Innlent

Hæstiréttur staðfesti sex mánaða fangelsi yfir Berki

Hæstiréttur staðfesti í dag sex mánaða fangelsisdóm yfir Berki Birgissyni sem hafði verði dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja á skikkju dómara við Héraðsdóm Reykjaness og kalla hana „tussu". Börkur Birgisson hlaut á dögunum sjö ára fangelsisdóm fyrir gróf ofbeldisbrot. Hann sætir líka lögreglurannsókn, grunaður um aðild að morði, á Litla-Hrauni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×