Fleiri fréttir

Fyrsta sýni úr berginu á Mars

Curiosity, könnunarjeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, hefur náð í fyrsta sýnið úr bergi á plánetunni Mars. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.

Lögfestingu Barnasáttmálans fagnað

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins eða Barnasáttmálinn eins og hann er oftast kallaður var lögfestur á Alþingi í gær.

Kom með lífverði á nefndasvið Alþingis

Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar.

Þau spila á Aldrei fór ég suður

Rokkhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram í tíunda skipti á Ísafirði um páskana. Tilkynnt hefur verið um þriðjung þeirra listamanna sem fram koma á hátíðinni.

Þór Saari dregur vantrauststillöguna til baka

Þór Saari hefur ákveðið að draga vantrauststillögu, sem hann lagði fram í gær, til baka. Hann sendi tilkynningu um þetta til fjölmiðla rétt fyrir klukkan tíu. Ástæðan er sú að stjornarflokkarnir fóru fram á að tillagan yrði rædd í dag en ekki á þriðjudag eins og upphaflega stóð til.

Hefði viljað fella ríkisstjórn á öðrum forsendum

"Ég hefði frekar viljað fella ríkisstjórnina vegna þess að hún hefur látið hjá liggja að jafna byrðar fjármálakreppunnar milli skuldsettra heimila og fjármagnseigenda," segir Lilja Mósesdóttir þingmaður utan flokka.

Þingflokksformenn vilja umræðu um vantraustið í dag

Þingflokksformenn Samfylkingarinnar og Vinstri græna munu leggja fram dagskrártillögu á Alþingi um að tillaga Þórs Saari um vantraust á ríkisstjórnina verði tekin til umræðu og afgreiðslu í dag. Leita þarf afbrigða fyrir þessu.

Mega ekki leika sér með bolta í leikfimi

Formaður hverfisráðs Grímseyjar segir erfitt fyrir fjölskyldufólk að ferðast á milli lands og eyjar vegna síhækkandi fargjalda í flug og ferju. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag.

Guðmundur mun sitja hjá

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið að hann muni sitja hjá við atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu Þórs Saari á ríkisstjórnina. Hann staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Guðmundur telur að stjórnarskrármálið sé ekki dautt "Ég held að það hafi ratað í mjög mikla erfiðleika - sem voru fyrir löngu orðnir fyrirsjáanlegir - en það er ekki dautt. Nema fólk vilji,“ segir Guðmundur á bloggi sínu á Eyjunni.

Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar

Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun.

Tók sér fé úr kosningasjóði

Jesse Jackson yngri hefur játað að hafa notað 750 þúsund dali úr kosningasjóð fyrir sjálfan sig og á yfir höfði sér nærri fimm ára fangelsi.

Kraftmiklir í umferðinni

Á Indlandi er ekki óalgeng sjón að sjá fíla úti á götum innan um strætisvagna og aðrar bifreiðar.

Tekin var "hugrökk ákvörðun“

Hassstaðir í Denver í Bandaríkjunum eru dæmi um það sem hægt væri að láta sér detta í hug í skapandi borg, sagði Jón Gnarr borgarstjóri í umræðum um aðalskipulag Reykjavíkur í borgarstjórn á þriðjudag.

Leita að fenýlbútasóni í kjöti

Staða mála varðandi ólöglega notkun og merkingu hrossakjöts í kjötvörum verður könnuð hér sérstaklega að beiðni ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.

Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd

Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp.

Bættu hámarkinu aftur inn eftir athugasemdir tollstjóra

Ákvæði um hámarksverðmæti einstaks hlutar til tollfrelsis við komu til landsins, var tekið út en sett aftur inn í frumvarp á lokaspretti fyrir jólafrí. Hámark fyrir einn hlut verður 44.000 krónur við gildistöku laganna.

Skiptastjóri Milestone í mál við saksóknara

Sérstakur saksóknari neitar að afhenda skiptastjóra Milestone öll rannsóknargögn sem tengjast fyrirtækinu. Skiptastjórinn telur að þau geti nýst honum í málaferlum gegn Wernersbörnum og öðrum. Hann hefur því stefnt saksóknara fyrir dóm.

Kirkjustrætið verði að mestu göngugata

Kirkjustræti verður að mestu leyti göngugata sem verður með rafrænni umferðarstýringu, samkvæmt breytingu á deiliskipulagi Landsímareitsins svokallaða. Þá verður nýbygging sem reist verður við strætið látin ríma betur við gömlu húsin sem Alþingi hefur látið gera upp þar. Deiliskipulagstillagan var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Krónan líklegust til að verða að bitbeini

Fertugasti og fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur í fjóra daga. Fyrir fram er líklegast talið að gjaldmiðilsmál verði málefnið sem hvað harðast verði tekist á um. Ekki er vitað til þess að formaðurinn fái mótframboð.

Afar fáar jarðir eru uppmældar

Langfæstar jarðir á Íslandi eru hnitsettar og því ekki skráð nákvæmlega hve stórar þær eru. Þær ganga hins vegar kaupum og sölum þrátt fyrir að landamerki séu óljós. Búnaðarsamband hefur kallað eftir því að jarðir verði hnitsettar. Enginn kortagrunnur er

Loðnuveiðum hætt fyrir norðan í bili

Fullreynt þykir í bili að frekari loðnuveiðar verði reyndar norður af landinu, en tvö skip hafa að undanförnu leitað fyrir sér á Grímseyjarsundi og bæði fengið slatta.

Tveimur veitingahúsum lokað í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rýmdi tvö veitingahús í nótt og lokaði þeim, eftir að í ljós kom að þar sátu gestir að drykkju eftir lokunartíma. Gestirnir tóku þessu möglunarlaust, en veitingamennirnir eiga yfir höfði sér sektir.

