Innlent

Forsætisráðherra Finna í heimsókn

Forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen og frú, koma í opinbera heimsókn til Íslands á morgun. Í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu verður svokallaður vinnuhádegisverður og svo fara þau í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla. Annað kvöld skoða finnsku forsætisráðherrahjónin handritasýningu Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsinu þar sem starfandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson og kona hans, Sigurjóna Sigurðardóttir, bjóða til hátíðarkvöldverðar. Heimsókninni lýkur í Bláa lóninu á sunnudag. Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, sést hér til vinstri ásamt forsætisráðherra Rússlands, Mikhaíl Fradkov, í maí síðastliðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×