Fleiri fréttir

Pizza Hut ætlar að framleiða ilmvatn með pizzu-lykt

Nú getur þú lyktað eins og girnileg pönnusteikt pizza því pizzafyrirtækið Pizza Hut ætlar að framleiða ilmvatn með pizzulykt. Þetta hljómar alveg einstaklega furðulega, svo vægt sé til orða tekið.

Republik segir að ekki hafi verið kveikt í Douglas-vélinni

Kvikmyndafyrirtækið Republik, sem annaðist tökur á þættinum Million Dollar Shooting Star í júní síðastliðnum, vill koma því á framfæri að Douglas DC-3 flugvélin sem brotlenti á Sólheimasandi árið 1977 er ennþá í sama ástandi og hún var fyrir tökurnar.

Segir þjóðfélagið ekki undirbúið fyrir olíuvinnslu

Umhverfisráðuneytið segir að því fari fjarri að stjórnsýslan og þjóðfélagið séu vel undirbúin fyrir mögulega olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að ákveða þurfi hvaða kröfur verði gerðar áður en menn ljái máls á olíuvinnslu. Áformað er að fyrstu sérleyfin vegna Drekasvæðisins verði gefin út í janúar og þau munu ekki aðeins gilda um olíuleit heldur veita einnig rétt til olíuvinnslu.

Börn fjarlægð af heimilum sínum meðal annars vegna offitu

Dæmi eru um að börn hafi verið fjarlægð tímabundið af heimilum sínum meðal annars vegna offitu. Undanfarið hefur aukist að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur þurfi að beita sér vegna ofþyngdar barna enn allt að fimm slík atvik koma upp ári.

Rasistamálið í Smáralind: "Við látum hann svara fyrir þetta"

"Ég held að það sé alveg ljóst að lögreglan kemur ekki til með að sitja auðum höndum yfir þessu. Okkur er skylt að kanna þetta og hefja rannsókn þó svo að það sé ekki komin kæra - þá skiptir það ekki máli hér gæti verið um refsiverða háttsemi að ræða,“ segir Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins

Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine.

Styttist í Game of Thrones

Þriðja þáttaröðin af Game of Thrones verður sýnd vestanhafs í mars. Búast má við því að þættirnir verði sýndir á Stöð 2 einungis fáeinum dögum eftir að þeir eru frumsýndir í Bandaríkjunum. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi, nánar tiltekið við Mývatn. Í stiklu sem hefur verið birt á vefnum sést íslenskt landslag vel. Að auki var tekið upp á Írlandi og í Marokkó.

Fjögur dauðsföll tilkynnt til Landlæknis í ár

Árið 2012 hafa fimm alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu verið tilkynnt til Landlæknis, þar af fjögur dauðsföll. Árið 2011 voru þrjú alvarleg atvik, þar af eitt dauðsfall, og árið 2010 voru þau tíu, þar af tvö dauðsföll. Þetta kemur fram í tölum Landlæknis.

Sendiherra Serbíu framdi sjálfsvíg

Fulltrúum á utanríkisráðherrafundi NATO ríkjanna í Brussel er brugðið eftir að sendiherra Serbíu hjá Atlantshafsbandalaginu, Branislav Milinkovic framdi sjálfsvíg á flugvellinum í Brussel.

"Þið komuð með svínaflensuna“

Íslenskt myndband hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook í dag. Þar sjást nokkrir íslenskir unglingar, með asískt útlit, deila við mann í Smáralindinni. Maðurinn sakaði unglingana um að hafa komið með svínaflensuna til Íslands en þau saka hann um fordóma á móti.

Um 60% fleiri ferðamenn í nóvember

Alls fóru 36.950 erlendir ferðamenn frá landinu í nóvember síðastliðnum eða um 14 þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Um er að ræða 60,9% aukningu milli ára. Þetta sýnir talning Ferðamálastofu.

Umferðarslysum hefur snarfækkað

Samkvæmt tölum lögreglu hefur slysum í umferð, þar sem meiðsl verða á vegfarendum, fækkað mikið síðustu ár. Þannig hefur slysum fækkað á höfuðborgarsvæðinu um 10% fyrstu ellefu mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra og um 39% frá árinu 2008.

Vopnaða ræningjans enn leitað

Maðurinn sem réðst inn í söluturninn á Grundarstíg seint á föstudagskvöld er enn ekki fundinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að hún hafi engan grunaðan um verknaðinn. Maðurinn réðst inn í söluturninn og otaði byssu að ungum afgreiðslumanni. Skot hljóp úr byssunni, en grunur leikur á að það hafi verið púðurskot.

Innbrot í lyfjaverslun í morgun

Um hálf sexleytið í morgun var lögreglunni tilkynnt um innbrot í lyfjaverslun við Suðurlandsbraut. Þar hafði rúða verið brotin og sjóðsvél tekin. Óljóst er hvort eitthvað annað hafi horfið.

Gistinóttum fjölgaði um 20%

Gistinætur á hótelum fjölgaði um 20% í október miðað við sama mánuð í fyrra, eða úr 117.200 í 140.500. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í október en gistinóttum þeirra fjölgaði um 23% miðað vð sama tíma í fyrra. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 10% fleiri en árið áður. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum.

Fram hótar málssókn standi borgin ekki við uppbyggingu

Knattspyrnufélagið Fram krefst þess að Reykjavíkurborg standi við samninga um 2,8 milljarða uppbyggingu í Úlfarsárdal. Formaður segir nýjar hugmyndir svik við félagið og íbúa. Íbúasamtök hafna minna hverfi.

