Ríki og borg í viðræður um neyslurými fyrir sprautufíkla Sunna Valgerðardóttir og Svavar Hávarðarson skrifar 22. febrúar 2013 06:00 Heiða Kristín Helgadóttir varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. Heiða Kristín segir mikinn vilja hjá Besta flokknum að skoða þessa leið. Hún bendir á að starfsemi neyslurýma hafi gefist vel víða erlendis og því sé nauðsynlegt að skoða þann möguleika hér á landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum rætt og við munum einnig taka þetta málefni upp innan Bjartrar framtíðar," segir hún. „Það er ljóst að við þurfum að fara að nálgast málin með raunhæfari hætti." Björk segir að innan borgarinnar sé unnið samkvæmt því að leita leiða til að minnka þann skaða sem hlýst af neyslu. „Ef það er mat fagfólks að þessi leið, að fá fólk til að sprauta sig á öruggum stað og veita því um leið ráðgjöf, sé fær þá er ég jákvæð gagnvart því. En þá vil ég líka vita, með áreiðanlegum hætti, hvort um raunverulegan árangur sé að ræða af þessu starfi." Björk bætir við að það sé alltaf spurning hvenær svo langt er gengið í skaðaminnkandi þjónustu að ástandi þeirra sem eru í svo alvarlegri fíkn sé viðhaldið. „Við verðum að gæta þess að við séum ekki að viðhalda neyslu, en nauðsynlegt að skoða þetta í þaula," segir Björk. Heiða Kristín stýrir hópi um málefni utangarðsfólks í Reykjavík. Hópurinn fundar í næstu viku með fulltrúum þingsins og velferðarráðuneytisins þar sem málin verða rædd. Skaðaminnkandi nálgun sé ein af stefnum Reykjavíkurborgar og þetta sé hluti af því að mæta fólki þar sem það er statt. „Það er mjög rökrétt næsta skref. Það er mikill vilji til að skoða þetta og halda þessu á lofti." Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartar framtíðar og varaformaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir tímabært að skoða aðrar leiðir en farnar hafi verið til að mæta þörfum sprautufíkla. Í því ljósi hafa forsvarsmenn Besta flokksins rætt um þörfina á sérstöku neyslurými fyrir sprautufíkla í Reykjavík. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, telur um færa leið að ræða, að því gefnu að sannað sé að um árangursríka aðferð sé að ræða. Heiða Kristín segir mikinn vilja hjá Besta flokknum að skoða þessa leið. Hún bendir á að starfsemi neyslurýma hafi gefist vel víða erlendis og því sé nauðsynlegt að skoða þann möguleika hér á landi. „Þetta er eitthvað sem við höfum rætt og við munum einnig taka þetta málefni upp innan Bjartrar framtíðar," segir hún. „Það er ljóst að við þurfum að fara að nálgast málin með raunhæfari hætti." Björk segir að innan borgarinnar sé unnið samkvæmt því að leita leiða til að minnka þann skaða sem hlýst af neyslu. „Ef það er mat fagfólks að þessi leið, að fá fólk til að sprauta sig á öruggum stað og veita því um leið ráðgjöf, sé fær þá er ég jákvæð gagnvart því. En þá vil ég líka vita, með áreiðanlegum hætti, hvort um raunverulegan árangur sé að ræða af þessu starfi." Björk bætir við að það sé alltaf spurning hvenær svo langt er gengið í skaðaminnkandi þjónustu að ástandi þeirra sem eru í svo alvarlegri fíkn sé viðhaldið. „Við verðum að gæta þess að við séum ekki að viðhalda neyslu, en nauðsynlegt að skoða þetta í þaula," segir Björk. Heiða Kristín stýrir hópi um málefni utangarðsfólks í Reykjavík. Hópurinn fundar í næstu viku með fulltrúum þingsins og velferðarráðuneytisins þar sem málin verða rædd. Skaðaminnkandi nálgun sé ein af stefnum Reykjavíkurborgar og þetta sé hluti af því að mæta fólki þar sem það er statt. „Það er mjög rökrétt næsta skref. Það er mikill vilji til að skoða þetta og halda þessu á lofti."
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira