Erlent

Mamman bauð strippurum í afmæli sonarins

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint Úr safni
Móðir ein sem búsett er í New York í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að stefna velferð barns í hættu.

Þegar sonurinn hélt upp á 16 ára afmælið sitt í nóvember síðastliðnum ákvað móðir hans að koma honum á óvart með því að fá tvær nektardansmeyjar í veisluna.

Það voru foreldrar annarra barna í afmælinu sem höfðu samband við lögregluna, eftir að myndir af börnunum með nektardansmeyjunum birtust á Facebook-síðum þeirra.

Ef mamman verður fundin sek, þá á hún yfir höfði sér allt að eins árs fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×