Erlent

Fundu reikistjörnu á stærð við tunglið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
NASA/Ames/JPL-Caltech
Stjörnufræðingar hafa fundið minnstu reikistjörnu sem fundist hefur til þessa. Hún er utan sólkerfis okkar, litlu stærri en tunglið og snýst í kringum sól sína á þrettán dögum.

Reikistjarnan hefur fengið heitið Kepler-37b, er talin vera grýtt og ekkert vatn er að finna á henni. Ástæðan er sú að reikstjarnan er of nærri sól sinni.

Kepler-37b er í um 210 ljósárafjarlægð frá jörðinni og í stjörnumerkinu Hörpunni (e. Lyra). Stjörnufræðingar fundu tvær reikistjörnur til viðbótar á sporbaug um sömu sól. Þær hafa verið nefndar Kepler-37c og Kepler 37d.

Önnur þeirra er um 75% af stærð jarðarinnar en hin um tvöföld stærð jarðar. Báðar eru svo nærri sólu sinni að ekkert vatn fyrirfinnst á þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×