Innlent

Ljósavél bilaði í fiskibáti

Ljósavél bilaði í fiskibáti sem var á leið til Húsavíkur í gærkvöldi, og slokknuðu öll ljós um borð, meðal annars siglingaljós.

Stjórnstöð Gæslunnar kallaði upp nálægan bát og var skipverjum falið að fylgja bátnum til hafnar til öryggis. En áður en þangað kom hrökk ljósavélin aftur í gang og allt gekk að óskum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×