Vilja öll Norðurlönd í ESB 8. ágúst 2004 00:01 Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og formaður danskra jafnaðarmanna, auk fulltrúa Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Sérstaklega var rætt um aðild landanna að Evrópusambandinu og í ályktun fundarins segir að Norðurlöndin öll skuli í framtíðinni vera hluti af sambandinu. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru einu Norðurlöndin sem þegar hafa aðild, en Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar segir eitt helsta ágæti aðildarinnar vera þau pólitísku áhrif sem hægt sé að hafa innan þess. Íslendingar or Norðmenn þurfi nú þegar að fylgja ákvörðunum sem teknar séu í Brussel . Svíar séu hinsvegar við samningaborðið og hafi því lýðræðisleg áhrif og aðgang að þekkingu frá öllu Evrópusambandinu. Helsti ásteytingarsteinn þegar kemur að aðild Íslands snýst um yfirráðarrétt á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Fiskimið Norðmanna, sem líka eiga olíu, skipta ekki jafnmiklu máli út frá hagfræðisjónarmiðum, en gætu þó haft úrslitaþýðingu, komi til þess að Norðmenn kjósi enn á ný um aðild að sambandinu. Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs segir að þó fiskauðlindir séu mikilvægar fyrir Noreg og Danmörku séu þau enn mikilvægari fyrir Ísland þar sem sjávarútvegur er stærri hluti af efnahagnum og iðnaðinum. Hann segir þó að ef stuðningur fyrir aðild fæst innan sjávarútvegsins í Noregi verði meirihluti fyrir aðild í Noregi, þannig að aðild veltur mikið á sjávarútveginum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sér þó ekki ástæðu til að Ísland þurfi sérstaka undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins og telur rétt að huga að aðildarumsókn á næstunni. Hann telur að hægt verði að leysa öll vandamál í samskiptum Evrópusambandsins og Íslands hvað fiskveiði varðar, með aðlögun að fiskveiðistefnunni. Ísland þurfi engar undanþágur en þessi aðlögun feli einungis í sér að menn geti gert svipað og gert hafi verið í Miðjarðarhafinu þar sem er önnu fiskveiðistefna heldur en annars staðar innan sambandsins. Hann vill að tekið verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðaustur Atlantshafi, sem myndi auðvelda Íslendingum inngöngu ef sú ákvörðun yrði tekin. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru forsætisráðherra Svíþjóðar, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og formaður danskra jafnaðarmanna, auk fulltrúa Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Sérstaklega var rætt um aðild landanna að Evrópusambandinu og í ályktun fundarins segir að Norðurlöndin öll skuli í framtíðinni vera hluti af sambandinu. Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru einu Norðurlöndin sem þegar hafa aðild, en Göran Persson forsætisráðherra Svíþjóðar segir eitt helsta ágæti aðildarinnar vera þau pólitísku áhrif sem hægt sé að hafa innan þess. Íslendingar or Norðmenn þurfi nú þegar að fylgja ákvörðunum sem teknar séu í Brussel . Svíar séu hinsvegar við samningaborðið og hafi því lýðræðisleg áhrif og aðgang að þekkingu frá öllu Evrópusambandinu. Helsti ásteytingarsteinn þegar kemur að aðild Íslands snýst um yfirráðarrétt á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Fiskimið Norðmanna, sem líka eiga olíu, skipta ekki jafnmiklu máli út frá hagfræðisjónarmiðum, en gætu þó haft úrslitaþýðingu, komi til þess að Norðmenn kjósi enn á ný um aðild að sambandinu. Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs segir að þó fiskauðlindir séu mikilvægar fyrir Noreg og Danmörku séu þau enn mikilvægari fyrir Ísland þar sem sjávarútvegur er stærri hluti af efnahagnum og iðnaðinum. Hann segir þó að ef stuðningur fyrir aðild fæst innan sjávarútvegsins í Noregi verði meirihluti fyrir aðild í Noregi, þannig að aðild veltur mikið á sjávarútveginum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sér þó ekki ástæðu til að Ísland þurfi sérstaka undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins og telur rétt að huga að aðildarumsókn á næstunni. Hann telur að hægt verði að leysa öll vandamál í samskiptum Evrópusambandsins og Íslands hvað fiskveiði varðar, með aðlögun að fiskveiðistefnunni. Ísland þurfi engar undanþágur en þessi aðlögun feli einungis í sér að menn geti gert svipað og gert hafi verið í Miðjarðarhafinu þar sem er önnu fiskveiðistefna heldur en annars staðar innan sambandsins. Hann vill að tekið verði upp sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norðaustur Atlantshafi, sem myndi auðvelda Íslendingum inngöngu ef sú ákvörðun yrði tekin.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira