Himinlifandi með að verðmuninum hafi verið veitt athygli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2013 16:55 „Við erum himinlifandi með að Póst- og fjarskiptastofnun bendi á hvað verðmunurinn sé orðinn lítill því hann var átta til tólffaldur árið 2006," segir Jens Pétur Jensen forstjóri ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Í umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um frumvarp til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén kemur fram að gjöld eru 100-300% hærri hér á landi en á Norðurlöndunum. „Gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum eru þetta ekki verðin. Þetta eru verðin hjá hinum ýmsu endursöluaðilum léna í Evrópu. Verðin eru alla vega, bæði hærri og ennþá lægri en þetta. Þá færðu tölvupóst, vefhýsingu og ýmsilegt annað með," segir Jens Pétur. Hin Norðurlöndin hækka verðiðJens Pétur segir verðmuninn á Íslandi og Norðurlöndunum enn fara hratt minnkandi. Hann á þó ekki von á því að Ísland nái hinum Norðurlöndunum heldur verði það frekar Norðurlöndin sem nái Íslandi. „Þeir eru byrjaðir að hækka verðið á lénum, sérstaklega í Danmörku, því skráningar voru svo lélegar. Það komu upp fyrirtæki sem skráðu þúsundir léna, sátu á þeim og endurseldu á margföldu verði. Þannig er markaðurinn þarna úti," segir Jens Pétur. Hann bendir á að hér á landi geti notendur haft beint samband við ISNIC en þjónustan sé ekki sambærileg í öðrum löndum. Þar geti enginn keypt lén beint af skráningarstofu eins og ISNIC. „Þú verður að kaupa það af endursöluaðila," segir Jens Pétur og ítrekar að verðin í samanburði Póst- og fjarskiptastofnunar séu verðin sem endursöluaðilarnir fái. Ekki það sem einstaklingar og fyrirtæki þurfi að greiða. Jens Pétur bendir á að einstaklingar í Noregi geti ekki skráð lénið .no. „Það er bara bannað. Myndirðu vilja hafa það þannig?" spyr Jens Pétur. Nýlega hafi reglurnar verið teknar til endurskoðaðar en niðurstaða stjórnar norsku skráningarstofunnar, sem eingöngu er skipuð fulltrúum fyrirtækja, hafi orðið að stofna undirlén sem enginn geti hugsað sér að nota. Fyrirtæki í Noregi geti nú setið að nöfnum léna og þurfi ekki að hafa áhyggjur af samkeppni frá einstaklingum. Fyrsta verk ISNIC að afnema stofngjaldSamanburðurinn úr umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar.„Í áranna rás hefur .is lénum sem betur fer fjölgað. Þeim hefur sérstaklega fjölgað hratt undanfarin sex ár eftir að við tókum við félaginu úr höndum Vodafone sem gerði ekkert fyrir það nema rífa út úr því hagnað og meira en það meira að segja. Fjárfestu ekki neitt," segir Jens Pétur. Jens Pétur segir fyrsta verk ISNIC í ársbyrjun árið 2007 hafa verið að afnema stofngjald léna, sem hafi verið 12.450 krónur. Svo hafi það lækkað árgjaldið í nóvember 2011 um þúsund krónur í 6.982 krónur mvsk. Jens Pétur segir fyrirtækið sem sér um rekstur .se í Svíþjóð hafa um 1,2 milljónir léna. „Þar kostar lénið næstum því 20 evrur. Við erum með fjörutíu þúsund lén, 0,04 milljónir, og lénið kostar 39 evrur. Þú getur rétt ímyndað þér hvað IIS, sem rekur .se, græða. Þeir eru með hagnað á borð við Flugleiðir. Þeir eru risafyrirtæki," segir Jens Pétur sem segir starfmenn Póst- og fjarskiptastofnunar ekki vita neitt um hvað þeir séu að tala í umsögn sinni. Lögin eru gegn Internetinu en ekki fyrir þaðJens Pétur segir ISNIC hafa meðal annars lagt það til