Fá loksins útskrift af símtalinu fræga: „Vonandi fáum við að vita hvers vegna þetta var gert" 21. febrúar 2013 17:32 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri. Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag. Landsdómur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Seðlabankinn hefur boðið fjárlaganefnd Alþingis að upplýsa nefndina um hvað fór á milli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra í símtali í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 80 milljarða tveimur dögum fyrir hrun bankans. Þetta segir Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, í samtali við fréttastofu en engin svör fengust frá Seðlabanka Íslands vegna málsins, þegar eftir því var leitað nú síðdegis. Björn Valur tilkynnti í vikunni að nefndin ætlaði að birta skýrslu um samskipti sín við Seðlabankann vegna þessa máls, en þrátt fyrir ítrekaðar óskir nefndarinnar hefur Seðlabankinn ekki orðið við óskum hennar um að fá útskrift af þessu símtali, en bankinn á hljóðupptöku af samtali Davíðs og Geirs. „Ég hef ekki hugmynd um afhverju þeir gera þetta núna því við erum búnir að biðja um þetta síðan í mars í fyrra - þeir hafa alltaf neitað þessu og verið með ýmsa útúrsnúninga og hártoganir," segir Björn Valur. „Okkur var boðið að fá að lesa útskrift af þessu símtali." „Við höfum orð núverandi seðlabankastjóra fyrir því að þessir tveir náungar [innsk.blm. Davíð og Geir] hafi haft með sér samráð varðandi þessa lánveitingu," segir hann. „Ég er bara að vonast til þess að við fáum að vita hvers vegna þetta var gert, að 80 milljörðum var ráðstafað í hraði með þessum hætti, gegn lánareglum bankans og án tryggðra veða, daginn sem sem bankakerfið á Íslandi hrundi," segir Björn. Fjárlaganefnd mun hittast strax eftir helgi og segir Björn Valur að hann eigi von á því að nefndin lesi afritið yfir þar. Framhaldið sé óljóst þar til fjárlaganefndin hefur lesið útskriftina. Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008, tveimur dögum fyrir hrun bankans. Í vitnaleiðslum vegna Landsdóms í fyrra kom fram að upptaka af samtali Davíðs og Geirs um lánið væri til og óskuðu fjárlaganefnd og efnahags- og viðskitpanefnd eftir afriti af símtalinu - en án árangurs.Smugan greindi fyrst frá málinu í dag.
Landsdómur Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?