Erlent

Svona virkar Google Glass

Google hefur sent frá sér annað kynningarmyndband sitt fyrir Google Glass, gagnvirk gleraugu sem búin eru myndavélum og öðrum búnaði sem tengist gagnabönkum Google þráðlaust. Þannig munu notendur geta „googlað" umhverfi sitt án þess að sitja fyrir fram tölvu.

Fyrra myndbandið sýndi íbúa í New York sinna sínum daglegu verkum með aðstoð gleraugnanna. Í nýja myndbandinu sést notagildi gleraugnanna við allt aðrar aðstæður, t.d. í fallhlífastökki, í rússíbana og flugvél.

Mynd/AP
Mögulegt er að gleraugun komi á markað síðar á þessu ári samkvæmt frétt Huffingtonpost. Myndbandið má sjá hér að neðan. Fyrra kynningarmyndbandið má sjá með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×