Erlent

Lögreglumenn í Mexíkó nauðguðu ferðamanni

Tveir lögreglumenn í Mexíkó hafa verið handteknir og þess þriðja er leitað en þeir eru sakaðir um að hafa nauðgað ítalskri konu á ferðamannastaðnum Playa del Carmen.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að nauðgunin hafi átt sér stað í kjölfar þess að konan gat ekki greitt þessum lögreglumönnum mútur fyrir að líta framhjá því lögbroti hennar að hafa pissað á opinberum stað.

Lögreglumennirnir vildu fá 3.000 pesóa eða um 30.000 krónur fyrir að kæra konuna ekki. Hún mun hafa pissað í húsasundi á bakvið skemmtistað þar sem hún fann ekki almenningsklósett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×