Innlent

Verulega dregur úr eftirspurn eftir hreindýraveiðileyfum

Verulega hefur dregið úr eftirspurn eftir hreindýraveiðileyfum fyrir komandi veiðitímabil samanborið við undanfarin ár.

Umsóknir eru nú orðnar þrjú þúsund og sex hundruð , sem er tæplega 700 færri en í fyrra, en leyft verður að veiða 1230 dýr, sem er fjölgun um 200 dýr frá því í fyrra.

Talið er að nýtilkomin skotpróf dragi úr eftirspurn og eins og fréttastofan reiknaði út í fyrra, getur það kostað veiðimann af höfuðborgarsvæðinu nokkur hundruð þúsund krónur að veiða eitt dýr þegar reiknuð eru saman veiðigjöld, ferða- og dvalarkostnaður, leiga á leiðsögumönnum, úrvinnsla á kjötinu og flutningur á því suður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×