Fleiri fréttir

Berlusconi aftur á leið í pólitík á Ítalíu

Allar líkur eru á því að Silvio Berlusconi sé aftur á leið í pólitík á Ítalíu. Þetta er ein helsta fréttin í ítölskum fjölmiðlum í dag en talið er að Berlusconi verði forsætisráðherraefni flokks síns, Frelsisflokksins.

Þráspurt um hæfi rannsakendanna

Verjendur í Vafningsmálinu spurðu ítrekað um athugun sem gerð var á því hvort rannsókn málsins hefði spillst þegar rannsakendurnir fóru að vinna fyrir þrotabú Milestone. Vitnaleiðslum lauk í gær.

Fengu sér húðflúr til styrktar Unicef

Menn ganga mislangt til að styrkja gott málefni, en fáir leggja þó líklega jafn mikið á sig og nokkrar stúlkur úr FG, sem létu hreinlega húðflúra sig með slagorðum til styrktar UNICEF. Ísland í dag hitti stelpurnar, sem hafa litlar áhyggjur af því að sjá eftir gjörningnum síðar.

Segir Boeing 737 langbesta kostinn

Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins.

Hefur þú séð Dimma? Strauk frá eiganda sínum í dag

Halldór Waagfjörð týndi hundinum sínum, honum Dimma, um klukkan hálf fjögur í dag í miðbæ Vestmannaeyja. Leit hefur staðið yfir í allan dag en enginn hefur orðið var við hvutta. Hann vill biðja þá íbúa í Vestmannaeyjum sem hafa orðið varir við litla hundinn í dag að hafa samband við sig í síma, 564-4476. Hann er svartur á lit og af gerðinni Terrier.

Mögnuð tilraun Sigur Rósar á enda

Síðasta tónlistarmyndbandið í kvikmyndatilraun Sigur Rósar var frumsýnt í dag. Það er leikstjórinn Floria Sigismondi sem sá um gerð myndbandsins.

Óásættanlegt að 100 þúsund munar á launum

Hjúkrunarfræðingur með 32 ára reynslu og sex ára háskólamenntun segir óásættanlegt að aðeins um hundrað þúsund krónum muni á launum hennar og þess sem er nýútskrifaður í faginu. Laun þurfi að hækka svo hún dragi uppsögn sína til baka.

Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm"

Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði.

Hæstiréttur staðfestir dóm yfir DV

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars um að ritstjórar DV, þeir Ingi Freyr Vilhjálmsson, Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason, og DV ehf. greiði Jóni Snorra Snorrasyni, 200 þúsund krónur hver fyrir ummæli sem birtust um Jón Snorra í DV í mars á síðasta ári.

Sýknaður af ákæru um að hafa banað manni árið 1997

Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var, árið 1998, dæmdur í Hæstarétti fyrir manndráp á veitingastaðnum Vegas. Sigurþór Arnarsson var dæmdur til að sæta fangelsi í tvö ár og þrjá mánuði, þegar dómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 1998. Sverrir Þór Einarsson var líka dæmdur fyrir aðild að málinu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar sýknað Sigurþór af brotinu.

Jólatréð skreytt með hjálp stærðfræðinnar

Það getur vafist fyrir mörgum að skreyta jólatréð. Nú hafa stærðfræðingar við háskólann í Sheffield komið til hjálpar og birt jöfnur sem ákvarða fjölda skreytinga, lengd ljósanna og fleira.

Ölvaður maður velti bíl eftir að vinnuveitandi beitti hann kynferðisofbeldi

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að beita starfsmann hjá sér, karlmann, kynferðisofbeldi þegar þeir voru staddir í Vík í Mýrdal. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa strokið bak hans og kynfæri innanklæða og að hafa kysst hann á munninn. Maðurinn neitaði sök.

Kynslóðir koma saman á Barnavörumarkaði í Perlunni

Þann 8. desember verður Stóri Barnavörumarkaðurinn haldinn hátíðlegur í Perlunni. Fyrsti markaðurinn sem haldinn var í Gerðubergi sló svo rækilega í gegn, en yfir 1100 manns heimsóttu markaðinn þá. Það linnti hreinlega ekki eftirspurn eftir sölubásum og því verður markaðurinn haldinn aftur, nú í Perlunni, segir Elena Teuffer skipurleggjandi markaðarins.

Fjárlagafrumvarpið fer í nefnd

Atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár, eftir aðra umræðu, lauk nú um klukkan þrjú. Umræðan hafði þá staðið yfir mestan part dagsins. Til stóð að sérstök umræða um stöðu Íbúðalánasjóðs hæfist klukkan hálftvö en henni hefur verið frestað til klukkan hálffjögur. Fjárlagafrumvarpið fer nú í fjárlaganefnd fyrir þriðju og síðustu umræðu.

Ákærður fyrir að hafa ýtt manni fyrir lest

Yfirvöld í New York hafa ákært heimilislausan mann, Naeem Davis, fyrir að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana með því að hrinda honum fyrir lest á mánudag.

Segir Bjarna Benediktsson sæta grófum aðdróttunum

"Ég hef nú séð margar grófar aðdróttanir í gegnum tíðina af hálfu blaðamanna á Íslandi en ég hef aldrei séð að maður hafi verið borinn jafn alvarlegum sökum lengi og þessi fyrirsögn gefur til kynna," segir Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður um fyrirsögn sem birtist á forsíðu DV í gær um skýrslutöku yfir Bjarna Benediktssyni í Vafningsmálinu. Skýrslutakan fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn.

Fann móður sína eftir 47 ár

Tæplega fimmtugur kráareigandi í Huleva á suðurströnd Spánar, Quieuq Olivert, hefur loks haft uppi á móður sinni eftir 47 ára aðskilnað.

Höfundur Brasilíu látinn

Brasilíumaðurinn Oscar Niemeyer, einn áhrifamesti arkitekt veraldar, lést í gær, næstum 105 ára að aldri.

Vitnaleiðslum lokið í Vafningsmálinu

Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara er nú lokið. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn þá þrjá daga sem vitnaleiðslur hafa staðið.

Kate Middleton er laus af sjúkrahúsinu

Katrín Middleton hertogaynjan af Cambridge hefur verið útskrifuð af King Edward sjúkrahúsinu í London. Þar hefur hún legið undanfarna daga vegna alvarlegrar morgunógleði í kjölfar þess að hún er orðin ólétt.

Þráspurt um hæfi rannsakenda

Verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar í Vafningsmálinu hafa kallað fjóra starfsmenn sérstaks saksóknara fyrir dóminn sem vitni í morgun og þráspurt þá um rannsókn málsins, augljóslega í því skyni að finna á henni höggstað.

Dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir morð

Hinn 33 ára króati, Milan Kolovrat, var dæmdur í 14 ára fangelsi í morgun í héraðsdómi í Færeyjum fyrir morð. Honum verður vísað úr landi eftir að hafa setið af sér dóminn, en Kolovrat myrti Færeyinginn Dánjal Petur Hansen. Þetta kemur fram á vef færeyska ríkissjónvarpsins. Króatinn var sakfelldur í fyrradag fyrir morðið. Hann játaði svo í gær á sig verknaðinn, en til þess tíma hafði hann haldið fram sakleysi sínu.

Vigdís Finnbogadóttir las fyrir börnin

Börn skilja ekki fjölda orða sem notuð voru í daglegu tali á seinnihluta síðustu aldar og foreldrar þeirra eru aldir upp við. Orð á borð við að skæla og mæla og ýmis máltæki, eins og að sitja við sinn keip, eru hægt og rólega að hverfa úr daglegu máli. Þetta segir Vigdís Finnbogadóttir, verndari Barnaheilla - Save the Children á Íslandi, sem las fyrir börn á 140 ára afmæli Eymundsson verslananna á dögunum. Hún ræddi meðal annars við fullorðna fólkið um mikilvægi þess að kynna ungu kynslóðina fyrir þeim orðum sem eru í barnasögum á borð við Búkollu og Hans Klaufa.

Strákur tók við stjórninni

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur er skemmtilegt samfélag kvenna sem endurspeglar allar myndir hins kvenlega veruleika. Þessi tæplega 120 kvenna hópur heldur tvenna jólatónleika í Langholtskirkju, undir stjórn Gísli Magna, sem tók við kórnum í haust.

Karl var upptekinn á þriðjudag

Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður og aðaleigandi Milestone mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun sem vitni í Vafningsmáli sérstaks saksóknara gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni.

Annari umræðu um fjárlög er lokið

Annari umræðu um fjárlög lauk loks á Alþingi undir kvöld í gær, eftir að hafa staðið samanlagt í 48 klukkusutndir, og verður atkvæðagreiðsla í dag.

