Mannleg reisn með vasapeningum 6. ágúst 2004 00:01 Rauði krossinn telur hælisleitendur hér á landi frekar viðhalda mannlegri reisn fái þeir úthlutað vasapeningum sem var hætt að úthluta þegar Reykjanesbær tók við umsjá hælisleitenda af Rauða krossinum. Félagsmálastjóri Reykjanesbæjar segir koma til greina að setja einhver skilyrði fyrir greiðslu vasapeninga. Rauði krossins sagði upp samningi við Útlendingastofnun um umsjá hælisleitenda um áramótin, þótt Rauði krossinn sinni enn réttargæsluhlutverki fólks sem sækir eftir pólitísku hæli hér á landi. Aðalbreytingin sem var gerð var sú að fólki er ekki úthlutað vasapeningum lengur heldur sér Reykjanesbær um að útvega fólki mat, föt og aðrar nauðsynjar. Rauði krossinn telur það eðlilegra að fólk fái peninga og hugsi um sig sjálft. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, segir að afnám vasapeninganna hafi verið samkomulag við Útlendingastofnun þar sem brögð hafi verið að því að hælisleitendur hafi komið gagngert til landsins til að sækjast í féð. Hjördís fullyrðir að fólk fái allar nauðsynjar og að það sé ekki verið að brjóta á fólki. Hún segir sem dæmi að reynt sé að taka tillit til óska fólks varðandi fæði. Hælisleitendur þurfa hins vegar að bera sig eftir sérstökum atriðum og nefnir Hjördís sem dæmi læknisþjónustu og annað. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, bendir á að ýmis viðkvæm mál geti komið upp sem eðlilegra væri að fólk myndi fá að leysa sjálft. Útlendingastofnun borgar Reykjanesbæ 5500 krónur á sólarhring fyrir hvern hælisleitenda. Hjördís félagsmálastjóri segir þetta ekki vera peninga sem eigi að fara beint í vasa fólksins heldur eigi upphæðin að dekka kostnað. Mismunandi há upphæð fari í hvern einstakling, einn geti kostað fjögur þúsund og annar tíu þúsund. Hjördís segir að farið verði yfir hvernig til hafi tekist á fundi með Útlendingastofnun í september og það sé mögulegt að sett verði inn ákvæði um einhverja vasapeninga, en það verði aldrei eins frjálst og var áður hjá Rauða krossinum. Myndin er af Þóri Guðmundssyni, upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Rauði krossinn telur hælisleitendur hér á landi frekar viðhalda mannlegri reisn fái þeir úthlutað vasapeningum sem var hætt að úthluta þegar Reykjanesbær tók við umsjá hælisleitenda af Rauða krossinum. Félagsmálastjóri Reykjanesbæjar segir koma til greina að setja einhver skilyrði fyrir greiðslu vasapeninga. Rauði krossins sagði upp samningi við Útlendingastofnun um umsjá hælisleitenda um áramótin, þótt Rauði krossinn sinni enn réttargæsluhlutverki fólks sem sækir eftir pólitísku hæli hér á landi. Aðalbreytingin sem var gerð var sú að fólki er ekki úthlutað vasapeningum lengur heldur sér Reykjanesbær um að útvega fólki mat, föt og aðrar nauðsynjar. Rauði krossinn telur það eðlilegra að fólk fái peninga og hugsi um sig sjálft. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, segir að afnám vasapeninganna hafi verið samkomulag við Útlendingastofnun þar sem brögð hafi verið að því að hælisleitendur hafi komið gagngert til landsins til að sækjast í féð. Hjördís fullyrðir að fólk fái allar nauðsynjar og að það sé ekki verið að brjóta á fólki. Hún segir sem dæmi að reynt sé að taka tillit til óska fólks varðandi fæði. Hælisleitendur þurfa hins vegar að bera sig eftir sérstökum atriðum og nefnir Hjördís sem dæmi læknisþjónustu og annað. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, bendir á að ýmis viðkvæm mál geti komið upp sem eðlilegra væri að fólk myndi fá að leysa sjálft. Útlendingastofnun borgar Reykjanesbæ 5500 krónur á sólarhring fyrir hvern hælisleitenda. Hjördís félagsmálastjóri segir þetta ekki vera peninga sem eigi að fara beint í vasa fólksins heldur eigi upphæðin að dekka kostnað. Mismunandi há upphæð fari í hvern einstakling, einn geti kostað fjögur þúsund og annar tíu þúsund. Hjördís segir að farið verði yfir hvernig til hafi tekist á fundi með Útlendingastofnun í september og það sé mögulegt að sett verði inn ákvæði um einhverja vasapeninga, en það verði aldrei eins frjálst og var áður hjá Rauða krossinum. Myndin er af Þóri Guðmundssyni, upplýsingafulltrúa Rauða krossins.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira