Fleiri fréttir

50% ánægð með aðildina

Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun.

Vildi selja fíkniefni en sendi löggu SMS

Það hafa eflaust margir sent textaskilaboð í vitlaust símanúmer. Í flestum tilvikum er beðist afsökunar og málið er úr sögunni. En það var þó ekki alveg svoleiðis hjá þrjátíu og sjö ára gömlum Bandaríkjamanni á dögunum.

Lofuðu að elska Verslunarskólann að eilífu

Nýnemar í Verslunarskóla Íslands sóru þess eið í dag að elska skólann um alla ævi og voru þar með vígðir inn sem Verslingar við hátíðlega athöfn. Nemendafélag skólans ákvað í stað hefðbundnar busunar að standa fyrir formlegri athöfn og innvígslu.

Reykjavík orðin að litlu Kaupmannahöfn

Reykjavíkurborg er orðin að lítilli Kaupmannahöfn þegar kemur að hjólamenningu, segir borgarfulltrúi. Þess vegna er nú leitað eftir frumlegum en jafnframt hagkvæmum hjólastæðum.

"Crossfit er galin líkamsrækt“

Íþróttafræðingur segir að nýjasta æðið í heilsurækt Íslendinga, hið svonefnda crossfit, sé afar gagnrýnivert. Upp til hópa geri iðkendur flóknar tæknilegar æfingar vitlaust undir leiðsögn ólærðra þjálfara og það geti stofnað heilsu þeirra í hættu til framtíðar.

Vísindakirkjan læknar fórnarlömb Agent Orange

Fórnarlömb efnavopna bandaríkjahers í Víetnamstríðinu á sjöunda áratugnum bíða nú eftir hreinsunarmeðferð í boði Vísindakirkjunnar. Eins og stendur liggja 24 fórnarlömb á spítalanum í Hanoi og bíða meðferðarinnar.

Stúlkan sem lifði af gæti enn lifað eðlilegu lífi

Fjögurra ára stúlka sem lifði af skotárás í frönsku Ölpunum og beið hreyfingarlaus undir líki móður sinnar í 8 klukkustundir hefur enn möguleika á að lifa allt að því eðlilegu lífi. „Hún þarf að komast aftur heim til sín, í sitt eigið rúm og njóta umönnunar fólks sem hún treystir,“ segir sérfræðingur.

Ljóseindir verkuðu hvor á aðra í órafjarlægð

Alþjóðlegt rannsóknarteymi fékk á dögunum athyglisverðar niðurstöður úr tilraun þegar þeim tókst að láta tvær ljóseindir hafa áhrif hvor á aðra þó þær væru aðskildar og staðsettar í 143 kílómetra frá hvorri annarri. Afrekið er heimsmet í svonefndu "quantum teleportation" sem grundvallast á nokkurs konar fjarsambandi öreinda.

Vel undirbúin undir Icesave-málflutninginn

Íslenska lögfræðiteymið hefur undirbúið málflutning Íslands í Icesave málinu ákaflega vel, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Eins og fram kom fyrr í vikunni fer málflutningur fyrir EFTA dómstólnum fram þann 18. september næstkomandi.

Sparað með því að hækka forstjórann í launum

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að laun sem honum bauðst í Svíþjóð séu mun hærri en hann fái á Landspítalanum þrátt fyrir umdeilda launhækkun velferðarráðherra. Ráðherrann segir að hann sé að spara peninga með því að hækka laun forstjórans.

Áfram í haldi vegna árásar sem hann man ekki eftir

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem sakaður er um tilraun til manndráps. Maðurinn réðist að öðrum utan við Fíladelfíukirkjuna í lok júlí og veitti honum svöðusár með stórum hníf.

Margir gáfu frjáls framlög í Höfða

Móttökuhúsið Höfði var opið gestum og gangandi í sumar. 6300 manns notuðu tækifærið til að skoða þetta sögufræga hús. Reykjavíkurborg tók þá ákvörðun að rukka fólk ekki um aðgangseyri en setja heldur upp bauk í húsinu sem fólk gat gefið í að vild. Þegar húsinu var lokað fyrir gestaheimsóknum þann 1. september og baukurinn var opnaður kom í ljós að safnast höfðu 105.445 krónur.

Hátt í 300 símtöl frá fólki í sjálfsvígshættu - yfir 30 látast árlega

Hátt í þrjú hundruð símtöl bárust hjálparsíma Rauða krossins 1717 í fyrra frá fólki sem var í sjálfsvígshættu. Þetta segir Haukur Árni Hjartarson, verkefnastjóri hjálparsímans. Hann heldur erindi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Tjörnina á alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna sem er á mánudaginn.