í umsögn sinni við lagafrumvarpið að gera lénin að hluta af fjarskiptalögum. Þeir berjist þó með hæl og hnakka gegn því hvernig þetta sé sett upp núna. „... vegna þess að andi laganna er gegn Internetinu en ekki fyrir það. Við megum ekki til þess hugsa að við verðum fyrsta lénið með sérskattskyldan lénaskatt," segir Jens Pétur en frumvarpið felur í sér 3,5 prósent skatt á veltu ISNIC. „Önnur fjarskiptafyrirtæki borga 0,38 prósent. Þeir ætla að tífalda hann á ISNIC," segir Jens Pétur. ISNIC muni því borga 24,5% virðisaukaskatt og 3,5% veltuskatt til Póst- og fjarskiptastofnunar verði frumvarpið að lögum. "Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar vilja komast á fundi erlendis"Jens Pétur segir að verði frumvarpið að lögum fái Póst- og fjarskiptastofnun gríðarlegt reglugerðar- og eftirlitsvald. „Þeir fá 3,5 prósent af veltunni. Þeir ætla að leggjast í ferðalög fyrir þessa peninga," segir Jens Pétur. Hann telur starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar vilja komast á fundi erlendis sem Ísland eigi ekkert erindi á. Kollegar þeirra í Færeyjum geri í raun ekkert annað og láta einkafyrirtæki þó reka .fo. „Ísland á ekkert erindi á þessa fundi því þar eru bara stóru löndin. Fyrirtæki af sama toga og ISNIC í Svíþjóð, Englandi og Þýskalandi hafa tugi starfsmanna. Það eru tuttugu manna lögfræðideildir hjá svona fyrirtækjum," segir Jens Pétur. Hann er þó sjálfur á leið á slíkan fund í Kína í apríl í fyrsta skipti. Fundurinn verði haldinn í Kína af pólitískum ástæðum til að sýna heimamönnum að Internetið sé ekki vont. „Ég get ekki verið þekktur fyrir það mjög lengi, sem yfirmaður skráningarstofunnar hérna, að mæta aldrei. Ég verð eins og álfur út úr hól ef ég mæti aldrei," segir Jens Pétur sem fékk flug fram og tilbaka á 112 þúsund krónur. „Ég verð að fara á einhverja fundi. Við eigum samt ekkert erindi á alla þess fundi því við erum svo fáliðuð. Við höfum ekkert bolmagn til að fylgja þessu eftir af einhverju viti," segir Jens Pétur. Felldu tillögu um lækkun lénagjaldsJens Pétur segist hafa lagt fram tillögu á stjórnarfundi í desember síðastliðnum um að lækka árgjaldið hér á landi um eitt þúsund krónur, í 5.982 krónur. „Við vorum búnir að undirbúa það. Svo kom frumvarpið fram aftur, með öllum þessum íþyngjandi ákvæðum sem fyrir eru, og stjórnin treysti sér ekki til þess. Þannig hefur Póst- og fjarskiptastofnun haft áhrif á þetta," segir Jens Pétur. Landsímamenn höfðu enga trú á Internetinu„Þetta er ævagömul fjandsamleg barátta sem er í gangi," segir Jens Pétur um baráttuna á milli ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann minnir á að Póst- og fjarskiptastofnun hafi verið hluti af Landsíma Íslands. Landsíminn hafi verið spurður skriflega árið 1986 hvort hann vildi taka að sér rekstur .is. „Við höfum enga trú á þessu. Þetta internet verður ekki að neinu," hefur Jens Pétur eftir Landsímamönnum fyrir 27 árum. „Þeir misstu þannig af Internetinu og Póst- og fjarskiptastofnun missti þannig, í uppruna sínum, af tækifærinu til að ná tangarhaldinu á þessu. Baráttan hefur staðið yfir allar götur síðan." Tengdar fréttir Langhæsta verðið á Norðurlöndunum Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. 