Erlent

Shinzo Abe ræðir við Barack Obama um öryggismál

Shinzo Abe forsætisráðherra Japans er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann mun eiga fund með Barack Obama Bandaríkjaforseta síðdegis í dag.

Í frétt um málið á Reuters segir að öryggismál verði eitt helsta umræðuefnið á fundinum, bæði vegna kröfu Kínverja um yfirráð umdeildra eyja á Suður-Kínahafi og kjarnorkusprengingar Norður Kóreumanna.

Efnahagsmálin verða einnig til umræðu þar á meðal nýr viðskiptasamningur Bandaríkjamanna við lönd í Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×