Innlent

Eldur í hlöðu í Hólmatungu

Eldur kom upp í hlöðu í Hólmatungu í Jökulsárhlíð laust fyrir klukkan átta í morgun. Slökkvilið Vopnafjarðar og Egilsstaða voru kvödd á staðinn ásamt björgunarsveitarmönnum. Eldurinn kom upp í ópökkuðum heyrúllum í hlöðunni og gekk afar erfiðlega að slökkva eldinn að sögn Egilsstaðalögreglu. Nú er verið að reyna að ná rúllunum út úr hlöðunni til að hægt sé að slökkva í þeim en mikill hiti fylgir jafnan eldi í heyi, og segir lögreglan að glóð leynist út um allt. Lögregla segir íbúðarhúsið ekki hafa verið í hættu, en gripahús sé áfast hlöðunni og hafi það um tíma verið í hættu. Lögregla segir að slökkvilið verði við bæinn í allan dag, en of snemmt sé að áætla hversu miklar skemmdir hafi orðið vegna brunans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×