21. febrúar 2013 13:32 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Við erum himinlifandi með að Póst- og fjarskiptastofnun bendi á hvað verðmunurinn sé orðinn lítill því hann var átta til tólffaldur árið 2006," segir Jens Pétur Jensen forstjóri ISNIC. ISNIC er skráningarstofa íslenska höfuðlénsins .is og hefur frá árinu 1995 haldið utan um rekstur íslenska hluta Internetsins. Í umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar um frumvarp til laga um landslénið .is og önnur höfuðlén kemur fram að gjöld eru 100-300% hærri hér á landi en á Norðurlöndunum. „Gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum eru þetta ekki verðin. Þetta eru verðin hjá hinum ýmsu endursöluaðilum léna í Evrópu. Verðin eru alla vega, bæði hærri og ennþá lægri en þetta. Þá færðu tölvupóst, vefhýsingu og ýmsilegt annað með," segir Jens Pétur. Hin Norðurlöndin hækka verðiðJens Pétur segir verðmuninn á Íslandi og Norðurlöndunum enn fara hratt minnkandi. Hann á þó ekki von á því að Ísland nái hinum Norðurlöndunum heldur verði það frekar Norðurlöndin sem nái Íslandi. „Þeir eru byrjaðir að hækka verðið á lénum, sérstaklega í Danmörku, því skráningar voru svo lélegar. Það komu upp fyrirtæki sem skráðu þúsundir léna, sátu á þeim og endurseldu á margföldu verði. Þannig er markaðurinn þarna úti," segir Jens Pétur. Hann bendir á að hér á landi geti notendur haft beint samband við ISNIC en þjónustan sé ekki sambærileg í öðrum löndum. Þar geti enginn keypt lén beint af skráningarstofu eins og ISNIC. „Þú verður að kaupa það af endursöluaðila," segir Jens Pétur og ítrekar að verðin í samanburði Póst- og fjarskiptastofnunar séu verðin sem endursöluaðilarnir fái. Ekki það sem einstaklingar og fyrirtæki þurfi að greiða. Jens Pétur bendir á að einstaklingar í Noregi geti ekki skráð lénið .no. „Það er bara bannað. Myndirðu vilja hafa það þannig?" spyr Jens Pétur. Nýlega hafi reglurnar verið teknar til endurskoðaðar en niðurstaða stjórnar norsku skráningarstofunnar, sem eingöngu er skipuð fulltrúum fyrirtækja, hafi orðið að stofna undirlén sem enginn geti hugsað sér að nota. Fyrirtæki í Noregi geti nú setið að nöfnum léna og þurfi ekki að hafa áhyggjur af samkeppni frá einstaklingum. Fyrsta verk ISNIC að afnema stofngjaldSamanburðurinn úr umsögn Póst- og fjarskiptastofnunar.„Í áranna rás hefur .is lénum sem betur fer fjölgað. Þeim hefur sérstaklega fjölgað hratt undanfarin sex ár eftir að við tókum við félaginu úr höndum Vodafone sem gerði ekkert fyrir það nema rífa út úr því hagnað og meira en það meira að segja. Fjárfestu ekki neitt," segir Jens Pétur. Jens Pétur segir fyrsta verk ISNIC í ársbyrjun árið 2007 hafa verið að afnema stofngjald léna, sem hafi verið 12.450 krónur. Svo hafi það lækkað árgjaldið í nóvember 2011 um þúsund krónur í 6.982 krónur mvsk. Jens Pétur segir fyrirtækið sem sér um rekstur .se í Svíþjóð hafa um 1,2 milljónir léna. „Þar kostar lénið næstum því 20 evrur. Við erum með fjörutíu þúsund lén, 0,04 milljónir, og lénið kostar 39 evrur. Þú getur rétt ímyndað þér hvað IIS, sem rekur .se, græða. Þeir eru með hagnað á borð við Flugleiðir. Þeir eru risafyrirtæki," segir Jens Pétur sem segir starfmenn Póst- og fjarskiptastofnunar ekki vita neitt um hvað þeir séu að tala í umsögn sinni. Lögin eru gegn Internetinu en ekki fyrir þaðJens Pétur segir ISNIC hafa meðal annars lagt það til í umsögn sinni við lagafrumvarpið að gera lénin að hluta af fjarskiptalögum. Þeir berjist þó með hæl og hnakka gegn því hvernig þetta sé sett upp