Segjast eins og hvítþvegnir barnsrassar eftir Hæstarétt

Deila Guðríðar Arnardóttur og Gunnars I. Birgissonar hélt áfram á síðasta fundi bæjarstjórnar í Kópavogi. Samflokksfólk Guðríðar tók þátt í slagnum. Nokkrir bæjarfulltrúar báðust undan frekari orðaskiptum þeirra.

Fleiri kaupa beint frá býli

Bændum sem selja vörur beint frá býli hefur fjölgað á síðustu árum og magnið af vörum aukist. Eftirspurn er mikil og bændur ná ekki að framleiða nóg. Lambakjötið er vinsælast en nautakjötið selst líka vel.

Björgunarskip þurfa klössun

Lögð hefur verið fram á Alþingi ályktun um að fela innanríkisráðherra að gera samkomulag við Slysavarnafélagið Landsbjörg um endurbætur og viðhald björgunarskipa félagsins fyrir árin 2014 til 2021. Eins að fela ráðherra að kanna þörf og möguleika á að fá enn öflugri skip á tiltekna staði á landinu, en skipin eru nú fjórtán talsins.

Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát

Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári.

Sanna tollgreiðslur með kortayfirliti

Kvittanir eru langalgengasta leiðin sem ferðamenn nota til að færa sönnur á að þeir hafi keypt tollskyldan varning hér á landi. Einnig er hægt að framvísa kreditkortayfirliti og þá getur tollurinn fengið upplýsingar frá raftækjaframleiðendum um hvort raðnúmer viðkomandi tækis svarar til vöru sem var seld á Íslandi.

Frumvarpið veikir Alþingi

Nokkur vafi leikur á því að breytingar sem lagðar eru til á stjórnarskrá landsins verði til góðs þegar horft er til starfshátta ríkisstjórna, stjórnarmyndana, hlutverks forsetans og skipunar embættismanna. Þetta kom fram á fundi í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Fundurinn er númer tvö í fundaröð sem háskólar landsins standa sameiginlega að.

Óttast að efnavopnin verði notuð

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í gær áhyggjur sínar af því að efnavopnum yrði beitt í lokaátökunum um yfirráð í Sýrlandi. Hún segir fall stjórnar Assads óhjákvæmilegt.

Björn sá uppsagnirnar fyrir

„Við sáum þetta fyrir í sumar og svo aftur fyrir svona sex vikum. Þá sáum við að það var komin hreyfing af stað í þessa veru,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, um fjöldauppsagnir um 250 hjúkrunarfræðinga á spítalanum.

Þörungaskyrið á leið á markað

Vísindamenn Matís hafa þróað afurðir úr sjávarþörungum sem eru komnar eða eru væntanlegar á markað. Átta starfsmenn Matís starfa öðru fremur við rannsóknir á þörungum. Meðal nýlegra afurða eru húðvörur sem sprotafyrirtækið Marinox hefur sett á markað en þær innihalda lífvirk andoxunarefni sem eru unnin úr þangi og þykja sérstaklega góð fyrir húðina, segir í frétt Matís.

Marijúana löglegt í Washington ríki frá miðnætti

Á miðnætti í nótt verður það löglegt að nota marijuana í Washington ríki. Þetta er fyrsta ríki Bandaríkjanna til að lögleiða marijúana en það hefur verið löglegt að nota fíkniefnið til lækninga í Washington frá árinu 1998.

Undirskriftasöfnun hafin í Snæfellsbæ

Hafin er undirskriftasöfnun í Snæfellsbæ til að vekja athygli á ófremdarástandi í heilsugæslumálum þar í bæ. Þar er engin læknir aðra hverja helgi og þurfa bæjarbúar þá að leita til Grundarfjarðar.

Játaði morðið í Færeyjum

Króati, sem héraðsdómur í Færeyjum sakfelldi í fyrradag fyrir morð, játaði í gær á sig verknaðinn, en til þess tíma hafði hann haldið fram sakleysi sínu.

Mikil átök við forsetahöllina í Kaíró

Til mikilla átaka kom fyrir utan forsetahöllina í Kaíró í Egyptalandi í gærkvöldi milli stuðningsmanna Morsis forseta landsins og stjórnarandstæðinga. Fjórir létu lífið í þessum átökum og fleiri hundruð særðust.

Sjá næstu 50 fréttir