Erlent

Glæpamenn streyma aftur til Noregs eftir brottvísun úr landi

Glæpamenn af erlendum uppruna sem vísað hefur verið úr landi í Noregi vegna glæpa sinna streyma aftur til landsins í miklum mæli.

Í frétt um málið í Aftenposten segir að þannig hafi norska lögreglan handtekið að nýju nærri 500 glæpamenn á síðustu tveimur árum en þeim hafði öllum verið vísað úr landi áður. Venjulega fá þessir glæpamenn 40 daga fangelsisvist fyrir endurkomuna og er svo aftur vísað úr landi.

Í fyrra var nær 1.200 glæpamönnum vísað úr landi í Noregi eða tvöfalt fleirum en árið áður. Lögmaður sem rætt er við telur að refsingin fyrir að nást aftur eftir útvísun sé of mild og vill herða hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×