Breivik ætlar ekki að áfrýja

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik ætlar ekki að áfrýja dómnum sem kveðinn var upp í lok ágúst vegna hryðjuverkanna í miðborg Oslóar og Útey síðasta sumar.

Leggið löglega í Laugardalnum - skýringarmynd

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim góðfúslegu tilmælum til ökumanna sem eiga leið um Laugardalinn að nýta þau bílastæði sem þar eru í stað þess að leggja ólöglega á eða við götur á svæðinu. Þetta er nefnt sérstaklega vegna landsleiks Íslendinga og Norðmanna í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum í kvöld.

Brynjar Mettinisson laus á næstu dögum

Brynjar Mettinisson, sem setið hefur í fangelsi í Tælandi að undanförnu grunaður um fíkniefnasmygl, verður látinn laus. Utanríkisráðuneytið fékk tilkynningu um þetta í dag. Þetta staðfesti Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Máli hans verður ekki áfrýjað.

Salan á Berg-Hugin stendur

Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Bergs Hugins hafna kröfu Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um að fallið verði frá sölu fyrirtækisins til Síldarvinnslunnar

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkir fyrstu ályktun

Björt framtíð vill beita sér fyrir því að hér á landi ríki efnahagslegt jafnvægi og að húsnæðislán verði á svipuðum kjörum og víðast í Evrópu. Hún leggur ríka áherslu á mannréttindamál og umhverfismál og að fjölbreytni ríki á öllum sviðum mannlífsins. Björt framtíð vill að nýting auðlinda sé ávallt í jafnvægi og skili mun meiri arði í sameiginlega sjóði en nú er og að meira frelsi ríki í viðskiptum. Þetta er á meðal þess sem kemur í fyrstu ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar sem samþykkt var í gær.

Launahækkun forstjórans stuðar lækna

Formaður Læknafélags Íslands segir launahækkun forstjóra Landspítalans stuða marga innan stéttarinnar enda hafi mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hafi kostað marga starfið og valdið launalækkun og auknu álagi. Fyrir hækkun var forstjóri Landspítalans launahæstur ríkisforstjóra landsins.

Ólafur og Dorrit fylgjast með Ólympíuleikum fatlaðra

Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú sækja lokadaga Ólympíuleika fatlaðra sem haldnir eru í London. Fyrir hádegi í dag fylgjast þau með keppni í frjálsum íþróttum þar sem Helgi Sveinsson er meðal keppenda. Forseti mun einnig afhenda verðlaun og eftir hádegið heimsækja forsetahjónin Ólympíuþorpið og hitta íslensku keppendurna, þjálfara og forystumenn Íþróttasambands fatlaðra. Þá verður forseti viðstaddur lokahátíð leikanna á sunnudag.

Mikill kynbundin launamunur vonbrigði

"Þessar niðurstöður valda auðvitað miklum vonbrigðum og það er eðlileg krafa verkalýðshreyfingarinnar að stjórnvöld taki á þessum óútskýrða kynbundnum launamun af alvöru. Nóg hefur verið rætt um vandann fram til þessa en nú þarf að bregðast við," segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í frétt sem birtist á heimasíðu félagsins í morgun, um niðurstöður nýrrar launakönnunar sem tvö af aðildarfélögum BSRB, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu, hafa látið framkvæma ásamt VR.

Segist hafa fallið út úr Gamla bíói og brotið sköflunginn

"Þetta var frekar óskemmtilegt,“ lýsir Margrét Hildur Guðmundsdóttir í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun en hún segist hafa fallið niður á götu á tónleikum Jet Black Joe í Gamla bíó aðfaranótt laugardags, þegar hún ætlaði ásamt vinkonum sínum út að fá sér ferskt loft. Margrét Hildur segist hafa verið baksviðs ásamt öðru fólki þegar þær vinkonurnar ætluðu út.

Stórþjófnaður við Mývatn upplýstur

Lögreglan er búin að upplýsa stórþjófnað úr peningaskáp á skrifstofu Jarðbaðanna við Mývatn nýverið, og er þungu fargi létt af heimamönnum.