Rússar segja NATO ofmeta hættuna

Utanríkisráðherrar NATO samþykkja að staðsetja Patriot-loftvarnaflaugar í Tyrklandi. Rússar segja NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri árás frá Sýrlandi.

Fleiri rækta gras en fáir eiga uppskeruna

Lögreglan hefur gert upptækt meira en hálft tonn af kannabisi síðan árið 2007. Langstærsti hlutinn er hass sem fannst í húsbíl árið 2008. Innflutningur á grasi hefur nánast lagst af, segir yfirmaður fíkniefnadeildar. Heimaræktun eykst.

LSH lamast gangi uppsagnir alla leið

Fimmtungur hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum hefur sagt upp. Stór hluti þeirra vinnur sérhæfð störf og ekki hlaupið að því að fylla skörð þeirra. Grafalvarlegt mál, segir forstjóri LSH. Unnið að lausn með ráðherrum. Uppsagnirnar taka gildi 1. mars.

Aðgæslu er þörf við sendingu á lykilorðum

Gæta verður að öryggi persónuupplýsinga þegar viðskiptavinum eru send notendanöfn og lykilorð í pósti segir lögfræðingur hjá Persónuvernd. Orkuveita Reykjavíkur (OR) sendir notendum sínum bréf þar sem finna má upplýsingar til að komast á persónulegt svæði viðkomandi á vef fyrirtækisins.

Telur fráveitu ekki þurfa í umhverfismat

Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að fráveitulögn fyrir affallsvatn frá niðurdælingarsvæði við orkuverið í Svartsengi til sjávar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta er þvert á afstöðu Umhverfisstofnunar um að framkvæmdin ætti að fara í umhverfismat.

Þjarkað um loftslagsmál í Doha

„Enginn er ónæmur fyrir loftslagsbreytingum, hvorki fátækir né ríkir,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á átjándu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin er í Doha, höfuðborg Katar.

Dæmdur í þriggja ára fangelsi

Þrjátíu og níu ára síbrotamaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn, sem heitir Einar Björn Ingvason, játaði brot sín.

Tugir fundist látnir

Yfir fjörutíu manns létust þegar fellibylurinn Bopha æddi yfir suðurhluta Filippseyja í gærdag. Þess utan eru margir sárir. Eftir að bylurinn tók land er talið að um 40 þúsund manns hafi hrakist frá heimilum sínum.

Milljónir í sekt fyrir Simpsons

Tyrknesk sjónvarpsstöð var sektuð í vikunni fyrir að sýna nýjasta hrekkjavökuþátt Simpson-fjölskyldunnar. Hann var talinn móðgandi og vera á mörkum guðlasts.

Vopnað rán á Laugaveginum í nótt

Tveir menn voru rændir fjármunum og greiðslukortum á Laugavegi á móts við Tryggingastofnunina á öðrum tímanum í nótt. Annar ræningjanna var vopnaður hnífi og hafði í hótunum, en þolendurna sakaði ekki.

Þingfundur stóð til klukkan sex í morgun

Önnur umræða um fjárlög, sem var fram haldið á Alþingi eftir hádegi í gær, stóð til klukkan rúmlega sex í morgun og verður fram haldið klukkan þrjú í dag.

Vantraust felldi meirihluta

Meirihluti K-listans í Skeiða- og Gnúpverjahreppi féll í gær þegar vantrauststillaga var samþykkt á Gunnar Örn Marteinsson oddvita. Björgvin Skafti Bjarnason af E- lista hefur tekið við oddvitastarfinu. Fréttastofunni er ekki kunnugt um í hverju vantraustið er fólgið.

Elsti jarðarbúinn látinn, 116 ára að aldri

Besse Cooper er látin 116 ára að aldri í Bandaríkjunum en hún var elsti jarðarbúinn sem var enn á lífi. Cooper lést á dvalarheimili sínu í Atlanta í Georgíu en hún hafði glímt við veirusýkingu dagana fyrir andlát sitt.

Ætlaði að láta vinnufélagana skeina sér með Barack Obama

Slökkviliðsmanni frá Flórída hefur verið vikið úr starfi eftir að hann kom með klósettrúllur með mynd af andlitinu á Barack Obama í vinnuna. Maðurinn, Clint Pierce, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í yfir tuttugu ár.

Er þetta ljótasta jólatré í heimi? - Íbúar í Brussel brjálaðir

Íbúar í Brussel í Belgíu eru alls ekki sáttir við nýja jólatréð í borginni og hafa yfir 25 þúsund manns skrifað nafn sitt á undskriftarlista þess efnis að tréð verði fjarlægt sem allra fyrst. Jólatréð er heldur ekki venjulegt heldur er þetta einhverskonar nútíma-jólatré. Tréð er 25 metrar á hæð. Þeir sem hafa skrifað nafn sitt á listann vilja fá "alvöru“ jólatré - ekta grenitré.

Í efsta sæti yfir plötur ársins á Amazon

Ævintýri íslensku krakkanna í hljómsveitinni Of Monsters and Men ætlar engan endi að taka því bandaríska vefverslunin Amazon.com setur plötu þeirra, My Head Is an Animal, í efsta sætið yfir plötur ársins árið 2012. Platan var gefin út í apríl síðastliðnum og hefur selst í bílförmum um allan heim.

Sjá næstu 50 fréttir