Innlent

Listasumar í Súðavík

Listasumri í Súðavík var slitið í dag. Síðustu fjóra daga hafa þjóðþekktir og heimsþekktir listamenn tekið þátt í fjölskylduskemmtun með heimamönnum. Listasumarið var sett á fimmtudagskvöld og hefur staðið yfir alla helgina. Heimsþekktir skemmtikraftar og heimamenn hafa skemmst sér saman í fjóra daga, í fjórða gír, segir Pálína Vagnsdóttir, framkvæmdastjóri. Hún segir að uppselt hafi verið á flesta viðburði. Eitt af síðustu atriðunum á dagskrá listasumars í Súðavík var barnaskemmtun þar sem Lilli klifurmús og Mikki refur tóku þátt í gleðinni. Auðvitað fékk Lilli góða hjálp frá börnunum þegar hætta steðjaði að.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×