Sean Penn kominn til landsins

Stórleikarinn Sean Penn kom til landsins í gærkvöldi en hann leikur í kvikmyndinni sem Ben Stiller leikstýrir hér á landi, The Secret Life Of Walter Mitty. Tökur hafa staðið yfir síðustu viku og halda áfram nú um helgina. Samkvæmt upplýsingum Vísis lenti Sean Penn í gærkvöldi á Keflavíkurflugvelli. Hann var með derhúfu á höfði en þegar hann kom út úr flugstöðinni beið hans bílstjóri sem ók með hann á brott. Ben Stiller sagði í viðtali við Kastljósið í vikunni að Sean Penn myndi leika ljósmyndara í myndinni og að um helgina færu tökur fram upp á jökli. Það má því búast við stuði um helgina, en Stiller sagði að mörg áhættuatriði yrðu tekin upp um helgina - það væri meðal annars stokkið út úr þyrlu.

Hjálmurinn bjargaði sjómanni

Sjómaður á litlu togskipi hlaut höfuðáverka þegar hann klemmdist á milli toghlera og gálga, þegar skipið var á veiðum á Látragrunni út af Látrabjargi um sex leitið í morgun.

Guðbjartur segist ekki ganga gegn kjararáði

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að hann hafi ekki gengið gegn kjararáði við mjög umdeilda launahækkun hjá Birni Zoega forstjóra Landspítalans. Eins og kunnugt er hækkaði Guðbjartur laun forstjórans um 450 þúsund kr. í vikunni.

Veitingastað lokað þar sem dyravörðurinn var réttindalaus

Veitingastað í vesturborginni var lokað um miðnætti. Ekki var það vegna þess að opið væri of lengi, eða að verið væri að selja fólki undir lögaldri áfengi, né heldur að of margir væru inni á staðnum, heldur vegna þess að dyravörðurinn hafði ekki tilskilin réttindi til að sinna því embætti.

Enn leitað að meintu þjófagengi á Akureyri

Lögreglan á Akureyri leitar enn að þremur einstaklingum sem stálu fé út úr hraðbanka á dögunum, en lögreglan lýsti eftir fólkinu í fjölmiðlum í gær. Um er að ræða tvo karlmenn og konu sem eru líklega útlensk að mati lögreglunnar, en það hefur þó ekki fengist staðfest.

Brotist inn í apótek í nótt

Brotist var inn í apótek við Vínlandsleið í Reykjavík í nótt. Tilkynning um innbrotið barst um klukkan fjögur, en þegar lögregla kom á vettvang voru þjófarnir á bak og burt. Ekki kemur fram í skeyti frá lögreglu hvort, eða hverju var stolið, en þjófarnir eru ófundnir.

Rukkað í öll bílastæði við HÍ og Landspítala

Bílanotkun nemenda Háskóla Íslands (HÍ) og starfsfólks Landspítalans þarf að dragast saman sem mótvægisaðgerð við aukinni umferð við nýjan Landspítala. Gert er ráð fyrir gjaldtöku við öll bílastæði í háskólanum, við spítalann og á milli gömlu og nýju Hringbrautar. Þetta segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurbogar.

Líki geimfarans Neil Armstrong verður sökkt í sæ

Fjölskylda geimfarans Neil Armstrongs hefur ákveðið að líki hans verði sökkt í sæ. Fer sú athöfn fram í kjölfar útfarar Armstrongs sem haldin verður í þjóðardómkirkjunni í Washington honum til heiðurs þann 13. september n.k.

Kæra lausagöngu sauðfjár

Ábúendur á bæ í Dalabyggð hafa kært til lögreglu ákvörðun sveitarstjórnar um að sinna ekki smölun á sauðfé sem gengur laust í byggð. Sveitarstjórnin hvetur Vegagerð og landeigendur til að girða betur.

Ríkið í samstarf við nýtt félag um Geysi

"Ein mjóróma rödd gat sagt nei en nú er orðinn til sameiginlegur félagsskapur sem stefnir að sama marki. Ég er mjög ánægð með þetta,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar, um stofnun sameiginlegs félags eigenda 65 prósenta Geysissvæðisins.

Ragnheiður Elín: Auðvitað er ég ráðherraefni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti Ragnheiði Elínu Árnadóttur í síðustu viku að hann myndi leggja til að Illugi Gunnarsson tæki við af henni sem formaður þingflokksins. Þetta kom henni á óvart, þar sem hún hafði gert ráð fyrir að gegna því embætti út kjörtímabilið, en hún tók við þegar Illugi tók sér hlé frá þingstörfum á meðan rannsókn á Sjóði 9 fór fram.

Sjá næstu 50 fréttir