Innlent

Dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir morð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórshöfn í Færeyjum
Þórshöfn í Færeyjum
Hinn 33 ára króati, Milan Kolovrat, var dæmdur í 14 ára fangelsi í morgun í héraðsdómi í Færeyjum fyrir morð. Honum verður vísað úr landi eftir að hafa setið af sér dóminn, en Kolovrat myrti Færeyinginn Dánjal Petur Hansen. Þetta kemur fram á vef færeyska ríkissjónvarpsins. Króatinn var sakfelldur í fyrradag fyrir morðið. Hann játaði svo í gær á sig verknaðinn, en til þess tíma hafði hann haldið fram sakleysi sínu.

Líkið hefur ekki fundist, en króatinn sagði fyrir rétti í gær, að hann hafi kastað því í sjóinn. Króatinn sagði fyrir rétti, að eftir símtal við móður sína hafi hann ákveðið að játa á sig verknaðinn, enda hafi hún sagt honum að þá svæfi hann betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×