Lögmaður í Vegas-málinu: "Búið að leiðrétta rangan dóm" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. desember 2012 18:38 Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. Sigurþór var árið 1997 ákærður ásamt öðrum manni fyrir að hafa ráðist á mann á veitingastaðnum Vegas. Árásin leiddi til dauða fórnarlambsins. Á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigurþór. Málinu var svo vísað til Hæstaréttar Íslands sem að sakfelldi Sigurþór og dæmdi í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi. Sat hann inni í átján mánuði í fangelsi. Hann kærði svo málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar. Málið var því aftur tekið upp fyrir íslenskum dómstólum. Lögmaður mannsins segir dóminn einstakan hér á landi og hafa mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn. „Ég myndi allavega segja að þetta sé rétt niðurstaða að það sé búið að leiðrétta rangan dóm sem að féll á sínum tíma. Hann er búinn að afplána dóminn og vera með þetta á bakinu allan þennan tíma," segir Bjarni Hauksson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Sigurþórs. Hann telur líklegt að hann fari fram á bætur vegna fangelsisvistar sinnar. „Það náttúrulega liggur fyrir að hann telst saklaus maður í dag og sat í fangelsi á sínum tíma," segir hann. Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í dag Sigurþór Arnarsson sem var fyrir fimmtán árum sakfelldur fyrir að hafa orðið manni að bana á veitingastaðinn Vegas. Lögmaður mannsins segir með þessu búið að leiðrétta rangan dóm en saklaus maður hafi setið í fangelsi í átján mánuði. Sigurþór var árið 1997 ákærður ásamt öðrum manni fyrir að hafa ráðist á mann á veitingastaðnum Vegas. Árásin leiddi til dauða fórnarlambsins. Á sínum tíma sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Sigurþór. Málinu var svo vísað til Hæstaréttar Íslands sem að sakfelldi Sigurþór og dæmdi í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi. Sat hann inni í átján mánuði í fangelsi. Hann kærði svo málið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að reglur um réttláta málsmeðferð hefðu verið brotnar. Málið var því aftur tekið upp fyrir íslenskum dómstólum. Lögmaður mannsins segir dóminn einstakan hér á landi og hafa mikla þýðingu fyrir skjólstæðing sinn. „Ég myndi allavega segja að þetta sé rétt niðurstaða að það sé búið að leiðrétta rangan dóm sem að féll á sínum tíma. Hann er búinn að afplána dóminn og vera með þetta á bakinu allan þennan tíma," segir Bjarni Hauksson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður Sigurþórs. Hann telur líklegt að hann fari fram á bætur vegna fangelsisvistar sinnar. „Það náttúrulega liggur fyrir að hann telst saklaus maður í dag og sat í fangelsi á sínum tíma," segir hann.
Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Sjá meira