Fjölskylda læstist úti á Akureyri

Fjögurra manna fjölskylda, kona og þrjú börn, komst í hann krappann á Akureryi um kvöldmatarleitið í gærkvöldi, þegar allir læstust óvart úti, en innandyra logaði glatt undir pottum á eldavélinni.

Friðrik stendur sig vel á Reykjavíkurskákmótinu

Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák, kom á óvart í þriðju umferð Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu í gær, þegar hann gerði jafntefli við David Navara, ofurstórmeistara frá Tékklandi.

Vinstri grænir bjóða jafnaðarmönnum pólitískt hæli

Ungir vinstri grænir, ætla á landsfundi Vinstri grænna um helgina, að bjóða upp á pólitískt hæli fyrir jafnaðarmenn, jafnréttissinna og annað félagshyggjufólk á flótta úr Samfylkingunni, segir í tilkynningu frá hópnum. Þar er heitið aðstoð við að vinna bug á því mikla sálarmeini, sem hægri-kratismi getur reynst fólki, eins og það er orðað.

Berlusconi sakaður um að reyna að kaupa kjósendur

Pólitískir andstæðingar Silvio Berlusconi eru æfir af reiði vegna bréfs sem Berlusconi hefur sent kjósendum í hérurðum þar sem talið er vera mjótt á mununum milli hægri og vinstri manna í komandi þingkosningum á Ítalíu.

Þrír dauðadæmdir fangar teknir af lífi í Japan

Dómsyfirvöld í Japan tóku þrjá dauðadæmda fanga af lífi í gærdag með hengingu. Þetta eru fyrstu aftökurnar í Japan frá því Shinzo Abe tók við sem forsætisráðherra í desember s.l.

Fæðingum fer sífellt fækkandi

Frjósemi Dana fer sífellt minnkandi og er nú svo komið að fæðingar duga ekki til þess að viðhalda fólksfjölda í landinu.

Sá kærastann halda framhjá á internetinu

Hin rússneska Marina Voinova kom upp um framhjáhald kærastans á internetinu - það sem er kannski heldur óvenjulegt við þetta mál er að hún sá mynd af honum með annari konu í forriti sem er svipað og Google Maps.

Methopoly fyrir aðdáendur Breaking Bad

Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Breaking Bad, sem hafa notið gríðarlegra vinsælda um allan heim, geta nú aldeilis fagnað því nú er mögulegt að spila hið sígilda spil Monopoly með tilvitnunum í þættina.

Atkvæðagreiðslan verður spennandi

Líf ríkisstjórnarinnar getur ráðist af hjásetu Guðmundar Steingrímssonar formanns Bjartrar framtíðar eða atkvæði hans gegn vantrausttillögu Þórs Saari, því ríkisstjórninina sjálfa skortir eitt atkvæði til að vera með meirihluta á Alþingi.

Óvissa með stuðning Þráins

"Ég veit það ekki, það fer eftir því hvernig málið stendur. Það er alveg sjálfsagt mál að kíkja á þetta á næstu dögum og ég þarf að finna út úr því hvernig þetta mál stendur,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður VG, spurður hvort að hann ætli að styðja vantrauststillögu Þórs Saari á ríkisstjórn Íslands.

Guðmundur situr líklega hjá - "hef áður verið á gula takkanum"

Sjálfstæðismenn styðja vantraustsstillögu Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, sem hann lagði fram í dag og verður tekin fyrir á þriðjudag á Alþingi. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir líklegt að hann muni sitja hjá.

Þór Saari leggur fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, lagði í dag fram tillögu til þingsályktunar um vantraust á Ríkisstjórn Íslands. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin getur ekki afgreitt frumvarp til stjórnarskipunarlaga byggt á þeim drögum sem samþykkt var að leggja til grundvallarnýrri stjórnarskrá og samþykkt voru með yfirgnæfandi meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu í október í fyrra.

Tvær flugur í einu höggi

Fjáröflunarátakið „Út að borða fyrir börnin“ hófst á föstudag og stendur til fimmtánda mars. Sextán veitingastaðir hafa ákveðið að styðja verkefni Barnaheilla. Á tímabilinu rennur hluti af verði valinna rétta á þessum stöðum til verkefna sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi.

Víkingur Heiðar spilar fyrir fréttakonu Fox News

Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson er meðal þeirra listamanna sem koma fram á hinni mánaðarlöngu Nordic Cool listahátíð sem hófst í Kennedy Center í Washington í Bandaríkjunum í gær.

Fíkniefni áttu að fara til Íslands

Íslendingarnir sem voru handteknir í Danmörku vegna smygls á 5,5 kílóum af amfetamíni eru á þrítugsaldri og á fimmtugsaldri. Annar Íslendingurinn var handtekinn í gær en hinn fyrr í febrúar.

Björn Valur fer fram

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, ætlar að gefa kost á sér í embætti varaformanns Vg á landsfundi flokksins sem fram fer á Hótel Nordica næstu helgi. Björn Valur færði sig um set úr Norðausturkjördæmi í Reykjavíkurkjördæmi í forvali flokksins fyrir nokkrum vikum en fékk ekki öruggt sæti.

Fjórðungur námslána breytist í styrk

Fjórðungur námslána breytist í styrk ljúki fólk námi innan tilsetts tíma ef frumvarp Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra sem nú er til afgreiðslu í stjórnarflokkunum nær fram að ganga. Breytingin myndi ná til lána sem tekin verða árið 2014 og síðar.

Sjá næstu 50 fréttir