Landlæknir skoðar fjögur óvænt andlát 6. desember 2012 07:00 Grunur leikur á að andlát sjúklings í október megi rekja til vanrækslu eða mistaka starfsmanns á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/E.Ól. Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Nýleg dauðsföll tveggja sjúklinga á Landspítalanum eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar. Landlækni hafa borist tilkynningar um fjögur dauðsföll sem tengja má mistökum, vanrækslu eða óhappatilviki á þessu ári. Annað dauðsfallið varð á bráðamóttöku spítalans um síðustu helgi en hitt á gjörgæsludeildinni í október. Í því tilviki leikur grunur á vanrækslu eða mistökum og er hjúkrunarfræðingur með réttarstöðu grunaðs manns. Konan hefur verið yfirheyrð hjá lögreglu. „Það leikur grunur á vanrækslu eða mistökum starfsmanns, sem getur falið í sér einhverja sök,“ segir Friðrik Smári. „Það er töluvert síðan við fengum það mál inn á borð til okkar. Það er enn í rannsókn þótt hún sé langt á veg komin.“ Samkvæmt niðurstöðum lögreglu og innra eftirlits LSH virðast ekki vera augljós tengsl á milli álags og meintra mistaka starfsmannsins. Aðspurður hvort athæfið gæti falið í sér sakfellingu segir Friðrik Smári það vera í höndum ríkissaksóknara að taka þá ákvörðun þegar rannsókn er lokið. Hann segir ekki algengt að mál sem þessi komist til rannsóknar hjá lögreglu, en samkvæmt lögum ber spítalanum að tilkynna öll óvænt dauðsföll og atvik sem ollu eða hefðu getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni. Kastljós greindi frá málinu á þriðjudag. Þar kom fram að í báðum tilvikum væri um að ræða eldra fólk sem lést; á sjötugs- og áttræðisaldri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir bæði málin hafa verið rannsökuð innan spítalans og lögregla og landlæknir látinn vita í kjölfarið, eins og lög segja til um. „Það er ekkert sérstakt við að láta lögreglu vita. Það er skylda okkar þegar um svona alvarleg atvik er að ræða,“ segir Björn. Hann getur ekki sagt til um hvort umræddur hjúkrunarfræðingur sé enn að störfum. „Við megum ekki fjalla um einstök mál. Það eru bæði einstaklingar og fjölskyldur á bak við þetta.“ Sjúklingurinn sem lést á bráðamóttökunni um síðustu helgi hafði legið einn í fjórar klukkustundir, en verklagsreglur segja til um að líta eigi til með sjúklingum á deildinni á klukkustundar fresti.sunna@frettabladid.is
Landspítalinn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Lögreglumál Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira