Innlent

Heimildin liggur ekki fyrir

Stefán Jóhann Stefánsson
Stefán Jóhann Stefánsson
Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands, segir að ekki liggi fyrir heimild til að afhenda fjárlaganefnd útskrift af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða daginn sem íslenska bankakerfið hrundi.

Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að Seðlabankinn hefði sett sig í samband við nefndina á dögunum og boðist til að leyfa nefndinni að lesa útskrift af samtalinu yfir. Stefán Jóhann segir að ekki liggi heimild fyrir til að afhenda gögnin „nema að uppfylltum ákveðnum og mjög ströngum skilyrðum."

Nefndin fær þá ekki gögnin nema heimild fáist. En hverjir eru það sem þurfa að gefa heimild fyrir því að fjárlaganefnd fái útskriftina? „Það þarf hugsanlega að fara fyrir stofnanir og einstaklinga," segir hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×