Innlent

Þessar auglýsingar eru tilnefndar

Lúðurinn verður veittur í Hörpu 1. mars.
Lúðurinn verður veittur í Hörpu 1. mars.
ÍMARK birti í dag tilnefningar til Lúðursins, Íslensku auglýsingaverðlaunanna sem veitt verða á Íslenska markaðsdeginum í Hörpu 1. mars næstkomandi.

Það er ÍMARK sem veitir Lúðurinn og er keppnin opinn öllum sem stunda gerð eða dreifingu auglýsinga á Íslandi. Tilgangur hennar er að vekja athygli á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstendendum þess verðskuldaða athygli.

Flestar tilnefningar fær auglýsingastofan Hvíta húsið eða 20. Næst er það Íslenska með 17 tilnefningar, Fíton með 8 og Jónsson & Le´macks með 7.

Þá fær auglýsingastofan Brandenburg 6 tilnefningar og ENNEMM 5 tilnefningar. H:N Markaðssamskipti, Fabríkan, Leynivopnið, Pipar/TBWA, Tjarnargatan, Pink Iceland og Wonwei eru með 1 tilnefningu hver.

Sjá má tilnefningar í hverjum flokki á heimasíðu ÍMARK.

Hér á YouTube-síðu Ímark má síðan horfa á fjölda myndbanda með tilnefndum auglýsingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×