðinn þar sem hann er þegar hluti af verkinu í heild og ávallt hefur verið gert ráð fyrir honum í verkáætlunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×