Innlent

Ölvaður maður velti bíl eftir að vinnuveitandi beitti hann kynferðisofbeldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Vík í Mýrdal.
Atvikið átti sér stað í Vík í Mýrdal. Mynd/ Heiða.
Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að beita starfsmann hjá sér, karlmann, kynferðisofbeldi þegar þeir voru staddir í Vík í Mýrdal. Hinum dæmda var gefið að sök að hafa strokið bak hans og kynfæri innanklæða og að hafa kysst hann á munninn. Maðurinn neitaði sök.

Forsaga málsins er sú að starfsmaðurinn var tekinn fyrir að aka mjög ölvaður og velta bíl sínum. Skýringar sem maðurinn gaf á ölvunarakstrinum voru þær að hann hafi verið beittur kynferðisofbeldi rétt áður og hann svo flúð af vettvangi.

Héraðsdómur Reykjavíkur segir að við mat á niðurstöðu beri að líta til þess að brotaþoli var einkar trúverðugur í frásögn sinni af atburðum fyrir dóminum. Dró hann enga dul á þá staðreynd að hann hafi drukkið áfengi um nóttina og verið töluvert undir áhrifum. Þrátt fyrir það hafi frásögn hans verið samfelld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×