núna. „... vegna þess að andi laganna er gegn Internetinu en ekki fyrir það. Við megum ekki til þess hugsa að við verðum fyrsta lénið með sérskattskyldan lénaskatt," segir Jens Pétur en frumvarpið felur í sér 3,5 prósent skatt á veltu ISNIC. „Önnur fjarskiptafyrirtæki borga 0,38 prósent. Þeir ætla að tífalda hann á ISNIC," segir Jens Pétur. ISNIC muni því borga 24,5% virðisaukaskatt og 3,5% veltuskatt til Póst- og fjarskiptastofnunar verði frumvarpið að lögum. "Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar vilja komast á fundi erlendis"Jens Pétur segir að verði frumvarpið að lögum fái Póst- og fjarskiptastofnun gríðarlegt reglugerðar- og eftirlitsvald. „Þeir fá 3,5 prósent af veltunni. Þeir ætla að leggjast í ferðalög fyrir þessa peninga," segir Jens Pétur. Hann telur starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar vilja komast á fundi erlendis sem Ísland eigi ekkert erindi á. Kollegar þeirra í Færeyjum geri í raun ekkert annað og láta einkafyrirtæki þó reka .fo. „Ísland á ekkert erindi á þessa fundi því þar eru bara stóru löndin. Fyrirtæki af sama toga og ISNIC í Svíþjóð, Englandi og Þýskalandi hafa tugi starfsmanna. Það eru tuttugu manna lögfræðideildir hjá svona fyrirtækjum," segir Jens Pétur. Hann er þó sjálfur á leið á slíkan fund í Kína í apríl í fyrsta skipti. Fundurinn verði haldinn í Kína af pólitískum ástæðum til að sýna heimamönnum að Internetið sé ekki vont. „Ég get ekki verið þekktur fyrir það mjög lengi, sem yfirmaður skráningarstofunnar hérna, að mæta aldrei. Ég verð eins og álfur út úr hól ef ég mæti aldrei," segir Jens Pétur sem fékk flug fram og tilbaka á 112 þúsund krónur. „Ég verð að fara á einhverja fundi. Við eigum samt ekkert erindi á alla þess fundi því við erum svo fáliðuð. Við höfum ekkert bolmagn til að fylgja þessu eftir af einhverju viti," segir Jens Pétur. Felldu tillögu um lækkun lénagjaldsJens Pétur segist hafa lagt fram tillögu á stjórnarfundi í desember síðastliðnum um að lækka árgjaldið hér á landi um eitt þúsund krónur, í 5.982 krónur. „Við vorum búnir að undirbúa það. Svo kom frumvarpið fram aftur, með öllum þessum íþyngjandi ákvæðum sem fyrir eru, og stjórnin treysti sér ekki til þess. Þannig hefur Póst- og fjarskiptastofnun haft áhrif á þetta," segir Jens Pétur. Landsímamenn höfðu enga trú á Internetinu„Þetta er ævagömul fjandsamleg barátta sem er í gangi," segir Jens Pétur um baráttuna á milli ISNIC og Póst- og fjarskiptastofnunar. Hann minnir á að Póst- og fjarskiptastofnun hafi verið hluti af Landsíma Íslands. Landsíminn hafi verið spurður skriflega árið 1986 hvort hann vildi taka að sér rekstur .is. „Við höfum enga trú á þessu. Þetta internet verður ekki að neinu," hefur Jens Pétur eftir Landsímamönnum fyrir 27 árum. „Þeir misstu þannig af Internetinu og Póst- og fjarskiptastofnun missti þannig, í uppruna sínum, af tækifærinu til að ná tangarhaldinu á þessu. Baráttan hefur staðið yfir allar götur síðan."
Tengdar fréttir Langhæsta verðið á Norðurlöndunum Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. 21. febrúar 2013 13:32 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Langhæsta verðið á Norðurlöndunum Verðsamanburður Póst- og fjarskiptastofnunar á árlegum skráningargjöldum á landsléninu .is við Norðurlöndin leiðir í ljós 100-300% hærri gjöld hér á landi. Þetta kemur fram á vef PFS. 21. febrúar 2013 13:32