Mikið hagræði með nýrri hringleið á sjó Svavar Hávarðsson skrifar 22. febrúar 2013 07:00 Flutningar á sjó hafa lengi verið í umræðunni sem hagsmunamál landsbyggðarinnar. Því er nú svarað með nýrri hringleið. fréttablaðið/anton Flutningafyrirtækið Samskip tekur í þessum mánuði upp nýja siglingaleið frá Vestfjörðum og Norðurlandi beint til Bretlands og meginlands Evrópu. Útflytjendur og innflytjendur á landsbyggðinni komast með þessu í beint samband við markaðssvæði sín í Evrópu. Nýja siglingaleiðin mun draga úr landflutningum með tilheyrandi olíusparnaði og minna álagi á vegakerfið. Mikið hagræði, segir fiskútflytjandi á Ísafirði. Um nýja hringleið í flutningum er að ræða. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Reyðarfjarðar og þaðan til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Kollafirði í Færeyjum. Frá Rotterdam fer skip félagsins aftur til Reykjavíkur og leggur af stað í nýja hringferð daginn eftir heimkomu. Viðkomustöðum verður hugsanlega fjölgað í framtíðinni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir í tilkynningu að verið sé að svara þörf fyrir beinar siglingar frá Vestfjörðum og Norðurlandi, ekki síst með sjávarafurðir inn á helstu markaði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Ólafur B. Halldórsson, framkvæmdastjóri Ísfangs á Ísafirði, telur augljóst að ný siglingaleið Samskipa verði styrkur fyrir sitt fyrirtæki og önnur fyrirtæki í útflutningi á svæðinu. „Eins og landið liggur í dag þurfum við að flytja okkar sjávarafurðir landleiðis fyrir skip í Reykjavík með tilheyrandi kostnaði," segir Ólafur sem efast ekki um að um mikið hagræði sé að ræða. „Hættan er hins vegar sú, hugsa ég, að Eimskip byrji á þessu líka. Þá drepa þeir hvor annan og hætta báðir jafnt," segir Ólafur sem segir söguna geyma viðlíka dæmi. „Kakan er einfaldlega ekki svo stór að hún sé til skiptanna." Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir mjög jákvætt að Ísafjörður sé aftur orðinn útflutningshöfn. „Ég bind miklar vonir við þetta og tel að samkeppnisstaða fyrirtækja hér í kring styrkist mjög við þetta," segir Daníel. Í sama streng tekur Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar. Hún segir nýja siglingaleið styrkja stöðu Norðurlands til mikilla muna, bæði hvað varðar flutninga til og frá höfuðborgarsvæðinu og ekki síður við Evrópu. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Flutningafyrirtækið Samskip tekur í þessum mánuði upp nýja siglingaleið frá Vestfjörðum og Norðurlandi beint til Bretlands og meginlands Evrópu. Útflytjendur og innflytjendur á landsbyggðinni komast með þessu í beint samband við markaðssvæði sín í Evrópu. Nýja siglingaleiðin mun draga úr landflutningum með tilheyrandi olíusparnaði og minna álagi á vegakerfið. Mikið hagræði, segir fiskútflytjandi á Ísafirði. Um nýja hringleið í flutningum er að ræða. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Reyðarfjarðar og þaðan til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Kollafirði í Færeyjum. Frá Rotterdam fer skip félagsins aftur til Reykjavíkur og leggur af stað í nýja hringferð daginn eftir heimkomu. Viðkomustöðum verður hugsanlega fjölgað í framtíðinni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir í tilkynningu að verið sé að svara þörf fyrir beinar siglingar frá Vestfjörðum og Norðurlandi, ekki síst með sjávarafurðir inn á helstu markaði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Ólafur B. Halldórsson, framkvæmdastjóri Ísfangs á Ísafirði, telur augljóst að ný siglingaleið Samskipa verði styrkur fyrir sitt fyrirtæki og önnur fyrirtæki í útflutningi á svæðinu. „Eins og landið liggur í dag þurfum við að flytja okkar sjávarafurðir landleiðis fyrir skip í Reykjavík með tilheyrandi kostnaði," segir Ólafur sem efast ekki um að um mikið hagræði sé að ræða. „Hættan er hins vegar sú, hugsa ég, að Eimskip byrji á þessu líka. Þá drepa þeir hvor annan og hætta báðir jafnt," segir Ólafur sem segir söguna geyma viðlíka dæmi. „Kakan er einfaldlega ekki svo stór að hún sé til skiptanna." Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir mjög jákvætt að Ísafjörður sé aftur orðinn útflutningshöfn. „Ég bind miklar vonir við þetta og tel að samkeppnisstaða fyrirtækja hér í kring styrkist mjög við þetta," segir Daníel. Í sama streng tekur Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar. Hún segir nýja siglingaleið styrkja stöðu Norðurlands til mikilla muna, bæði hvað varðar flutninga til og frá höfuðborgarsvæðinu og ekki síður við Evrópu.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira