Mikið hagræði með nýrri hringleið á sjó Svavar Hávarðsson skrifar 22. febrúar 2013 07:00 Flutningar á sjó hafa lengi verið í umræðunni sem hagsmunamál landsbyggðarinnar. Því er nú svarað með nýrri hringleið. fréttablaðið/anton Flutningafyrirtækið Samskip tekur í þessum mánuði upp nýja siglingaleið frá Vestfjörðum og Norðurlandi beint til Bretlands og meginlands Evrópu. Útflytjendur og innflytjendur á landsbyggðinni komast með þessu í beint samband við markaðssvæði sín í Evrópu. Nýja siglingaleiðin mun draga úr landflutningum með tilheyrandi olíusparnaði og minna álagi á vegakerfið. Mikið hagræði, segir fiskútflytjandi á Ísafirði. Um nýja hringleið í flutningum er að ræða. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Reyðarfjarðar og þaðan til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Kollafirði í Færeyjum. Frá Rotterdam fer skip félagsins aftur til Reykjavíkur og leggur af stað í nýja hringferð daginn eftir heimkomu. Viðkomustöðum verður hugsanlega fjölgað í framtíðinni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir í tilkynningu að verið sé að svara þörf fyrir beinar siglingar frá Vestfjörðum og Norðurlandi, ekki síst með sjávarafurðir inn á helstu markaði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Ólafur B. Halldórsson, framkvæmdastjóri Ísfangs á Ísafirði, telur augljóst að ný siglingaleið Samskipa verði styrkur fyrir sitt fyrirtæki og önnur fyrirtæki í útflutningi á svæðinu. „Eins og landið liggur í dag þurfum við að flytja okkar sjávarafurðir landleiðis fyrir skip í Reykjavík með tilheyrandi kostnaði," segir Ólafur sem efast ekki um að um mikið hagræði sé að ræða. „Hættan er hins vegar sú, hugsa ég, að Eimskip byrji á þessu líka. Þá drepa þeir hvor annan og hætta báðir jafnt," segir Ólafur sem segir söguna geyma viðlíka dæmi. „Kakan er einfaldlega ekki svo stór að hún sé til skiptanna." Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir mjög jákvætt að Ísafjörður sé aftur orðinn útflutningshöfn. „Ég bind miklar vonir við þetta og tel að samkeppnisstaða fyrirtækja hér í kring styrkist mjög við þetta," segir Daníel. Í sama streng tekur Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar. Hún segir nýja siglingaleið styrkja stöðu Norðurlands til mikilla muna, bæði hvað varðar flutninga til og frá höfuðborgarsvæðinu og ekki síður við Evrópu. Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Flutningafyrirtækið Samskip tekur í þessum mánuði upp nýja siglingaleið frá Vestfjörðum og Norðurlandi beint til Bretlands og meginlands Evrópu. Útflytjendur og innflytjendur á landsbyggðinni komast með þessu í beint samband við markaðssvæði sín í Evrópu. Nýja siglingaleiðin mun draga úr landflutningum með tilheyrandi olíusparnaði og minna álagi á vegakerfið. Mikið hagræði, segir fiskútflytjandi á Ísafirði. Um nýja hringleið í flutningum er að ræða. Flutningaskip á vegum félagsins fer frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Reyðarfjarðar og þaðan til Immingham í Bretlandi og Rotterdam í Hollandi með viðkomu í Kollafirði í Færeyjum. Frá Rotterdam fer skip félagsins aftur til Reykjavíkur og leggur af stað í nýja hringferð daginn eftir heimkomu. Viðkomustöðum verður hugsanlega fjölgað í framtíðinni. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, segir í tilkynningu að verið sé að svara þörf fyrir beinar siglingar frá Vestfjörðum og Norðurlandi, ekki síst með sjávarafurðir inn á helstu markaði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Ólafur B. Halldórsson, framkvæmdastjóri Ísfangs á Ísafirði, telur augljóst að ný siglingaleið Samskipa verði styrkur fyrir sitt fyrirtæki og önnur fyrirtæki í útflutningi á svæðinu. „Eins og landið liggur í dag þurfum við að flytja okkar sjávarafurðir landleiðis fyrir skip í Reykjavík með tilheyrandi kostnaði," segir Ólafur sem efast ekki um að um mikið hagræði sé að ræða. „Hættan er hins vegar sú, hugsa ég, að Eimskip byrji á þessu líka. Þá drepa þeir hvor annan og hætta báðir jafnt," segir Ólafur sem segir söguna geyma viðlíka dæmi. „Kakan er einfaldlega ekki svo stór að hún sé til skiptanna." Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir mjög jákvætt að Ísafjörður sé aftur orðinn útflutningshöfn. „Ég bind miklar vonir við þetta og tel að samkeppnisstaða fyrirtækja hér í kring styrkist mjög við þetta," segir Daníel. Í sama streng tekur Halla Björk Reynisdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar. Hún segir nýja siglingaleið styrkja stöðu Norðurlands til mikilla muna, bæði hvað varðar flutninga til og frá höfuðborgarsvæðinu og ekki síður við Evrópu.
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira