Fleiri fréttir

Vilja byggja hjúkrunarheimili við Hádegisskarð

Starfshópur bæjarráðs Hafnarfjarðar lagði fram tillögu á Bæjarráðsfundi í gær þar sem lagt var til að bjóða út byggingu hjúkrunarheimilis við Hádegisskarð í Hafnarfirði. Skipuð verður verkefnastjórn sem sjái um útboð vegna þessa og eftirfylgni með þeim.

Logaland kærir innkaupadeild Landspítalans til Samkeppniseftirlitsins

Fyrirtækið Logaland hefur kært innkaupadeild Landspítalans til Samkeppniseftirlitsins vegna vinnubragða í innkaupum á heilbrigðisvörum og –tækjum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að deildin annist innkaup og útboð fyrir Landspítalann á heilbrigðisvörum, en áætlað er að meirihlutinn af um 9 milljarða árlegri veltu á þeim markaði fari í gegnum innkaupadeildina.

Skíðaskálinn aftur í hendur fyrri eiganda

Skíðaskálinn í Hveradölum er aftur kominn í eigu Svavars Helgasonar eftir að félag sem keypti skálann í september síðastliðnum stóð ekki við greiðslur.

Vill pólitíkusa frá samningaborðinu

Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir ljóst að stjórnmálamönnum hafi mistekist að leysa makríldeiluna. Tími sé kominn til að hleypa hagsmunaaðilum að samningaborðinu.

Mikið hagræði með nýrri hringleið á sjó

Samskip taka upp siglingar frá Vestfjörðum og Norðurlandi beint til Evrópu. Fiskútflytjandi á Ísafirði segir mikinn styrk felast í þjónustunni fyrir landsbyggðina.

Íhugar að leggja vantraustið fram aftur

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, íhugar enn að bera fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina ef frumvarp að nýrri stjórnarskrá kemst ekki til afgreiðslu á þinginu.

Geislafræðingar bíða eftir svari forstjórans

Alls hafa 46 geislafræðingar á Landspítalanum (LSH) sagt upp störfum, þar af eru 42 á myndgreiningardeild og fjórir á geisla- og meðferðardeild. Um 80 slíkir sérfræðingar eru á spítalanum í dag, þó ekki allir í fullu starfi.

Loks festur í lög eftir tuttugu ár

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var formlega festur í lög á Alþingi á miðvikudag, tæpum tuttugu árum eftir að hann var fullgiltur hér á landi þann 28. október árið 1992.

Ljósavél bilaði í fiskibáti

Ljósavél bilaði í fiskibáti sem var á leið til Húsavíkur í gærkvöldi, og slokknuðu öll ljós um borð, meðal annars siglingaljós.

Lögreglumenn í Mexíkó nauðguðu ferðamanni

Tveir lögreglumenn í Mexíkó hafa verið handteknir og þess þriðja er leitað en þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað ítalskri konu á ferðamannastaðnum Playa del Carmen.

Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla

Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða.

Þessar auglýsingar eru tilnefndar

ÍMARK birti í dag tilnefningar til Lúðursins, Íslensku auglýsingaverðlaunanna sem veitt verða á Íslenska markaðsdeginum í Hörpu 1. mars næstkomandi.

Mamman bauð strippurum í afmæli sonarins

Móðir ein sem búsett er í New York í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að stefna velferð barns í hættu. Það er í raun velferð hennar eigin sonar sem hún er ákærð fyrir og það sem meira er, þá er hann 16 ára gamall.

Heimdallur selur Jóhönnuklúta á landsfundi

"Þetta rýkur út eins og heitar lummur,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar en félagið seldi svokallaða gleraugnaklúta á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag, sem hafa vakið mikla athygli.

Horfði upp á móður sína sofa á ganginum í tvær nætur

Sonur tæplega áttræðrar konu segist miður sín yfir að hafa þurft að horfa upp á móður sína sofa í rúmi á göngum hjartadeildar í tvo daga fyrir fyrirhugaða aðgerð eftir hjartaáfall. Yfirlæknir deildarinnar segir ástandið erfitt og bara í dag hafi sex sjúklingar þurft að liggja á göngum deildarinnar vegna plássleysis.

Eins og köld vatnsgusa í andlitið

Tollvörður á fimmtugdaldri var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að smygli á tuttugu kílóum af amfetamíni til landsins. Samstarfsmenn mannsins eru í áfalli. Hann hefur aldrei áður komið við sögu lögreglu.

Heimildin liggur ekki fyrir

Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands, segir að ekki liggi fyrir heimild til að afhenda fjárlaganefnd útskrift af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða daginn sem íslenska bankakerfið hrundi.

Bjarni Ben: Ég er orðinn þreyttur á Samfylkingunni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á landsfundi flokksins síðdegis að hann væri orðinn þreyttur á Samfylkingunni þar sem flokkurinn tali niður íslensku krónuna og skilji hvorki né sér að Ísland eigi sóknarfæri í allar áttir.

Ægir sigrar í Hæstarétti - Steingrímur Sævarr dæmdur fyrir meiðyrði

Hæstiréttur Íslands snéri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi Steingrím Sævarr Ólafsson, þáverandi ritstjóra vefmiðilsins Pressunnar, fyrir meiðyrði. Ægir tapaði í héraði en hann krafðist þess að ummæli, þar sem hann var sakaður um kynferðisbrot, yrðu dæmd dauð og ómerk.

Tollvörður í gæsluvarðhald

Sex einstaklingar sæta gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík.

Hæstiréttur staðfesti sex mánaða fangelsi yfir Berki

Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða fangelsisdóm yfir Berki Birgissyni sem hafði verði dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja á skikkju dómara við Héraðsdóm Reykjaness og kalla hana "tussu“. Börkur Birgisson hlaut á dögunum sjö ára fangelsisdóm fyrir gróf ofbeldisbrot. Hann sætir líka lögreglurannsókn, grunaður um aðild að morði, á Litla-Hrauni.

„Auðvitað er þetta global warming“

Eitthvað er um að tré og runnar séu farin að bruma þrátt fyrir að enn sé febrúar, en veturinn á sunnanverðu landinu hefur verið afar mildur.

"Þetta snýst ekki um peninga, heldur mannorðið mitt“

"Þetta snýst ekki um peninga heldur mannorðið mitt,“ segir Heimir Hannesson háskólanemi sem hyggst sterfna Vinstri grænum fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Smugunnar um aðsenda grein í Fréttablaðinu og fjallaði um breyttar verklagsreglur í Stúdentaráði.

Svona virkar Google Glass

Google hefur sent frá sér annað kynningarmyndband sitt fyrir Google Glass, gagnvirk gleraugu sem búin eru myndavélum og öðrum búnaði sem tengist gagnabönkum Google þráðlaust.

Dagur þrjú á enda

Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið.

Fundu reikistjörnu á stærð við tunglið

Stjörnufræðingar hafa fundið minnstu reikistjörnu sem fundist hefur til þessa. Hún er utan sólkerfis okkar, litlu stærri en tunglið og snýst í kringum sól sína á þrettán dögum.

Býr dómsdagur í hjarta Guðseindarinnar?

Bandarískur eðlisfræðingur telur líklegt að eiginleikar Higgs-bóseindarinnar feli í sér útrýmingu alheimsins eftir milljarða ára. Hliðarveruleiki mun á endanum yfirgnæfa veruleika okkar.

Fíkniefnasali í fangelsi

Tuttugu og fimm ára gamall karlmaður var dæmdur í tuttugu mánaða langt fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 105 grömm af marijúana, sem lögreglumenn fundu við leit í bifreið hans og í fatnaði hans í október síðastliðnum. Hann var þá staddur á bifreiðastæði á bak við Borgarbókasafn Reykjavíkur við Tryggvagötu. Maðurinn á að baki tæplega átta ára langa brotasögu og hefur á þeim tíma margsinnis hlotið dóma.

Langhæsta verðið á Norðurlöndunum

Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS.

Hvalafælur hreyfa ekki við síldinni

Síldin í Kolgrafafirði lætur hljóðbylgjur úr öflugum hvalafælum sem vind um eyru þjóta og hreyfir sig ekki þótt þær dynji á henni. Vísindamenn hugleiða nú nýjar aðferðir.

Sjá næstu 50 fréttir