Innlent

Mögnuð tilraun Sigur Rósar á enda

Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. MYND/VIMEO/SIGUR RÓS
Síðasta tónlistarmyndbandið í kvikmyndatilraun Sigur Rósar var frumsýnt í dag. Það er leikstjórinn Floria Sigismondi sem sá um gerð myndbandsins.

Hún er ekki ókunn verkum Sigur Rósar en hún leikstýrði einnig myndbandinu við lagið Untitled 1, eða Vaka, af plötunni ( ). Myndbandið var valið það besta á verðlaunahátíð MTV árið 2003.

Með helstu hlutverk í myndbandinu fara þau John Hawkes sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Winters Bone og Elle Fanning sem hefur átt hlutverk í kvikmyndum á borð Curious Case of Benjamin Button og Super 8.

Kvikmyndatilraun Sigur Rósar hefur vakið gríðarlega athygli en henni var ýtt úr vör þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar, Valtari, kom út á dögunum.

Tilraunin er tvíþætt. Annars vegar voru tólf þekktir kvikmyndagerðarmenn valdir til að framleiða myndbönd fyrir hvert lag plötunnar. Listamennirnir fengu fjármagn frá Sigur Rós en höfðu frjálsar hendur um framleiðslu, efnistök og umgjörð myndbandanna.

Hins vegar gátu upprennandi kvikmyndagerðarmenn framleitt sín eigin tónlistarmyndbönd. Tæplega þúsund myndbönd bárust í keppnina.

Hægt er að sjá myndband Floriu Sigismondi hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×