Innlent

Ekkert að bremsunum

Ekkert var að öryggisbúnaði vörubifreiðarinnar sem fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal fyrr í vikunni. Tæknifræðingar Frumherja hafa rannsakað bifreiðina og að sögn Jóhannesar B. Björgvinssonar, lögregluvarðstjóra í Búðardal, var hemlabúnaður bílsins nýlegur, þrátt fyrir að dregist hefði að fara með bílinn í endurskoðun. Ökumaður vörubílsins sveigði fram af brúnni þegar hann mætti fólksbifreið á brúnni. Lögregluvarðstjórinn segir greinilegt af frásögnum vitna að báðir ökumenn hafi ranglega metið aðstæður á brúnni, en gert sitt ítrasta til að forða slysi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×