"Þetta snýst ekki um peninga, heldur mannorðið mitt“ 21. febrúar 2013 15:00 Heimir Hannesson. Heimir Hannesson háskólanemi, segist vilja hreinsa mannorð sitt með því að stefna aðilum fyrir meiðyrði. Hann hyggst meðal annars stefna Vinstri grænum fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Smugunnar um aðsenda grein í Fréttablaðinu og fjallaði um breyttar verklagsreglur í Stúdentaráði. Þar kom orðið fjárdráttur fyrir. Heimir birtir í dag pistil á Pressunni þar sem hann útskýrir í fyrsta skiptið sína hlið á þessu máli, sem kom upp í byrjun febrúar. Þá birti Stúdentaráð Háskóla Íslands tilkynningu á vef sínum þar sem kom fram að til stæði að breyta verklagsreglum eftir að framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs, starfsárið 2011-2012, þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Málið snérist um að starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs fengu til meðferðar úttektarkort frá N1 sem ætlað var til notkunar vegna starfa á vegum ráðsins. Vegna mistaka við útgáfu hafi starfsmönnum verið unnt að fara framyfir umsamda upphæð. Í upphaflega tilkynningu Stúdentaráðsins sagði svo orðrétt að framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Því greindi fréttasíða Rúv frá því að um fjárdrátt hefði verið að ræða. Sama gerði fréttamaður mbl.is. Það var þó leiðrétt í kjölfar þess að stúdentaráð sendi frá sér aðra yfirlýsinginu þar sem áréttað var að ekki hefði verið um fjárdrátt að ræða, en Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að orðalagið hefði verið óheppilegt í fyrri kynningunni. Heimir var raunar aldrei nafngreindur í þessu máli. Það var ekki fyrr en hann hótaði að stefna Smugunni fyrir umfjöllun sína sem nafn hans kom fram, en Heimir var semsagt hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs. Heimir segist einnig saklaus af mistökum varðandi notkun kortsins og kallar það í raun „ klúður framkvæmdastjórans". Þannig skrifar Heimir: „Engu að síður var það ákvörðun minna yfirmanna þegar reikningarnir bárust Stúdentaráði, og kom ég hvergi nærri þeirri ákvarðanatöku, að upphæðin á hverju korti skyldi dregin af launum okkar við hver mánaðamót – eins og gert er í mörgum fyrirtækjum með góðum árangri. Þetta samþykkti ég að sjálfsögðu – enda veglegir afslættir í boði á kortunum – grunlaus um það að þessi mistök gætu átt sér stað. Vegna ítrekaðra mistaka framkvæmdastjórans sem jafnframt var launagreiðandi, var það svo ekki gert." Í samtali við Vísi vildi Heimir ekki ræða efnislega um málið og vísaði á grein sína. Í greininni kemur fram að Stúdentaráð hafi beðið hann afsökunar á málinu. Heimir segist ekki ætla að höfða mál gegn ráðinu eins og hann hyggst gera gegn Vinstri grænum. Hann segir hinsvegar aðrar stefnur í farvatninu. „Þetta snýst ekki um peninga heldur mannorðið mitt," segir Heimir að lokum. Tengdar fréttir Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. 6. febrúar 2013 11:20 Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Heimir Hannesson háskólanemi, segist vilja hreinsa mannorð sitt með því að stefna aðilum fyrir meiðyrði. Hann hyggst meðal annars stefna Vinstri grænum fyrir meiðyrði vegna umfjöllunar Smugunnar um aðsenda grein í Fréttablaðinu og fjallaði um breyttar verklagsreglur í Stúdentaráði. Þar kom orðið fjárdráttur fyrir. Heimir birtir í dag pistil á Pressunni þar sem hann útskýrir í fyrsta skiptið sína hlið á þessu máli, sem kom upp í byrjun febrúar. Þá birti Stúdentaráð Háskóla Íslands tilkynningu á vef sínum þar sem kom fram að til stæði að breyta verklagsreglum eftir að framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs, starfsárið 2011-2012, þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Málið snérist um að starfsmenn á skrifstofu Stúdentaráðs fengu til meðferðar úttektarkort frá N1 sem ætlað var til notkunar vegna starfa á vegum ráðsins. Vegna mistaka við útgáfu hafi starfsmönnum verið unnt að fara framyfir umsamda upphæð. Í upphaflega tilkynningu Stúdentaráðsins sagði svo orðrétt að framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Því greindi fréttasíða Rúv frá því að um fjárdrátt hefði verið að ræða. Sama gerði fréttamaður mbl.is. Það var þó leiðrétt í kjölfar þess að stúdentaráð sendi frá sér aðra yfirlýsinginu þar sem áréttað var að ekki hefði verið um fjárdrátt að ræða, en Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að orðalagið hefði verið óheppilegt í fyrri kynningunni. Heimir var raunar aldrei nafngreindur í þessu máli. Það var ekki fyrr en hann hótaði að stefna Smugunni fyrir umfjöllun sína sem nafn hans kom fram, en Heimir var semsagt hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs. Heimir segist einnig saklaus af mistökum varðandi notkun kortsins og kallar það í raun „ klúður framkvæmdastjórans". Þannig skrifar Heimir: „Engu að síður var það ákvörðun minna yfirmanna þegar reikningarnir bárust Stúdentaráði, og kom ég hvergi nærri þeirri ákvarðanatöku, að upphæðin á hverju korti skyldi dregin af launum okkar við hver mánaðamót – eins og gert er í mörgum fyrirtækjum með góðum árangri. Þetta samþykkti ég að sjálfsögðu – enda veglegir afslættir í boði á kortunum – grunlaus um það að þessi mistök gætu átt sér stað. Vegna ítrekaðra mistaka framkvæmdastjórans sem jafnframt var launagreiðandi, var það svo ekki gert." Í samtali við Vísi vildi Heimir ekki ræða efnislega um málið og vísaði á grein sína. Í greininni kemur fram að Stúdentaráð hafi beðið hann afsökunar á málinu. Heimir segist ekki ætla að höfða mál gegn ráðinu eins og hann hyggst gera gegn Vinstri grænum. Hann segir hinsvegar aðrar stefnur í farvatninu. „Þetta snýst ekki um peninga heldur mannorðið mitt," segir Heimir að lokum.
Tengdar fréttir Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. 6. febrúar 2013 11:20 Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. 6. febrúar 2013 11:20
Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50
Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46