Segjast eins og hvítþvegnir barnsrassar eftir Hæstarétt 6. desember 2012 07:00 Gunnar I. Birgisson Hörð persónuleg átök standa enn yfir í bæjarstjórn Kópavogs. Miðpunktar átakanna eru Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, og Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember gerðu samflokksmenn Guðríðar athugasemdir við ummæli sem Gunnar viðhafði að henni fjarstaddri. Guðríður tók málið síðan upp á kvöldfundi í bæjarstjórn 27. nóvember. „Ég óska eftir því að bæjarfulltrúi Gunnar Birgisson geri nákvæmlega grein fyrir því hvað hann á við með þessum orðum og gefa honum tækifæri til að biðja mig afsökunar,“ sagði Guðríður Arnardóttir. Gunnar I. Birgisson sagði heiftina gegn Sjálfstæðisflokknum taka út yfir allan þjófabálk. „Ég sagði hér á síðasta fundi að það jaðraði við geggjun, framkoma ákveðinna bæjarfulltrúa og meinti Guðríði Arnardóttur,“ sagði Gunnar og útskýrði að framganga Guðríðar færi eftir lundarfari hennar hverju sinni. „Og það var ekkert ofsagt í því,“ bætti hann við. Sú taktík hjá Samfylkingunni að leggja fram óhróður og ósannindi hefði byrjað þegar Guðríður hefði komið inn í bæjarstjórn árið 2006. „Fólk vill ekki svona fólk í stjórnmál.“ Hafsteinn Karlsson, samflokksmaður Guðríðar, sagði að þegar Gunnar hefði sest í bæjarstjórastólinn árið 2004 hefði „andskotinn verið laus“ í bæjarstjórninni. „Það eru endalausar dylgjur, endalausar dylgjur um að það sé eitthvað misjafnt sem fólk hafi í pokahorninu og hann ætli að afhjúpa það,“ sagði Hafsteinn, sem kvað Gunnar þurfa að „lifa í raunveruleikanum“ ef hann vildi taka þátt í málefnalegri umræðu. „Ég vil svo sannarlega taka undir orð Hafsteins um að menn fari að hafa hér málefnalega umræðu og hætta að ausa fólki skít,“ sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir úr Samfylkingu. Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs úr Lista Kópavogsbúa, sagði sjaldan einn valda þá tveir deildu. „Það er hægt að sýna hver öðrum kurteisi þó að maður sé ekki sammála,“ sagði Rannveig. Guðríður sagðist hafa hæstaréttardóm fyrir því að hún hefði ekki farið yfir strikið í umræðunni. Vísaði hún þar til meiðyrðamáls sem Gunnar höfðaði gegn henni og tveimur öðrum bæjarfulltrúum. Ummælin hefðu snúist um að fyrirtæki dóttur Gunnars hefði notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu og um spillingu í stjórnsýslu Kópavogs í bæjarstjóratíð Gunnars. „Það er bara búið að hvítþvo okkur eins og nýskeinda barnsrassa í Hæstarétti,“ sagði hún. Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki sagði ræðu Guðríðar vera þannig að hann vildi bann við bæjarstjórnarfundum eftir klukkan tíu á kvöldin. „Við heyrðum raddbreytingu, heyrðum hvernig púkinn kom út,“ sagði Ómar, sem tók þó fram að um væri að ræða umræðuhefð sem ætti sér mjög langa sögu í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfur væri hann ekki undanskilinn. „Ég hef bara mjög skýra stefnu: Ef það er leðjuslagur þá fer ég í leðjuslaginn.“ Gunnar sagðist hafa heyrt ræðu Hafsteins áður. „Hann kemur hér og eys yfir menn svona skítkasti,“ sagði Gunnar, sem kvað menn geta séð hvað „innri maður“ Hafsteins stæði fyrir með því að gúggla greinaskrif hans. Hafsteinn er skólastjóri Salaskóla. „Við höfum svo sem oft verið í ágætis samstarfi við Hafstein Karlsson, bæði í ferðum til Alþýðulýðveldisins Kína og líka þegar að reksturinn á skólanum hjá honum var allur í steik. Við reyndum að laga það og komumst að niðurstöðu í því máli. Svo hefur náttúrlega mikið gengið á. Það var nú allur þessi slæmi maður Gunnar Birgisson eða hitt þó heldur,“ sagði Gunnar. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins, sagði umræðuna vissulega býsna skemmtilega en að hún ætti betur heima á „öðrum vettvangi sem hentar betur til þessara orðaskipta sem eru sum hver vægast sagt fyrir neðan allar hellur“. gar@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Hörð persónuleg átök standa enn yfir í bæjarstjórn Kópavogs. Miðpunktar átakanna eru Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingar, og Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Á bæjarstjórnarfundi 13. nóvember gerðu samflokksmenn Guðríðar athugasemdir við ummæli sem Gunnar viðhafði að henni fjarstaddri. Guðríður tók málið síðan upp á kvöldfundi í bæjarstjórn 27. nóvember. „Ég óska eftir því að bæjarfulltrúi Gunnar Birgisson geri nákvæmlega grein fyrir því hvað hann á við með þessum orðum og gefa honum tækifæri til að biðja mig afsökunar,“ sagði Guðríður Arnardóttir. Gunnar I. Birgisson sagði heiftina gegn Sjálfstæðisflokknum taka út yfir allan þjófabálk. „Ég sagði hér á síðasta fundi að það jaðraði við geggjun, framkoma ákveðinna bæjarfulltrúa og meinti Guðríði Arnardóttur,“ sagði Gunnar og útskýrði að framganga Guðríðar færi eftir lundarfari hennar hverju sinni. „Og það var ekkert ofsagt í því,“ bætti hann við. Sú taktík hjá Samfylkingunni að leggja fram óhróður og ósannindi hefði byrjað þegar Guðríður hefði komið inn í bæjarstjórn árið 2006. „Fólk vill ekki svona fólk í stjórnmál.“ Hafsteinn Karlsson, samflokksmaður Guðríðar, sagði að þegar Gunnar hefði sest í bæjarstjórastólinn árið 2004 hefði „andskotinn verið laus“ í bæjarstjórninni. „Það eru endalausar dylgjur, endalausar dylgjur um að það sé eitthvað misjafnt sem fólk hafi í pokahorninu og hann ætli að afhjúpa það,“ sagði Hafsteinn, sem kvað Gunnar þurfa að „lifa í raunveruleikanum“ ef hann vildi taka þátt í málefnalegri umræðu. „Ég vil svo sannarlega taka undir orð Hafsteins um að menn fari að hafa hér málefnalega umræðu og hætta að ausa fólki skít,“ sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir úr Samfylkingu. Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs úr Lista Kópavogsbúa, sagði sjaldan einn valda þá tveir deildu. „Það er hægt að sýna hver öðrum kurteisi þó að maður sé ekki sammála,“ sagði Rannveig. Guðríður sagðist hafa hæstaréttardóm fyrir því að hún hefði ekki farið yfir strikið í umræðunni. Vísaði hún þar til meiðyrðamáls sem Gunnar höfðaði gegn henni og tveimur öðrum bæjarfulltrúum. Ummælin hefðu snúist um að fyrirtæki dóttur Gunnars hefði notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu og um spillingu í stjórnsýslu Kópavogs í bæjarstjóratíð Gunnars. „Það er bara búið að hvítþvo okkur eins og nýskeinda barnsrassa í Hæstarétti,“ sagði hún. Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki sagði ræðu Guðríðar vera þannig að hann vildi bann við bæjarstjórnarfundum eftir klukkan tíu á kvöldin. „Við heyrðum raddbreytingu, heyrðum hvernig púkinn kom út,“ sagði Ómar, sem tók þó fram að um væri að ræða umræðuhefð sem ætti sér mjög langa sögu í bæjarstjórn Kópavogs. Sjálfur væri hann ekki undanskilinn. „Ég hef bara mjög skýra stefnu: Ef það er leðjuslagur þá fer ég í leðjuslaginn.“ Gunnar sagðist hafa heyrt ræðu Hafsteins áður. „Hann kemur hér og eys yfir menn svona skítkasti,“ sagði Gunnar, sem kvað menn geta séð hvað „innri maður“ Hafsteins stæði fyrir með því að gúggla greinaskrif hans. Hafsteinn er skólastjóri Salaskóla. „Við höfum svo sem oft verið í ágætis samstarfi við Hafstein Karlsson, bæði í ferðum til Alþýðulýðveldisins Kína og líka þegar að reksturinn á skólanum hjá honum var allur í steik. Við reyndum að laga það og komumst að niðurstöðu í því máli. Svo hefur náttúrlega mikið gengið á. Það var nú allur þessi slæmi maður Gunnar Birgisson eða hitt þó heldur,“ sagði Gunnar. Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næstbesta flokksins, sagði umræðuna vissulega býsna skemmtilega en að hún ætti betur heima á „öðrum vettvangi sem hentar betur til þessara orðaskipta sem eru sum hver vægast sagt fyrir neðan allar hellur“. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira