Innlent

Tollvörður í gæsluvarðhald

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tollvörður hefur verið handtekinn vegna grunsemdar um aðild að málinu.
Tollvörður hefur verið handtekinn vegna grunsemdar um aðild að málinu.

Tollvörður var handtekinn í gær vegna grunsemda um aðild að stórfelldu fíkniefnamáli.

Níu einstaklingar voru áður handteknir og átta hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnafundar þann 21. janúar, en tollgæslan fann rúmlega tuttugu kíló af fíkniefnum í tollpóstinum á Stórhöfða í Reykjavík. Fimm einstaklinganna sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Tollvörðurinn var leiddur fyrir dómara í morgun og úrskurðaður til þess að sæta gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Sex einstaklingar sæta því gæsluvarðhaldi nú í þágu rannsóknar málsins.

Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar vikur unnið að rannsókn málsins og átt náið samstarf við embætti tollstjórans í Reykjavík og lögreglustjórann í Kaupmannahöfn í Danmörku þaðan sem fíkniefnin voru send hingað til lands.

Rétt þykir að taka fram að grunsemdir beinast aðeins að þeim tollverði sem nú sætir gæsluvarðhaldi en ekki að neinum öðrum í starfsumhverfi hans svo sem hjá tolli eða póstinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×